Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2025 11:33 Patrick Vieira er ekki lengur þjálfari ítalska félagsins Genoa. Hann var látinn taka pokann sinn í gær. Getty/Simone Arveda Íslenski landsliðsbakvörðurinn Mikael Egill Ellertsson er að fá nýjan þjálfara því Genoa ákvað að láta Patrick Vieira fara í gær. Vieira, sem er þekktastur fyrir að vera fyrrverandi miðjumaður Arsenal og franska landsliðsins, var ráðinn í nóvember 2024 og undir hans stjórn endaði liðið í þrettánda sæti í ítölsku A-deildinni. Gengið á þessu tímabili hefur verið afar dapurt. Genoa er nú á botni deildarinnar og enn án sigurs í deildinni á þessari leiktíð. Uppskeran er sex töp og þrjú jafntefli í níu deildarleikjum. Einu sigrar félagsins á tímabilinu hafa komið í tveimur leikjum í ítalska bikarnum. Genoa and Patrick Vieira have parted company 🤝 pic.twitter.com/8qXTvDqQUK— Sky Sports Football (@SkyFootball) November 1, 2025 Genoa staðfesti brotthvarf Vieira í gær, tveimur dögum fyrir leik liðsins gegn Sassuolo í ítölsku A-deildinni. Í yfirlýsingu á vefsíðu félagsins segir: „Genoa tilkynnir að Patrick Vieira er ekki lengur þjálfari aðalliðsins. Félagið vill þakka þjálfaranum og starfsliði hans fyrir þá alúð og fagmennsku sem þau hafa sýnt í störfum sínum og óskar þeim alls hins besta á framtíðarferli sínum.“ „Tæknileg stjórn aðalliðsins hefur verið falin Roberto Murgita til bráðabirgða, með aðstoð frá Domenico Criscito.“ Eftir að hafa stýrt Nice og New York City FC var Vieira í tvö ár knattspyrnustjóri Crystal Palace áður en hann hætti þar í mars 2023 og tók við sem aðalþjálfari Strasbourg í júlí 2023. Honum entist ekki þar nema til júlí 2024. Mikael Egill Ellertsson var í byrjunarliði Genoa í síðustu átta deildarleikjunum undir stjórn Viera og þar af spilaði hann allar níutíu mínúturnar í síðustu sex leikjum. Hann hefur spilað mest inni á miðjunni en einnig sem bakvörður eins og hjá íslenska landsliðinu. Mikael Egill Ellertsson í leik með Genoa á þessu tímabili.Gertty/sportinfoto/DeFodi Ítalski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Vieira, sem er þekktastur fyrir að vera fyrrverandi miðjumaður Arsenal og franska landsliðsins, var ráðinn í nóvember 2024 og undir hans stjórn endaði liðið í þrettánda sæti í ítölsku A-deildinni. Gengið á þessu tímabili hefur verið afar dapurt. Genoa er nú á botni deildarinnar og enn án sigurs í deildinni á þessari leiktíð. Uppskeran er sex töp og þrjú jafntefli í níu deildarleikjum. Einu sigrar félagsins á tímabilinu hafa komið í tveimur leikjum í ítalska bikarnum. Genoa and Patrick Vieira have parted company 🤝 pic.twitter.com/8qXTvDqQUK— Sky Sports Football (@SkyFootball) November 1, 2025 Genoa staðfesti brotthvarf Vieira í gær, tveimur dögum fyrir leik liðsins gegn Sassuolo í ítölsku A-deildinni. Í yfirlýsingu á vefsíðu félagsins segir: „Genoa tilkynnir að Patrick Vieira er ekki lengur þjálfari aðalliðsins. Félagið vill þakka þjálfaranum og starfsliði hans fyrir þá alúð og fagmennsku sem þau hafa sýnt í störfum sínum og óskar þeim alls hins besta á framtíðarferli sínum.“ „Tæknileg stjórn aðalliðsins hefur verið falin Roberto Murgita til bráðabirgða, með aðstoð frá Domenico Criscito.“ Eftir að hafa stýrt Nice og New York City FC var Vieira í tvö ár knattspyrnustjóri Crystal Palace áður en hann hætti þar í mars 2023 og tók við sem aðalþjálfari Strasbourg í júlí 2023. Honum entist ekki þar nema til júlí 2024. Mikael Egill Ellertsson var í byrjunarliði Genoa í síðustu átta deildarleikjunum undir stjórn Viera og þar af spilaði hann allar níutíu mínúturnar í síðustu sex leikjum. Hann hefur spilað mest inni á miðjunni en einnig sem bakvörður eins og hjá íslenska landsliðinu. Mikael Egill Ellertsson í leik með Genoa á þessu tímabili.Gertty/sportinfoto/DeFodi
Ítalski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira