Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. nóvember 2025 07:01 Í Reykjavík Fusion blandast saman veitingastaðadrama við glæpasögu þar sem fýrað er upp í hellunni og persónurnar reyna að koma sér undan hitanum. Stikla Reykjavík Fusion er fantafín afþreying með vel fléttaðri og spennandi framvindu sem heldur manni við skjáinn allt til enda. Sjónræn umgjörð þáttanna er á stigi sem sjaldan sést í íslensku sjónvarpi. Skortur á persónusköpun, ankannalegur texti misgóðra leikara og vanhugsaðar ákvarðanir handritshöfunda draga söguna þó aðeins niður. Sex þátta spennudramað Reykjavík Fusion var frumsýnt 25. september síðastliðinn. Hugmyndasmiður seríunnar er Hörður Rúnarsson sem skrifar handrit hennar með Birki Blæ Ingólfssyni og Jónasi Margeir Ingólfssyni. Samúel Bjarki Pétursson og Gunnar Páll Ólafsson, leikstjórnartvíeyki til 25 ára, leikstýrir þáttunum en þeir takast hér á við leikið sjónvarpsefni í fyrsta sinn. Framleiðslufyrirtækið ACT4 framleiðir þættina með ARTE og meðframleiðendur eru Skot Productions. Með aðalhlutverk í þáttunum fara Ólafur Darri Ólafsson, Hera Hilmarsdóttir, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Unnur Birna Jónsdóttir Backman, Molly Mitchell, Iðunn Ösp Hlynsdóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Þröstur Leó Gunnarsson og Atli Óskar Fjalarsson. Þættirnir fjalla um kokkinn Jónas sem reynir að koma lífi sínu á réttan kjöl eftir fangelsivist en fær hvergi séns. Jónas leitar til félaga síns úr fangelsinu sem hjálpar honum að opna veitingastaðinn Reykjavík Fusion. Aðstoðin reynist bjarnargreiði þegar óæskileg hráefni fara að flæða um staðinn. Úr verður æsispennandi framvinda þar sem misgáfulegar ákvarðanir koma jafnóðum í bakið á persónum og Jónas reynir hvað hann getur til að láta hlutina ganga án þess að brjóta skilorð. Lesendur sem hafa ekki séð þættina og vilja forðast algjörlega að láta spilla þeim fyrir sér ættu að fara beint í niðurstöðurnar. Örvænting getur af sér óvenjulegan bræðing Áhorfendur kynnast Jónasi (Ólafi Darra) þar sem han er nýbúinn að afplána fangelsisvist eftir tryggingasvindl og vill endurheimta fyrra líf. Hann reynir að vinna aftur traust barnsmóður sinnar, Katrínar (Láru Jóhönnu) og fá aftur forsjá yfir börnum sínum en þarf til þess fasta vinnu og búsetu. Jónas er meistarakokkur sem þarf annan séns. Vegna óhreins sakavottorðs kemur Jónas alls staðar að lokuðum dyrum og leitar því til glæpabarónsins Kristjáns (Þrastar Leó) sem hjálpar honum að opna veitingastaðinn Reykjavík Fusion. Þar þarf Jónas að vinna með harðsvíraða háskakvendinu Marý (Heru Hilmars) sem sér um reksturinn og þvær skítugan pening gegnum staðinn. Jónas ræður gamla vinkonu sína, Júlíu (Unni Birnu) og dóttur sína, Ellen (Molly), á veitingastaðinn sem reynist vel þar til ýmis vandamál tengd hliðarstarfsemi staðarins fara að hrannast upp. Samningurinn við Kristján reynist of góður til að vera sannur, fástískt samkomulag sem Jónas getur ekki losnað út úr. Æsispennandi framvinda á kostnað persónusköpunar Óhætt er að segja að Reykjavík Fusion setji nýjan standard í íslensku sjónvarpi hvað framleiðslu og umgjörð varðar. Sjaldan hefur maður séð þáttaröð sem er jafn vel skotin, lýst og litaleiðrétt. Hasarsenunum er vel leikstýrt og bílaeltingaleikirnir þeir bestu sem maður hefur séð á Íslandi (ég man hreinlega ekki eftir öðrum þó þeir séu sennilega einhverjir). Jónas og Marý þurfa að glíma við ýmsa rekstrarerfiðleika. Nafnið Reykjavík Fusion er vel til fundið því það gefur til kynna ákveðinn bræðing (og hljómar söluvænlegt fyrir erlendan markað). Þessi bræðingur vísar ekki bara í samruna ólíkrar matargerðar heldur einnig blöndun á drama og glæpasögu. Á staðnum blandast jafnframt saman veitingareksturs og glæpastarfsemi. Spennan í þáttunum gengur að miklu leyti út á það þegar þessi svið skarast. Strax í fyrsta þætti fá áhorfendur frábært dæmi um slíka senu. Jónas er þá að elda prufumatseðil fyrir fjölskyldu sína á sama tíma og það er burðardýr við dauðans dyr inni í kæli eldhússins. Klippt er á milli rólegs andrúmslofts fjölskyldunnar og þrúgandi stemmingar í kælinum þar sem burðardýrið liggur ælandi og öskrandi. Góð leikstjórn og klipping skapa mikil óþægindi og ótta um að allt fari í skrúfuna. Michelin-kokkurinn Þráinn Freyr Vigfússon, sem rekur Sumac og Óx, eldaði mestallan matinn sem birtist í þáttunum. Matreiðslusenurnar á Reykjavík Fusion eru sérstaklega skemmtilegar en hverfa nánast alveg um miðbik seríunnar þegar glæpirnir taka yfir. Ég hefði glaður þegið meiri eldamennsku sem hefði um leið getað gefið mani betri tilfinningu fyrir starfsfólkinu og samböndum þeirra. Iðunn Ösp leikur Rósu með stakri prýði. Fyrstu þættirnir kynna Jónas og helstu persónur til leiks áður en allt fer á fulla ferð. Smærri þræðir fléttast svo við aðalþráðinn: unga konan Rósa (Iðunn Ösp) birtist í leit að föður sínum sem hvarf sporlaust og tengist Marý, kærasti Katrínar, Skúli (Guðjón Davíð), hefur illan bifur á Jónasi og rannsakar skattamál staðarins og löggan Geir (Atli Óskar) fer að snuðra í kringum Jónas. Bruninn sem kom Jónasi í fangelsi er notaður sem stef til að minna á fortíð Jónasar, skapa dulúð og fá áhorfendur til að efast um innræti hans. Heilt yfir fannst mér þættirnir vel uppbyggðir hvað framvindu varðar. Hver þáttur viðheldur innri spennu og skilur áhorfendur eftir á ystu nöf (e. cliffhanger) og vel tekst að binda ólíka þræði saman yfir alla seríuna. Helsti galli þáttanna felst í því að persónusköpun situr á hakanum á kostnað á framvindu og ýmissa vendinga hennar. Serían er á stöðugri þeysireið og hefur lítinn tíma til að staldra þannig að fyrir utan Jónas fá persónurnar litla vídd. Fyrir vikið er áhorfendum nokk sama um þær. Marý er breysk, ofstopafull og stórhættuleg. Kafa hefði mátt betur ofan í hana sem persónu. Þegar dýpka á persónur er ódýrum brögðum beitt. Þar má nefna Marý sem birtist áhorfendum sem samviskulaus og ofstopafullur glæpamaður sem skeytir engu um aðra. Til að áhorfendur finni til samúðar er það opinberað að hún eigi dóttur (sem hún geymir mynd af inni á skrifstofu - algjör klisja). Ahhh, hún er að þessu öllu til að gefa dótturinni mannsæmandi líf... en við kaupum það ekki alveg því það er ekkert kafað dýpra ofan í þann þráð eða innri togstreitu Marýjar. Annað sem mætti nefna er samband Ellenar og Rósu sem þjónar fyrst og fremst því hlutverki að auka á vandræði Jónasar. Við fáum sáralitla tilfinningu