„Nú er nóg komið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2025 08:03 Ana Maria Markovic er landsliðskona Króatíu í knattspyrnu. Getty/amsey Cardy Króatíska knattspyrnukonan Ana Markovic kallar eftir aðgerðum eftir hryllilegan mánuð fyrir hné knattspyrnukvenna. Hver fréttin af öðrum hefur borist af krossbandaslitum hjá knattspyrnukonum í fremstu röð. Markovic, sem spilar nú með Brooklyn FC í Bandaríkjunum, lenti sjálf í þessu fyrir nokkrum árum og er mjög slegin yfir öllum fréttunum á síðustu dögum. Hún settist fyrir framan myndavélina og sendi út ákall um breytingar hjá knattspyrnufjölskyldunni í baráttunni við þessi hryllilegu hnémeiðsli. „Árið 2023 urðum við vitni að bylgju krossbandaslita hjá kvenkyns fótboltakonum, leikmönnum eins og Leah Williamson, Lenu Oberdorf og ég var ein af þeim,“ sagði Markovic. „Spólum fram til október 2025, það er að segja núna, og sagan endurtekur sig. Bara í þessum mánuði hafa þekktir leikmenn eins og Michel Agyemang, Lena Obadov, enn og aftur, Maite Oroz, Marie Höbinger og fleiri orðið fyrir sömu meiðslum,“ sagði Markovic. „Bara í þessum mánuði, október, tel ég tuttugu leikmenn með hnémeiðsli. Alls hafa yfir 160 kvenkyns leikmenn slitið krossband bara á þessu ári,“ sagði Markovic. „Kæru vinir, þetta er ekki bara tilviljun. Þetta er ákall svo að við vöknum af værum blundi. Við þurfum strax í dag meiri rannsóknir á því hvernig hægt er að koma í veg fyrir þessa tegund meiðsla,“ sagði Markovic. „Líkamar okkar kvenna eru öðruvísi og íþróttaheimurinn þarf að aðlaga þjálfunar- og forvarnaraðferðir að því. Þetta er ekki eðlilegt og við getum ekki haldið áfram að láta þetta vera normið. Það er kominn tími á breytingar,“ sagði Markovic. „Þetta gerir mig svo dapra. Svo við skulum breyta þessu svo að konur þurfi ekki að ganga í gegnum þetta í framtíðinni,“ sagði Markovic eins og má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Ana Maria Marković⚡️ (@anamxrkovic) Fótbolti Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Hver fréttin af öðrum hefur borist af krossbandaslitum hjá knattspyrnukonum í fremstu röð. Markovic, sem spilar nú með Brooklyn FC í Bandaríkjunum, lenti sjálf í þessu fyrir nokkrum árum og er mjög slegin yfir öllum fréttunum á síðustu dögum. Hún settist fyrir framan myndavélina og sendi út ákall um breytingar hjá knattspyrnufjölskyldunni í baráttunni við þessi hryllilegu hnémeiðsli. „Árið 2023 urðum við vitni að bylgju krossbandaslita hjá kvenkyns fótboltakonum, leikmönnum eins og Leah Williamson, Lenu Oberdorf og ég var ein af þeim,“ sagði Markovic. „Spólum fram til október 2025, það er að segja núna, og sagan endurtekur sig. Bara í þessum mánuði hafa þekktir leikmenn eins og Michel Agyemang, Lena Obadov, enn og aftur, Maite Oroz, Marie Höbinger og fleiri orðið fyrir sömu meiðslum,“ sagði Markovic. „Bara í þessum mánuði, október, tel ég tuttugu leikmenn með hnémeiðsli. Alls hafa yfir 160 kvenkyns leikmenn slitið krossband bara á þessu ári,“ sagði Markovic. „Kæru vinir, þetta er ekki bara tilviljun. Þetta er ákall svo að við vöknum af værum blundi. Við þurfum strax í dag meiri rannsóknir á því hvernig hægt er að koma í veg fyrir þessa tegund meiðsla,“ sagði Markovic. „Líkamar okkar kvenna eru öðruvísi og íþróttaheimurinn þarf að aðlaga þjálfunar- og forvarnaraðferðir að því. Þetta er ekki eðlilegt og við getum ekki haldið áfram að láta þetta vera normið. Það er kominn tími á breytingar,“ sagði Markovic. „Þetta gerir mig svo dapra. Svo við skulum breyta þessu svo að konur þurfi ekki að ganga í gegnum þetta í framtíðinni,“ sagði Markovic eins og má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Ana Maria Marković⚡️ (@anamxrkovic)
Fótbolti Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira