Enski boltinn

Góður í að þekkja stór­stjörnur sem börn

Sindri Sverrisson skrifar
Strákarnir reyndu meðal annars að svara því hvaða fótboltastjarna þetta væri en það reyndist þó erfitt.
Strákarnir reyndu meðal annars að svara því hvaða fótboltastjarna þetta væri en það reyndist þó erfitt. Sýn Sport

Strákarnir í VARsjánni rýndu í myndir af börnum í þættinum síðastliðinn þriðjudag. Það er að segja myndir af þekktum fótboltastjörnum frá því að þær voru börn.

Rokkarinn og Fylkisgoðsögnin Ásgeir Börkur Ásgeirsson mætti í heimsókn til þeirra Stefáns Árna Pálssonar og Alberts Brynjars Ingasonar í síðasta þætti og hafði frá ýmsu að segja.

Stefán Árni bauð svo upp á keppni fyrir félagana tvo í því að þekkja leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni af barnamyndum. Óhætt er að segja að alla vega annar keppandinn hafi staðið sig frábærlega en hér að neðan má sjá brot úr þættinum:

Klippa: VAR­sjáin - Fót­bolta­menn sem krakkar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×