fyrir sambandinu eða hvað dregur þær saman. Nokkur samtöl hefðu gert mikið til að gera þær þrívíðari og styrkja þráðinn. Þetta á við um fleiri persónur, gaman hefði verið að kynnast Júlíu betur eða fá meiri tilfinningu fyrir Katrínu. Þröstur Leó leikur hrottann Kristján og gerir það bara nokkuð vel. Ef ég á að vera kverúlant fannst mér handritshöfundar stundum stytta sér leið með þeim afleiðingum að áhorfandanum var kippt út úr þættinum. Ég nefni tvö smásmuguleg dæmi: Jónas fær vinnu á leikskóla þegar hann losnar úr fangelsi en er rekinn eftir að foreldrar kvarta. Vissulega smáatriði en enginn leikskóli myndi ráða mann nýkominn úr fangelsi með óhreint sakavottorð. Annað dæmi er að eftir langan bílaeltingaleik þar sem Jónas og Marý hafa verið með sérsveitina á hælunum eru þau gómuð. Þeim hefur tekist að losa sig við dópið þannig lögreglan sleppir þeim lausum þó þau hafi þverbrotið umferðarlög. Þetta er skáldskapur og ýktur hasar en það böggar áhorfendur ef hlutirnir eru leystir of auðveldlega. Misvel spilað úr æði misjöfnum spilum Leikhópur seríunnar er nokkuð stór og ágætlega vel mannaður. Meðalaldurinn virkar óvenju lágur miðað við það sem maður er vanur þó inn á milli séu eldri kanónur. Glæpatríóið Kristján, Bjartur og Marý. Hafþór Unnarsson leikur skósveininn Bjart sem segir lítið en er ágætlega ógnvekjandi. Ólafur Darri veldur aðalhlutverkinu vel og sveipar Jónas blíðleika og mennsku. Hera Hilmars er á skjön við restina af leikhópnum, leikur Marý sem femme fatale úr Hollywood-mynd meðan aðrir eru jarðbundnir. Kannski hefði restin mátt vera í svipuðum dúr til að þættirnir fengju meiri hasarbrag og minni scandinoir-fíling. Aðrir fá ekki úr eins miklu að moða. Þröstur Leó er ágætis vondikall, Lára Jóhanna fannst mér ósympatísk persóna og ég átti erfitt með að taka Góa alvarlegan sem drýldinn skattakall. Molly Carol Mitchell leikur Ellen og er með alvöru Hollywood-nafn. Ungu leikkonurnar þrjár fannst mér góðar. Unnur Birna hefur góðan presens og getur leikið þvert á tilfinningaskalann, Molly er hæfilega sakleysisleg sem Ellen og Iðunn fær hvað flóknasta verkefnið sem Rósa en kemst vel frá því. Af öðrum smærri hlutverkum fannst mér Atli Óskar stirður og ósannfærandi sem lögregluþjónninn Geir. Sú persóna er líka þunn, textinn hans dálítil klisja og þráður hans illa útfærður. Niðurstaða: Á Reykjavík Fusion fá áhorfendur að bragða á vönduðu sjónvarpsefni með frábærri umgjörð og spennuþrungnum hasar. Handritshöfundum tekst þó ekki að skapa þrívíðar persónur sem manni þykir annt um. Þar hefði mátt slaka aðeins á spennandi fléttunni og í staðinn styrkja samtöl, dýnamík og persónusköpun. Þrátt fyrir asnastrik og bjánalegar ákvarðanir Jónasar hélt Ólafur Darri samúð minni. Hera Hilmars tónaði illa við aðra leikara með ýktum og daðurslegum leik. Af aukapersónum stóðu yngri leikarar sig betur en þeir aldrei, þar fremstar í flokki Unnur Birna, Molly Carol og Iðunn Ösp. Allt í allt er Reykjavík Fusion þrusufín afþreying þar sem glæpasagan trompar veitingastaðardramað. Gagnrýni Magnúsar Jochums Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Meðalmennskan plagar Brján Þrátt fyrir frumlega hugmynd, ágætis leikara og sterka byrjun renna grínþættirnir Brjánn fljótt út í sandinn. Þar vegur þyngst skortur á almennilegu gríni og óspennandi framvinda. 