Enski boltinn

Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og að­eins einn leikur annan í jólum

Sindri Sverrisson skrifar
Bryan Mbeumo og félagar í Manchester United spila eina leikinn á öðrum degi jóla þetta árið, í ensku úrvalsdeildinni.
Bryan Mbeumo og félagar í Manchester United spila eina leikinn á öðrum degi jóla þetta árið, í ensku úrvalsdeildinni. Getty/James Gill

Enska úrvalsdeildin í fótbolta hefur nú gefið út hvernig leikjadagskráin verður á meðan að aðdáendur gæða sér á jólakræsingum þetta árið. Eini leikurinn á öðrum degi jóla verður á Old Trafford.

Löng hefð er fyrir því að spilað sé á öðrum degi jóla á Englandi en í þetta sinn verður aðeins einn leikur, á milli Manchester United og Newcastle.

Annar dagur jóla, 26. desember, er á föstudegi þetta árið og í rökstuðningi ensku úrvalsdeildarinnar fyrir því að hafa bara einn leik þennan dag segir að stækkun Evrópukeppnanna hafi þessi áhrif. Deildin hafi aðeins 33 helgar til að nýta, færri en síðustu ár, og horfa þurfi til þess hvernig dagatalið raðist upp.

Það hefur tekið sinn tíma fyrir ensku úrvalsdeildina að kynna jóladagskrána og hún kemur nú út sextán dögum síðar en áætlað var.

Jólin í ensku úrvalsdeildinni:

Föstudagur 26. desember 2025

20:00 Manchester United v Newcastle United

Laugardagur 27. desember

12:30 Nottingham Forest v Manchester City

15:00 Arsenal v Brighton & Hove Albion

15:00 Brentford v AFC Bournemouth

15:00 Burnley v Everton

15:00 Liverpool v Wolverhampton Wanderers

15:00 West Ham United v Fulham

17:30 Chelsea v Aston Villa

Sunnudagur 28. desember

14:00 Sunderland v Leeds United

16:30 Crystal Palace v Tottenham Hotspur 

Þriðjudagur 30. desember

19:30 Burnley v Newcastle 

19:30 Chelsea v Bournemouth 

19:30 Nott'm Forest v Everton

19:30 West Ham v Brighton 

20:15 Arsenal v Aston Villa

20:15 Man Utd v Wolves

Fimmtudagur 1. janúar 2026

17:30 Crystal Palace v Fulham 

17:30 Liverpool v Leeds 

20:00 Brentford v Spurs 

20:00 Sunderland v Man City

Laugardagur 3. janúar

12:30 Aston Villa v Nott'm Forest

15:00 Brighton v Burnley

15:00 Wolves v West Ham

17:30 Bournemouth v Arsenal

Sunnudagur 4. janúar

12:30 Leeds v Man Utd 

15:00 Everton v Brentford

15:00 Fulham v Liverpool

15:00 Newcastle v Crystal Palace

15:00 Spurs v Sunderland

17:30 Man City v Chelsea

Þriðjudagur 6. janúar

20:00 West Ham v Nott'm Forest

Miðvikudagur 7. janúar

19:30 Bournemouth v Spurs

19:30 Brentford v Sunderland

19:30 Crystal Palace v Aston Villa

19:30 Everton v Wolves

19:30 Fulham v Chelsea

19:30 Man City v Brighton

20:15 Burnley v Man Utd

20:15 Newcastle v Leeds

Fimmtudagur 8. janúar

20:00 Arsenal v Liverpool




Fleiri fréttir

Sjá meira


×