Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2025 14:31 Desire Doue fagnar öðru marka sinna fyrir Paris Saint-Germain í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Getty/ Justin Setterfield Franski fótboltamaðurinn Desire Doue er nýjasta fórnarlamb bölvunar besta leikmanns úrslitaleiks Meistaradeildarinnar í fótbolta. Doue meiddist í síðasta leik Paris Saint Germain á móti Lorient í frönsku deildinni í vikunni og verður lengi frá eftir að hafa rifið vöðva í læri. Þetta er enn eitt dæmið þar sem stjarna úrslitaleiks Meistaradeildarinnar tímabilið á undan lendir illa í meiðsladrauginum. Á síðasta tímabili var Doue valinn maður leiksins þegar Paris Saint Germain vann 5-0 sigur á Internazionale og tryggði sér sigur í Meistaradeildinni í fyrsta skipti. Doue skoraði tvö mörk og gaf eina stoðsendingu í úrslitaleiknum í München. Nú hefur hann, líkt og allir hinir verðlaunahafar úrslitaleiksins síðan 2019, orðið fyrir alvarlegum meiðslum. Hér fyrir neðan má sjá upptalingu á bölvun stjörnu úrslitaleiks Meistaradeildarinnar undanfarin sex ár. 2019 – Virgil van Dijk (Liverpool): Valinn maður leiksins í úrslitaleiknum en varð síðar fyrir alvarlegum hnémeiðslum þegar hann sleit krossband og það hélt honum frá keppni í marga mánuði. 2020 – Kingsley Coman (Bayern München): Skoraði sigurmarkið og var valinn maður leiksins, en glímdi skömmu síðar við endurtekin meiðsli sem héldu honum frá keppni í yfir hundrað daga. 2021 – N’Golo Kanté (Chelsea): Maður leiksins í úrslitaleiknum en varð síðar fyrir vöðvameiðslum sem takmörkuðu leikjatíma hans og neyddu hann til að missa af stórmóti. 2022 – Thibaut Courtois (Real Madrid): Var valinn maður leiksins fyrir hetjulega markvörslu sína en ári síðar varð hann fyrir alvarlegum hnémeiðslum. 2023 – Rodri (Manchester City): Skoraði sigurmarkið og var valinn maður leiksins, en varð síðar fyrir alvarlegum hnémeiðslum þegar hann sleit krossband. 2024 – Dani Carvajal (Real Madrid): Maður leiksins eftir að hafa skorað fyrsta markið í úrslitaleiknum en mánuðum síðar varð hann fyrir alvarlegum hnémeiðslum þegar hann sleit krossband. 2025 - Desire Doue (PSG): Maður leiksins eftir að hafa skorað tvö mörk og gefið eina stoðsendingu í úrslitaleiknum en hefur nú rifið vöðva í læri. Slapp kannski betur en margir hinir en verður engu að síður lengi frá. View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever) Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Sjá meira
Doue meiddist í síðasta leik Paris Saint Germain á móti Lorient í frönsku deildinni í vikunni og verður lengi frá eftir að hafa rifið vöðva í læri. Þetta er enn eitt dæmið þar sem stjarna úrslitaleiks Meistaradeildarinnar tímabilið á undan lendir illa í meiðsladrauginum. Á síðasta tímabili var Doue valinn maður leiksins þegar Paris Saint Germain vann 5-0 sigur á Internazionale og tryggði sér sigur í Meistaradeildinni í fyrsta skipti. Doue skoraði tvö mörk og gaf eina stoðsendingu í úrslitaleiknum í München. Nú hefur hann, líkt og allir hinir verðlaunahafar úrslitaleiksins síðan 2019, orðið fyrir alvarlegum meiðslum. Hér fyrir neðan má sjá upptalingu á bölvun stjörnu úrslitaleiks Meistaradeildarinnar undanfarin sex ár. 2019 – Virgil van Dijk (Liverpool): Valinn maður leiksins í úrslitaleiknum en varð síðar fyrir alvarlegum hnémeiðslum þegar hann sleit krossband og það hélt honum frá keppni í marga mánuði. 2020 – Kingsley Coman (Bayern München): Skoraði sigurmarkið og var valinn maður leiksins, en glímdi skömmu síðar við endurtekin meiðsli sem héldu honum frá keppni í yfir hundrað daga. 2021 – N’Golo Kanté (Chelsea): Maður leiksins í úrslitaleiknum en varð síðar fyrir vöðvameiðslum sem takmörkuðu leikjatíma hans og neyddu hann til að missa af stórmóti. 2022 – Thibaut Courtois (Real Madrid): Var valinn maður leiksins fyrir hetjulega markvörslu sína en ári síðar varð hann fyrir alvarlegum hnémeiðslum. 2023 – Rodri (Manchester City): Skoraði sigurmarkið og var valinn maður leiksins, en varð síðar fyrir alvarlegum hnémeiðslum þegar hann sleit krossband. 2024 – Dani Carvajal (Real Madrid): Maður leiksins eftir að hafa skorað fyrsta markið í úrslitaleiknum en mánuðum síðar varð hann fyrir alvarlegum hnémeiðslum þegar hann sleit krossband. 2025 - Desire Doue (PSG): Maður leiksins eftir að hafa skorað tvö mörk og gefið eina stoðsendingu í úrslitaleiknum en hefur nú rifið vöðva í læri. Slapp kannski betur en margir hinir en verður engu að síður lengi frá. View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever)
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Sjá meira