28. október 2025 07:03 Barnaefni fyrir fullorðna Eftir hörmulega slappa aðra seríu tekst Ísgaurunum að rétta kúrsinn í þeirri þriðju með beittara gríni og góðum gestaleikurum. Stöku snilldarbrandarar grafast þó undir loftkenndri sögu. Ísgaurarnir virðast fastir í millibilsástandi milli barnaefnis og gríns fyrir fullorðna. 12. september 2025 07:07 Balta bregst bogalistin Þrátt fyrir góðan efnivið í ólgandi innanríkisátökum um ensku krúnuna á 11. öld tekst Baltasar Kormáki og meðframleiðendum hans ekki að vinna úr því spennandi þætti. Stirð framvinda, grunnar persónur og áferðarljótt útlit spila þar stóra rullu. 5. september 2025 07:00 Ómerkilegir þættir um merkilega konu Þáttaröðin Vigdís er vönduð períóda með flottum búningum, sannfærandi leikmynd og fyrsta flokks leikurum. Serían bregst hins vegar áhorfendum þegar kemur að handriti og leikstjórn. Fyrir vikið verður ævi þessarar merkilegu konu óspennandi við áhorfið. 24. janúar 2025 07:01 Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Hörkuhasar þó persónusköpun skorti Gagnrýni Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fleiri fréttir Hörkuhasar þó persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Sex þátta spennudramað Reykjavík Fusion var frumsýnt 25. september síðastliðinn. Hugmyndasmiður seríunnar er Hörður Rúnarsson sem skrifar handrit hennar með Birki Blæ Ingólfssyni og Jónasi Margeir Ingólfssyni. Samúel Bjarki Pétursson og Gunnar Páll Ólafsson, leikstjórnartvíeyki til 25 ára, leikstýrir þáttunum en þeir takast hér á við leikið sjónvarpsefni í fyrsta sinn. Framleiðslufyrirtækið ACT4 framleiðir þættina með ARTE og meðframleiðendur eru Skot Productions. Með aðalhlutverk í þáttunum fara Ólafur Darri Ólafsson, Hera Hilmarsdóttir, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Unnur Birna Jónsdóttir Backman, Molly Mitchell, Iðunn Ösp Hlynsdóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Þröstur Leó Gunnarsson og Atli Óskar Fjalarsson. Þættirnir fjalla um kokkinn Jónas sem reynir að koma lífi sínu á réttan kjöl eftir fangelsivist en fær hvergi séns. Jónas leitar til félaga síns úr fangelsinu sem hjálpar honum að opna veitingastaðinn Reykjavík Fusion. Aðstoðin reynist bjarnargreiði þegar óæskileg hráefni fara að flæða um staðinn. Úr verður æsispennandi framvinda þar sem misgáfulegar ákvarðanir koma jafnóðum í bakið á persónum og Jónas reynir hvað hann getur til að láta hlutina ganga án þess að brjóta skilorð. Lesendur sem hafa ekki séð þættina og vilja forðast algjörlega að láta spilla þeim fyrir sér ættu að fara beint í niðurstöðurnar. Örvænting getur af sér óvenjulegan bræðing Áhorfendur kynnast Jónasi (Ólafi Darra) þar sem han er nýbúinn að afplána fangelsisvist eftir tryggingasvindl og vill endurheimta fyrra líf. Hann reynir að vinna aftur traust barnsmóður sinnar, Katrínar (Láru Jóhönnu) og fá aftur forsjá yfir börnum sínum en þarf til þess fasta vinnu og búsetu. Jónas er meistarakokkur sem þarf annan séns. Vegna óhreins sakavottorðs kemur Jónas alls staðar að lokuðum dyrum og leitar því til glæpabarónsins Kristjáns (Þrastar Leó) sem hjálpar honum að opna veitingastaðinn Reykjavík Fusion. Þar þarf Jónas að vinna með harðsvíraða háskakvendinu Marý (Heru Hilmars) sem sér um reksturinn og þvær skítugan pening gegnum staðinn. Jónas ræður gamla vinkonu sína, Júlíu (Unni Birnu) og dóttur sína, Ellen (Molly), á veitingastaðinn sem reynist vel þar til ýmis vandamál tengd hliðarstarfsemi staðarins fara að hrannast upp. Samningurinn við Kristján reynist of góður til að vera sannur, fástískt samkomulag sem Jónas getur ekki losnað út úr. Æsispennandi framvinda á kostnað persónusköpunar Óhætt er að segja að Reykjavík Fusion setji nýjan standard í íslensku sjónvarpi hvað framleiðslu og umgjörð varðar. Sjaldan hefur maður séð þáttaröð sem er jafn vel skotin, lýst og litaleiðrétt. Hasarsenunum er vel leikstýrt og bílaeltingaleikirnir þeir bestu sem maður hefur séð á Íslandi (ég man hreinlega ekki eftir öðrum þó þeir séu sennilega einhverjir). Jónas og Marý þurfa að glíma við ýmsa rekstrarerfiðleika. Nafnið Reykjavík Fusion er vel til fundið því það gefur til kynna ákveðinn bræðing (og hljómar söluvænlegt fyrir erlendan markað). Þessi bræðingur vísar ekki bara í samruna ólíkrar matargerðar heldur einnig blöndun á drama og glæpasögu. Á staðnum blandast jafnframt saman veitingareksturs og glæpastarfsemi. Spennan í þáttunum gengur að miklu leyti út á það þegar þessi svið skarast. Strax í fyrsta þætti fá áhorfendur frábært dæmi um slíka senu. Jónas er þá að elda prufumatseðil fyrir fjölskyldu sína á sama tíma og það er burðardýr við dauðans dyr inni í kæli eldhússins. Klippt er á milli rólegs andrúmslofts fjölskyldunnar og þrúgandi stemmingar í kælinum þar sem burðardýrið liggur ælandi og öskrandi. Góð leikstjórn og klipping skapa mikil óþægindi og ótta um að allt fari í skrúfuna. Michelin-kokkurinn Þráinn Freyr Vigfússon, sem rekur Sumac og Óx, eldaði mestallan matinn sem birtist í þáttunum. Matreiðslusenurnar á Reykjavík Fusion eru sérstaklega skemmtilegar en hverfa nánast alveg um miðbik seríunnar þegar glæpirnir taka yfir. Ég hefði glaður þegið meiri eldamennsku sem hefði um leið getað gefið mani betri tilfinningu fyrir starfsfólkinu og samböndum þeirra. Iðunn Ösp leikur Rósu með stakri prýði. Fyrstu þættirnir kynna Jónas og helstu persónur til leiks áður en allt fer á fulla ferð. Smærri þræðir fléttast svo við aðalþráðinn: unga konan Rósa (Iðunn Ösp) birtist í leit að föður sínum sem hvarf sporlaust og tengist Marý, kærasti Katrínar, Skúli (Guðjón Davíð), hefur illan bifur á Jónasi og rannsakar skattamál staðarins og löggan Geir (Atli Óskar) fer að snuðra í kringum Jónas. Bruninn sem kom Jónasi í fangelsi er notaður sem stef til að minna á fortíð Jónasar, skapa dulúð og fá áhorfendur til að efast um innræti hans. Heilt yfir fannst mér þættirnir vel uppbyggðir hvað framvindu varðar. Hver þáttur viðheldur innri spennu og skilur áhorfendur eftir á ystu nöf (e. cliffhanger) og vel tekst að binda ólíka þræði saman yfir alla seríuna. Helsti galli þáttanna felst í því að persónusköpun situr á hakanum á kostnað á framvindu og ýmissa vendinga hennar. Serían er á stöðugri þeysireið og hefur lítinn tíma til að staldra þannig að fyrir utan Jónas fá persónurnar litla vídd. Fyrir vikið er