Fótbolti

Sandra hélt á­fram að fagna eftir lands­leikina

Sindri Sverrisson skrifar
Sandra María Jessen fagnar hér marki með liðsfélögum sínum. Hún hefur þegar skorað fjögur mörk í þýsku deildinni í vetur.
Sandra María Jessen fagnar hér marki með liðsfélögum sínum. Hún hefur þegar skorað fjögur mörk í þýsku deildinni í vetur. Getty/Christof Koepsel

Sandra María Jessen var í liði Köln í dag í mikilvægum 3-0 sigri gegn Nürnberg á heimavelli, í þýsku 1. deildinni í fótbolta.

Sandra María fór brosandi frá Íslandi eftir að hafa spilað báða leikina í einvíginu við Norður-Írland, þegar íslenska landsliðið tryggði sér áframhaldandi veru í A-deild fyrir undankeppni HM á næsta ári.

Hún gat svo haldið áfram að fagna í Þýskalandi í dag í afar öruggum sigri þar sem Köln hafði skorað mörkin þrjú strax í fyrri hálfleik.

Sandra hafði raðað inn mörkum fyrir Köln í leikjunum fyrir landsleikjahléið og er komin með fjögur mörk í þýsku deildinni en hún var þó ekki á meðal markaskorara í dag. Pauline Bremer, Martyna Wiankowska og Sara Agrez skoruðu mörkin.

Með sigrinum fór Köln upp fyrir Nürnberg í 9. sæti deildarinnar og er með 10 stig, líkt og næstu tvö lið sem eru Union Berlín og Werder Bremen en þau eiga núna leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×