Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2025 09:00 Arnar Gunnlaugsson var ekki hrifinn af hugarfari leikmanna Real Madrid og þá sérstaklega hjá Vinicius Junior. Getty/ Michael Regan/Sýn Sport Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson ræddi slaka frammistöðu Real Madrid á Anfield í gær þar sem liðið var mjög ósannfærandi og tapaði 1-0 í leik stórliðanna tveggja í Meistaradeildinni í fótbolta. „Arnar, það er ekki hægt að segja að England sé vinur Real Madrid. Þeir eru búnir að vinna tvo á síðustu níu leikjum gegn enskum liðum og það voru margir af þessum stjörnum Real Madrid sem sáu bara ekki til sólar í kvöld,“ sagði Ríkharð Guðnason í upphafi umræðunnar um spænska stórliðið í Meistaradeildarmörkunum. Varð fyrir hrikalegum vonbrigðum „Ég varð fyrir hrikalegum vonbrigðum með Vinicius Junior. Það er bara eins og hann hafi engan áhuga á að spila varnarleik og hann var ragur sóknarlega. [Conor] Bradley átti frábæran leik gegn honum í hægri bakverðinum. Þetta er ekki sá Vinicius Junior sem við þekkjum og höfum dáð í gegnum tíðina. Það er eitthvað meiriháttar í gangi þarna að gerast á bak við tjöldin,“ sagði Arnar. Rikki G benti á það að Vinicius Junior hafi verið í vandræðum lengi. „Eftir að hann fór í þetta væl sitt að vera ekki valinn knattspyrnumaður ársins í Evrópu þegar hann fékk ekki gullknöttinn á sínum tíma þá hefur ekkert gerst síðan þá. Í staðinn fyrir að gefa í eins og alvöru leikmenn gera, hætta þessu væli og reyna bara að vinna aftur á næsta ári,“ sagði Arnar. Klippa: Arnar Gunnlaugson ekki hrifinn af því sem er i gangi hjá Real Madrid Arnar bar líka saman leikmenn Real Madrid í dag og þá sem voru að skila liðinu meistaratitlum á síðustu árum. Unnið á einstaklingsgæðum „Hvaða leikmenn eru komnir í staðinn? Allt frábærir leikmenn, ekki misskilja mig. Real hefur alltaf unnið sína titla frekar á einstaklingsgæðum. Ég ætla ekki að segja að það hafi ekki haft neinn strúktúr en það hefur aldrei verið strúktúr, en meira bara svona, heyrðu, þið farið út og reddið þessu. En núna er kominn þjálfari sem vill bara strúktúr, strúktúr, strúktúr, strúktúr,“ sagði Arnar. „Það er eins og sumir leikmenn bara fíli það ekki, fara bara í fýlu eða í verkfall í staðinn fyrir að hjálpa við að færa liðið inn í nútímalegri fótboltavídd,“ sagði Arnar. Það má horfa á Arnar lesa yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Sjá meira
„Arnar, það er ekki hægt að segja að England sé vinur Real Madrid. Þeir eru búnir að vinna tvo á síðustu níu leikjum gegn enskum liðum og það voru margir af þessum stjörnum Real Madrid sem sáu bara ekki til sólar í kvöld,“ sagði Ríkharð Guðnason í upphafi umræðunnar um spænska stórliðið í Meistaradeildarmörkunum. Varð fyrir hrikalegum vonbrigðum „Ég varð fyrir hrikalegum vonbrigðum með Vinicius Junior. Það er bara eins og hann hafi engan áhuga á að spila varnarleik og hann var ragur sóknarlega. [Conor] Bradley átti frábæran leik gegn honum í hægri bakverðinum. Þetta er ekki sá Vinicius Junior sem við þekkjum og höfum dáð í gegnum tíðina. Það er eitthvað meiriháttar í gangi þarna að gerast á bak við tjöldin,“ sagði Arnar. Rikki G benti á það að Vinicius Junior hafi verið í vandræðum lengi. „Eftir að hann fór í þetta væl sitt að vera ekki valinn knattspyrnumaður ársins í Evrópu þegar hann fékk ekki gullknöttinn á sínum tíma þá hefur ekkert gerst síðan þá. Í staðinn fyrir að gefa í eins og alvöru leikmenn gera, hætta þessu væli og reyna bara að vinna aftur á næsta ári,“ sagði Arnar. Klippa: Arnar Gunnlaugson ekki hrifinn af því sem er i gangi hjá Real Madrid Arnar bar líka saman leikmenn Real Madrid í dag og þá sem voru að skila liðinu meistaratitlum á síðustu árum. Unnið á einstaklingsgæðum „Hvaða leikmenn eru komnir í staðinn? Allt frábærir leikmenn, ekki misskilja mig. Real hefur alltaf unnið sína titla frekar á einstaklingsgæðum. Ég ætla ekki að segja að það hafi ekki haft neinn strúktúr en það hefur aldrei verið strúktúr, en meira bara svona, heyrðu, þið farið út og reddið þessu. En núna er kominn þjálfari sem vill bara strúktúr, strúktúr, strúktúr, strúktúr,“ sagði Arnar. „Það er eins og sumir leikmenn bara fíli það ekki, fara bara í fýlu eða í verkfall í staðinn fyrir að hjálpa við að færa liðið inn í nútímalegri fótboltavídd,“ sagði Arnar. Það má horfa á Arnar lesa yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Sjá meira