áhorfendum nokk sama um þær. Marý er breysk, ofstopafull og stórhættuleg. Kafa hefði mátt betur ofan í hana sem persónu. Þegar dýpka á persónur er ódýrum brögðum beitt. Þar má nefna Marý sem birtist áhorfendum sem samviskulaus og ofstopafullur glæpamaður sem skeytir engu um aðra. Til að áhorfendur finni til samúðar er það opinberað að hún eigi dóttur (sem hún geymir mynd af inni á skrifstofu - algjör klisja). Ahhh, hún er að þessu öllu til að gefa dótturinni mannsæmandi líf... en við kaupum það ekki alveg því það er ekkert kafað dýpra ofan í þann þráð eða innri togstreitu Marýjar. Annað sem mætti nefna er samband Ellenar og Rósu sem þjónar fyrst og fremst því hlutverki að auka á vandræði Jónasar. Við fáum sáralitla tilfinningu fyrir sambandinu eða hvað dregur þær saman. Nokkur samtöl hefðu gert mikið til að gera þær þrívíðari og styrkja þráðinn. Þetta á við um fleiri persónur, gaman hefði verið að kynnast Júlíu betur eða fá meiri tilfinningu fyrir Katrínu. Þröstur Leó leikur hrottann Kristján og gerir það bara nokkuð vel. Ef ég á að vera kverúlant fannst mér handritshöfundar stundum stytta sér leið með þeim afleiðingum að áhorfandanum var kippt út úr þættinum. Ég nefni tvö smásmuguleg dæmi: Jónas fær vinnu á leikskóla þegar hann losnar úr fangelsi en er rekinn eftir að foreldrar kvarta. Vissulega smáatriði en enginn leikskóli myndi ráða mann nýkominn úr fangelsi með óhreint sakavottorð. Annað dæmi er að eftir langan bílaeltingaleik þar sem Jónas og Marý hafa verið með sérsveitina á hælunum eru þau gómuð. Þeim hefur tekist að losa sig við dópið þannig lögreglan sleppir þeim lausum þó þau hafi þverbrotið umferðarlög. Þetta er skáldskapur og ýktur hasar en það böggar áhorfendur ef hlutirnir eru leystir of auðveldlega. Misvel spilað úr æði misjöfnum spilum Leikhópur seríunnar er nokkuð stór og ágætlega vel mannaður. Meðalaldurinn virkar óvenju lágur miðað við það sem maður er vanur þó inn á milli séu eldri kanónur. Glæpatríóið Kristján, Bjartur og Marý. Hafþór Unnarsson leikur skósveininn Bjart sem segir lítið en er ágætlega ógnvekjandi. Ólafur Darri veldur aðalhlutverkinu vel og sveipar Jónas blíðleika og mennsku. Hera Hilmars er á skjön við restina af leikhópnum, leikur Marý sem femme fatale úr Hollywood-mynd meðan aðrir eru jarðbundnir. Kannski hefði restin mátt vera í svipuðum dúr til að þættirnir fengju meiri hasarbrag og minni scandinoir-fíling. Aðrir fá ekki úr eins miklu að moða. Þröstur Leó er ágætis vondikall, Lára Jóhanna fannst mér ósympatísk persóna og ég átti erfitt með að taka Góa alvarlegan sem drýldinn skattakall. Molly Carol Mitchell leikur Ellen og er með alvöru Hollywood-nafn. Ungu leikkonurnar þrjár fannst mér góðar. Unnur Birna hefur góðan presens og getur leikið þvert á tilfinningaskalann, Molly er hæfilega sakleysisleg sem Ellen og Iðunn fær hvað flóknasta verkefnið sem Rósa en kemst vel frá því. Af öðrum smærri hlutverkum fannst mér Atli Óskar stirður og ósannfærandi sem lögregluþjónninn Geir. Sú persóna er líka þunn, textinn hans dálítil klisja og þráður hans illa útfærður. Niðurstaða: Á Reykjavík Fusion fá áhorfendur að bragða á vönduðu sjónvarpsefni með frábærri umgjörð og spennuþrungnum hasar. Handritshöfundum