Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Árni Sæberg skrifar 5. nóvember 2025 11:03 Kári Stefánsson var forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar þegar atvik málsins urðu og Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar. Vísir/Vilhelm/Einar Hæstiréttur hefur fallist á kröfur Íslenskrar erfðagreiningar um ógildingu á úrskurði Persónuverndar, um að fyrirtækið hefði brotið gegn persónuverndarlögum í þremur málum sem sneru að notkun blóðsýna sjúklinga með Covid-19. Þetta var niðurstaða Hæstaréttar, sem kvað upp dóm sinn í málinu klukkan 11. Dóminn má lesa hér. Hæstiréttur dæmdi Persónuvernd til þess að greiða Íslenskri erfðagreiningu fjórar milljónir króna í málskostnað á öllum dómstigum. Forsaga málsins er sú að í nóvember 2021 komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að vinnsla persónuupplýsinga Landspítala og Íslenskrar erfðagreiningar í aðdraganda viðbótar við rannsóknina Faraldsfræði SARS-CoV-2-veirunnar og áhrif erfða og undirliggjandi sjúkdóma á COVID-19-sjúkdóminn sem hún veldur, samrýmdist ekki lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Ekki fallist á neyð vegna ástandsins í samfélaginu Íslensk erfðagreining krafðist þess í kjölfarið að ákvörðunin yrði felld úr gildi. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á það í mars 2023, en Landsréttur sneri þeim dómi við og sýknaði Persónuvernd í nóvember í fyrra. Íslensk erfðagreining vildi meina að aðkoma sín að málinu hefði verið byggð á neyðarrétti vegna ástandsins í samfélaginu. Í ákvörðun Persónuverndar var ákveðið að fara ekki með málið í sektarfarveg vegna þeirra aðstæðna sem voru í samfélaginu þegar sýnatakan fór fram. Engu að síður þótti Persónuvernd það ekki réttlæta að vikið yrði frá Persónuverndarlögum. Litaði forsetakosningar Mál þetta vakti athygli í kosningabaráttunni í vor. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar sem bauð sig fram til embættis forseta Íslands, gagnrýndi mótframbjóðanda sinn Katrínu Jakobsdóttur, sem var forsætisráðherra í faraldrinum, vegna þess hvernig hún hafði talað um Persónuvernd við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. „Ég get sagt þér það að tilfinningin þegar forsætisráðherra í manns eigin landi ákveður að styðja frekar einkafyrirtæki heldur en að styðja við stofnunina sína það var alveg gríðarlegt sjokk. Þarna var þetta svo ofboðslega viðkvæmt því að þarna var forstjóri þessa sterka fyrirtækis búinn að hóta Persónuvernd málshöfðun,“ sagði Helga. Persónuvernd Íslensk erfðagreining gegn Persónuvernd Dómsmál Íslensk erfðagreining Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldskröfu hafnað yfir grunuðum barnaníðingi Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Sjá meira
Þetta var niðurstaða Hæstaréttar, sem kvað upp dóm sinn í málinu klukkan 11. Dóminn má lesa hér. Hæstiréttur dæmdi Persónuvernd til þess að greiða Íslenskri erfðagreiningu fjórar milljónir króna í málskostnað á öllum dómstigum. Forsaga málsins er sú að í nóvember 2021 komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að vinnsla persónuupplýsinga Landspítala og Íslenskrar erfðagreiningar í aðdraganda viðbótar við rannsóknina Faraldsfræði SARS-CoV-2-veirunnar og áhrif erfða og undirliggjandi sjúkdóma á COVID-19-sjúkdóminn sem hún veldur, samrýmdist ekki lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Ekki fallist á neyð vegna ástandsins í samfélaginu Íslensk erfðagreining krafðist þess í kjölfarið að ákvörðunin yrði felld úr gildi. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á það í mars 2023, en Landsréttur sneri þeim dómi við og sýknaði Persónuvernd í nóvember í fyrra. Íslensk erfðagreining vildi meina að aðkoma sín að málinu hefði verið byggð á neyðarrétti vegna ástandsins í samfélaginu. Í ákvörðun Persónuverndar var ákveðið að fara ekki með málið í sektarfarveg vegna þeirra aðstæðna sem voru í samfélaginu þegar sýnatakan fór fram. Engu að síður þótti Persónuvernd það ekki réttlæta að vikið yrði frá Persónuverndarlögum. Litaði forsetakosningar Mál þetta vakti athygli í kosningabaráttunni í vor. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar sem bauð sig fram til embættis forseta Íslands, gagnrýndi mótframbjóðanda sinn Katrínu Jakobsdóttur, sem var forsætisráðherra í faraldrinum, vegna þess hvernig hún hafði talað um Persónuvernd við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. „Ég get sagt þér það að tilfinningin þegar forsætisráðherra í manns eigin landi ákveður að styðja frekar einkafyrirtæki heldur en að styðja við stofnunina sína það var alveg gríðarlegt sjokk. Þarna var þetta svo ofboðslega viðkvæmt því að þarna var forstjóri þessa sterka fyrirtækis búinn að hóta Persónuvernd málshöfðun,“ sagði Helga.
Persónuvernd Íslensk erfðagreining gegn Persónuvernd Dómsmál Íslensk erfðagreining Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldskröfu hafnað yfir grunuðum barnaníðingi Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Sjá meira