Atvinnulíf

„Ég gríp eigin­lega strax í hina hei­lögu tvennu“

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Eitt af því sem Birgir Olgeirsson, fyrrum fréttamaður og samskiptastjóri, gerir á morgnana, er að meta hvort hann sé ánægður með störf veðurfræðinga þann daginn eða ekki. Og að grípa í heilögu tvennuna: Orkudrykk og nikótín.
Eitt af því sem Birgir Olgeirsson, fyrrum fréttamaður og samskiptastjóri, gerir á morgnana, er að meta hvort hann sé ánægður með störf veðurfræðinga þann daginn eða ekki. Og að grípa í heilögu tvennuna: Orkudrykk og nikótín. Vísir/Anton Brink

Ef Birgir Olgeirsson, fyrrum fréttamaður og samskiptastjóri, væri hetja í teiknimynd væri hann Batman. Ekki vegna hetjudrauma heldur einfaldlega vegna þess að Batman var hans uppáhald. Birgir er einn af þeim sem skoðar veðurspána alltaf á morgnana.

Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni.

Hvenær vaknar þú á morgnana?

„Yfirleitt einhvers staðar á milli átta og níu. Ég sé ekki mikinn tilgang með að vakna fyrr nema það sé eitthvað sérstakt að gerast — sem er sjaldan.“

Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana?

„Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu: orkudrykk og nikótín. Kveiki mjög fljótt á einhverju hlaðvarpi til að vekja mig. Það sem verður oftast fyrir valinu er Bill Simmons, Dr. Football, The Rewatchables, Þjóðmál eða The Rest is Politics.

Kíki á hvernig veðrið er úti, skoða svo veðurspá og er svona að meta hvort ég sé ánægður með störf veðurfræðinga þann daginn eða ekki. 

Kíki á fréttamiðlana, renni yfir það helsta sem er í gangi, pirra mig væntanlega eitthvað á því — eða sé eitthvað sem ég er ánægður með. 

Síðan tekur daglegt amstur venjulega við.“



Ef þú værir hetja í teiknimyndasögu eða teiknimynd, hver værir þú þá?

„Batman. Ekki út af einhverjum hetjudraumum, heldur af því að hann var uppáhalds í æsku og ég held ég sé búinn að sjá allar myndirnar. Það væri líka ágætis tilbreyting að vera svo ríkur að maður þyrfti aldrei að hafa áhyggjur — þó líklega kæmi þá fram þessi sama áhættusækni sem hann er haldinn og fer langt með að ganga frá honum.“

Sú aðferð sem hefur reynst Birgi vel í skipulagsmálum er að fókusera á forgangsröðunina. Meta hvað skiptir mestu máli og vinna út frá því. Birgir segist opinn fyrir ýmsum leiðum en einfaldleikinn sé sá sem virki oft best.Vísir/Anton Brink

Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu?

Forgangsröðun er svona leiðarljósið hjá mér þegar kemur að skipulagi í vinnu. 

Ég reyni að meta hvað skiptir mestu máli og vinna út frá því. 

Það gengur ekki alltaf fullkomlega, sumir dagar fara einfaldlega út um þúfur, en yfirleitt hefur þetta reynst mér vel.

Ég hef haldið í þá aðferð – einfaldleikinn virkar best fyrir mig. Ég er þó alveg opinn fyrir öðrum aðferðum, það hefur bara enginn tekið sér það fyrir hendur að útskýra þær fyrir mér ennþá.“

Hvenær ferðu að sofa á virkum kvöldum?

„Yfirleitt fer ég að sofa um miðnætti, oftast yfir einhverri bíómynd. Stundum verður það aðeins fyrr, stundum seinna, en miðnætti er svona viðmiðið. Það er ágætis tími til að loka deginum — ekki of snemma, ekki of seint.“


Tengdar fréttir

„Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“

Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Gæludýr.is, home&you og formaður FKA, gefur sjálfum sér 2 í einkunn fyrir að vera handlaginn á heimilinu. Þar geti hún reyndar afkastað miklu en verulega geti vantað upp á vandvirknina.

Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum

Með fjóra unglinga á heimilinu snýst stærsta spurningin á morgnana um það hversu margir verða í kvöldmat segir Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. Sem segir Fallin spýta og kýló hafa verið uppáhalds útileikirnir hans á Ísafirði forðum daga.

Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi

Unnur Ýr Konráðsdóttir, mannauðstjóri og varaformaður Mannauðs, liggur áfram upp í rúmi og kíkir á símann sinn á meðan hún bíður eftir því að baðherbergið losni á morgnana. Enda tveir unglingar á heimilinu sem hún segir þurfa sinn tíma þar.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×