tekst þó ekki að skapa þrívíðar persónur sem manni þykir annt um. Þar hefði mátt slaka aðeins á spennandi fléttunni og í staðinn styrkja samtöl, dýnamík og persónusköpun. Þrátt fyrir asnastrik og bjánalegar ákvarðanir Jónasar hélt Ólafur Darri samúð minni. Hera Hilmars tónaði illa við aðra leikara með ýktum og daðurslegum leik. Af aukapersónum stóðu yngri leikarar sig betur en þeir aldrei, þar fremstar í flokki Unnur Birna, Molly Carol og Iðunn Ösp. Allt í allt er Reykjavík Fusion þrusufín afþreying þar sem glæpasagan trompar veitingastaðardramað.
Gagnrýni Magnúsar Jochums Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Meðalmennskan plagar Brján Þrátt fyrir frumlega hugmynd, ágætis leikara og sterka byrjun renna grínþættirnir Brjánn fljótt út í sandinn. Þar vegur þyngst skortur á almennilegu gríni og óspennandi framvinda. 28. október 2025 07:03 Barnaefni fyrir fullorðna Eftir hörmulega slappa aðra seríu tekst Ísgaurunum að rétta kúrsinn í þeirri þriðju með beittara gríni og góðum gestaleikurum. Stöku snilldarbrandarar grafast þó undir loftkenndri sögu. Ísgaurarnir virðast fastir í millibilsástandi milli barnaefnis og gríns fyrir fullorðna. 12. september 2025 07:07 Balta bregst bogalistin Þrátt fyrir góðan efnivið í ólgandi innanríkisátökum um ensku krúnuna á 11. öld tekst Baltasar Kormáki og meðframleiðendum hans ekki að vinna úr því spennandi þætti. Stirð framvinda, grunnar persónur og áferðarljótt útlit spila þar stóra rullu. 5. september 2025 07:00 Ómerkilegir þættir um merkilega konu Þáttaröðin Vigdís er vönduð períóda með flottum búningum, sannfærandi leikmynd og fyrsta flokks leikurum. Serían bregst hins vegar áhorfendum þegar kemur að handriti og leikstjórn. Fyrir vikið verður ævi þessarar merkilegu konu óspennandi við áhorfið. 24. janúar 2025 07:01 Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Hörkuhasar þó persónusköpun skorti Gagnrýni Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fleiri fréttir Hörkuhasar þó persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Meðalmennskan plagar Brján Þrátt fyrir frumlega hugmynd, ágætis leikara og sterka byrjun renna grínþættirnir Brjánn fljótt út í sandinn. Þar vegur þyngst skortur á almennilegu gríni og óspennandi framvinda. 28. október 2025 07:03
Barnaefni fyrir fullorðna Eftir hörmulega slappa aðra seríu tekst Ísgaurunum að rétta kúrsinn í þeirri þriðju með beittara gríni og góðum gestaleikurum. Stöku snilldarbrandarar grafast þó undir loftkenndri sögu. Ísgaurarnir virðast fastir í millibilsástandi milli barnaefnis og gríns fyrir fullorðna. 12. september 2025 07:07
Balta bregst bogalistin Þrátt fyrir góðan efnivið í ólgandi innanríkisátökum um ensku krúnuna á 11. öld tekst Baltasar Kormáki og meðframleiðendum hans ekki að vinna úr því spennandi þætti. Stirð framvinda, grunnar persónur og áferðarljótt útlit spila þar stóra rullu. 5. september 2025 07:00
Ómerkilegir þættir um merkilega konu Þáttaröðin Vigdís er vönduð períóda með flottum búningum, sannfærandi leikmynd og fyrsta flokks leikurum. Serían bregst hins vegar áhorfendum þegar kemur að handriti og leikstjórn. Fyrir vikið verður ævi þessarar merkilegu konu óspennandi við áhorfið. 24. janúar 2025 07:01