Handbolti

Engin skoraði meira en Elín Klara

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elín Klara Þorkelsdóttir hefur farið vel af stað með Sävehof.
Elín Klara Þorkelsdóttir hefur farið vel af stað með Sävehof. sävehof

Landsliðskonan í handbolta, Elín Klara Þorkelsdóttir, skoraði sjö mörk þegar Sävehof gerði jafntefli við Viborg, 31-31, í fyrri leik liðanna í 3. umferð Evrópudeildarinnar í dag.

Seinni leikur liðanna fer fram í Danmörku næsta laugardag. Sigurvegarinn tryggir sér sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Elín skoraði sjö mörk í dag og var markahæst í liði Sävehof ásamt Stinu Wiksfors.

Sävehof var með undirtökin í fyrri hálfleik og náði mest fimm marka forskoti. Þremur mörkum munaði á liðunum í hálfleik, 17-14.

Elín og stöllur hennar héldu forskotinu lengi framan af seinni hálfleik og þegar níu mínútur voru eftir leiddi Sävehof með fjórum mörkum, 29-25.

Viborg skoraði næstu fimm mörk og komst yfir, 29-30. Danirnir komust aftur yfir, 30-31, en Mathilda Forsberg tryggði Svíunum jafntefli, 31-31, með því að skora síðasta mark leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×