Enski boltinn

Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rob Edwards fær ekki að stýra Middlesbrough gegn Birmingham City í dag.
Rob Edwards fær ekki að stýra Middlesbrough gegn Birmingham City í dag. epa/VINCENT MIGNOTT

Rob Edwards mun ekki stýra Middlesbrough í leiknum gegn Birmingham City í ensku B-deildinni í dag. Wolves, botnlið ensku úrvalsdeildarinnar, vill fá Edwards til starfa.

Wolves freistaði þess að hefja viðræður við Edwards um að taka við liðinu en Boro hafnaði því. Úlfarnir eru í stjóraleit eftir að Vítor Pereira var sagt upp störfum á dögunum.

Edwards var ekki viðstaddur blaðamannafund Boro í gær og stjórnaði heldur ekki síðustu æfingu liðsins fyrir leikinn gegn Birmingham. Nú er einnig ljóst að hann stýrir Boro ekki í leiknum á Árbökkum í dag.

Edwards tók við Boro af Michael Carrick í sumar og skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Boro er í 3. sæti ensku B-deildarinnar.

Edwards hefur sterka tengingu við Wolves. Hann lék rúmlega hundrað leiki fyrir liðið á árunum 2004-08, þjálfaði þar og tók tímabundið við því 2016.

Edwards, sem er 42 ára Walesverji, stýrði Luton Town á árunum 2022-25. Undir hans stjórn komst Luton upp í ensku úrvalsdeildina en féll aftur í B-deildina eftir aðeins eitt tímabil.

Wolves er án sigurs eftir fyrstu tíu leiki sína í ensku úrvalsdeildinni. Næsti leikur liðsins er gegn Chelsea á Stamford Bridge í kvöld. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×