Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. nóvember 2025 22:43 Halla Tómasdóttir forseti Íslands hlaut þann heiður að fá fyrsta Neyðarkall ársins. Hún kveðst bera ómælda virðingu fyrir björgunarsveitum landsins og efast raunar um að Ísland væri byggilegt án þeirra í ljósi hinna vályndu veðra og kraftmikilla náttúruafla. Vísir/Margrét Helga Sala Neyðarkalls Landsbjargar er í ár í hlutverki straumvatnsbjörgunarmanns til að heiðra minningu Sigurðar Kristófers McQuillans Óskarssonar, formanns björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, sem lést í hörmulegu slysi á sameiginlegri straumvatnsbjörgunaræfingu á vegum Landsbjargar í nóvember í fyrra. „Já, því miður þá upplifðum við það að missa kæran félaga í slysi við æfingar í straumvatnsbjörgun fyrir rétt um ári síðan,“ sagði Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar við afhjúpun Neyðarkallsins við bakka Elliðaáa í Reykjavík. Slysið skelfilega varð við tungufljót, nálægt Geysi í Haukadal sunnudaginn 3. nóvember 2024. „Í kjölfarið var í samráði við hans fjölskyldu tekin ákvörðun um heiðra minningu hans með Neyðarkalli ársins sem er í hlutverki straumvatnsbjörgunarmanns.“ Það var við hæfi að straumvatnsbjörgunarfólk var viðstatt þegar hið árlega forvarnarátak hófst í hádeginu. Fréttamaður ræddi stuttlega við það og var ljóst að hugur þess var hjá Sigurði, félaga þeirra heitnum. Halla Tómasdóttir forseti Íslands er verndari Landsbjargar og hlaut hún þann heiður að fá í hendurnar fyrsta Neyðarkall ársins. „Ég ber ómælda virðingu fyrir björgunarsveitum Íslands og ber til þeirra mikið þakklæti vegna þess að Ísland væri mögulega ekki byggilegt án þeirra. Við þekkjum öll þegar við lendum í óveðri hérna hvernig björgunarsveitin er fyrst á staðinn og við þekkjum það þegar ferðamennirnir okkar týnast að björgunarsveitin okkar mætir. Það eru um 15 þúsund manns skráðir í þessa sjálfboðaliðahreyfingu og það er ótrúlega falleg nýliðun í henni, það eru fleiri þúsundir tilbúnar til að mæta á staðinn þegar eitthvað bregður út af og það gerist bara ansi oft í okkar landi. Svo held ég fyrir einstaklingana sem taka þátt í þessu og ekki síst unga fólkið sem leitar í þetta starf að þú lærir svo ótrúlega mikið um að vera í íslenskri náttúru og um að gefa af þér og allt sem skiptir máli í lífinu.“ Sala á Neyðarkallinum er árleg fjáröflun en þetta er í 20. skiptið sem björgunarsveitirnar bjóða almenningi að styðja starf þeirra með því að kaupa Neyðarkall. Hagnaður af sölunni rennur til björgunarsveita og slysavarnadeilda og er notaður til að efla og styrkja starfið. Jón Þór vakti þá athygli á átaksverkefni Landsbjargar sem felst í því að reyna að koma í veg fyrir drukknun. „Eitt af stóru slysavarnaverkefnum félagsins í ár er að vekja athygli á að 7-8 manns drukkna á hverju ári, einstaklingar sem ætluðu sér aldrei í vatn og þetta er álíka fjöldi og lætur lífið í umferðarslysum en fer hljótt um þannig að það er eitt af stóru átaksverkefnum okkar þetta árið.“ Sala á Neyðarkallinum fer fram dagana 5.-9. nóvember og verður hægt að nálgast Neyðarkall hjá sjálfboðaliðum í helstu verslunarkjörnum um land allt. Björgunarsveitir Forseti Íslands Tengdar fréttir „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Þann 3. nóvember síðastliðinn lést Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, á sameiginlegri straumvatnsæfingu á vegum Landsbjargar. Eftirlifandi unnusta hans, Hrefna Ingibjörg Jónsdóttir, segir að með Sigurði hafi hún ekki aðeins kynnst ástinni, heldur einnig starfi björgunarsveitanna. Í dag, nokkrum mánuðum síðar, stendur hún sjálf á barmi þess að verða fullgildur meðlimur í sömu sveit — og undirbýr sig nú fyrir hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu, þar sem hún safnar áheitum fyrir Landsbjörg. 21. júlí 2025 08:02 „Þetta var hræðilegt slys“ Karlmaðurinn sem lést við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal í gær var á björgunarsveitaræfingu ásamt félögum. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir um hræðilegt slys að ræða. 4. nóvember 2024 18:38 Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Karlmaðurinn sem lést við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal í gær var á björgunarsveitaræfingu. Maðurinn hét Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson en hann var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ. Hann var 36 ára. 4. nóvember 2024 14:55 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Sjá meira
„Já, því miður þá upplifðum við það að missa kæran félaga í slysi við æfingar í straumvatnsbjörgun fyrir rétt um ári síðan,“ sagði Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar við afhjúpun Neyðarkallsins við bakka Elliðaáa í Reykjavík. Slysið skelfilega varð við tungufljót, nálægt Geysi í Haukadal sunnudaginn 3. nóvember 2024. „Í kjölfarið var í samráði við hans fjölskyldu tekin ákvörðun um heiðra minningu hans með Neyðarkalli ársins sem er í hlutverki straumvatnsbjörgunarmanns.“ Það var við hæfi að straumvatnsbjörgunarfólk var viðstatt þegar hið árlega forvarnarátak hófst í hádeginu. Fréttamaður ræddi stuttlega við það og var ljóst að hugur þess var hjá Sigurði, félaga þeirra heitnum. Halla Tómasdóttir forseti Íslands er verndari Landsbjargar og hlaut hún þann heiður að fá í hendurnar fyrsta Neyðarkall ársins. „Ég ber ómælda virðingu fyrir björgunarsveitum Íslands og ber til þeirra mikið þakklæti vegna þess að Ísland væri mögulega ekki byggilegt án þeirra. Við þekkjum öll þegar við lendum í óveðri hérna hvernig björgunarsveitin er fyrst á staðinn og við þekkjum það þegar ferðamennirnir okkar týnast að björgunarsveitin okkar mætir. Það eru um 15 þúsund manns skráðir í þessa sjálfboðaliðahreyfingu og það er ótrúlega falleg nýliðun í henni, það eru fleiri þúsundir tilbúnar til að mæta á staðinn þegar eitthvað bregður út af og það gerist bara ansi oft í okkar landi. Svo held ég fyrir einstaklingana sem taka þátt í þessu og ekki síst unga fólkið sem leitar í þetta starf að þú lærir svo ótrúlega mikið um að vera í íslenskri náttúru og um að gefa af þér og allt sem skiptir máli í lífinu.“ Sala á Neyðarkallinum er árleg fjáröflun en þetta er í 20. skiptið sem björgunarsveitirnar bjóða almenningi að styðja starf þeirra með því að kaupa Neyðarkall. Hagnaður af sölunni rennur til björgunarsveita og slysavarnadeilda og er notaður til að efla og styrkja starfið. Jón Þór vakti þá athygli á átaksverkefni Landsbjargar sem felst í því að reyna að koma í veg fyrir drukknun. „Eitt af stóru slysavarnaverkefnum félagsins í ár er að vekja athygli á að 7-8 manns drukkna á hverju ári, einstaklingar sem ætluðu sér aldrei í vatn og þetta er álíka fjöldi og lætur lífið í umferðarslysum en fer hljótt um þannig að það er eitt af stóru átaksverkefnum okkar þetta árið.“ Sala á Neyðarkallinum fer fram dagana 5.-9. nóvember og verður hægt að nálgast Neyðarkall hjá sjálfboðaliðum í helstu verslunarkjörnum um land allt.
Björgunarsveitir Forseti Íslands Tengdar fréttir „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Þann 3. nóvember síðastliðinn lést Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, á sameiginlegri straumvatnsæfingu á vegum Landsbjargar. Eftirlifandi unnusta hans, Hrefna Ingibjörg Jónsdóttir, segir að með Sigurði hafi hún ekki aðeins kynnst ástinni, heldur einnig starfi björgunarsveitanna. Í dag, nokkrum mánuðum síðar, stendur hún sjálf á barmi þess að verða fullgildur meðlimur í sömu sveit — og undirbýr sig nú fyrir hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu, þar sem hún safnar áheitum fyrir Landsbjörg. 21. júlí 2025 08:02 „Þetta var hræðilegt slys“ Karlmaðurinn sem lést við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal í gær var á björgunarsveitaræfingu ásamt félögum. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir um hræðilegt slys að ræða. 4. nóvember 2024 18:38 Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Karlmaðurinn sem lést við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal í gær var á björgunarsveitaræfingu. Maðurinn hét Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson en hann var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ. Hann var 36 ára. 4. nóvember 2024 14:55 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Sjá meira
„Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Þann 3. nóvember síðastliðinn lést Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, á sameiginlegri straumvatnsæfingu á vegum Landsbjargar. Eftirlifandi unnusta hans, Hrefna Ingibjörg Jónsdóttir, segir að með Sigurði hafi hún ekki aðeins kynnst ástinni, heldur einnig starfi björgunarsveitanna. Í dag, nokkrum mánuðum síðar, stendur hún sjálf á barmi þess að verða fullgildur meðlimur í sömu sveit — og undirbýr sig nú fyrir hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu, þar sem hún safnar áheitum fyrir Landsbjörg. 21. júlí 2025 08:02
„Þetta var hræðilegt slys“ Karlmaðurinn sem lést við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal í gær var á björgunarsveitaræfingu ásamt félögum. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir um hræðilegt slys að ræða. 4. nóvember 2024 18:38
Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Karlmaðurinn sem lést við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal í gær var á björgunarsveitaræfingu. Maðurinn hét Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson en hann var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ. Hann var 36 ára. 4. nóvember 2024 14:55
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent