Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Sindri Sverrisson skrifar 30. október 2025 13:09 Gabriel er vinsæll kostur í fantasy enda magnaður í vörn Arsenal og hættulegur í föstum leikatriðum. Getty/David Price Arsenal hefur gengið einstaklega vel að verja mark sitt það sem af er leiktíð og fékk verðskuldað lof í nýjasta þættinum af Fantasýn, þar sem rýnt er í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Hér að neðan má hlusta á nýjasta þátt Fantasýn. Umræðan um Arsenal og hvaða kostir í liðinu eru bestir í fantasy-leiknum hefst eftir 39 mínútur og 20 sekúndur. Arsenal vann Crystal Palace 1-0 um síðustu helgi, þar sem Eberechi Eze skoraði markið og Declan Rice fékk skráða stoðsendingu. Með 2-0 sigrinum gegn Brighton í deildabikarnum í gærkvöld hefur Arsenal nú spilað fjórtán leiki og haldið ellefu sinnum hreinu á leiktíðinni. Liðið fékk ekki á sig eitt einasta mark í október og vann alla sex leiki sína, sem er einsdæmi. 🔴 @Arsenal are the first English team ever to win six matches in a month without conceding a goalThey're four points clear at the top of the Premier League, joint leaders of the Champions League group stage and into the EFL Cup quarter-finals... pic.twitter.com/IicQLZn0cO— Premier League (@premierleague) October 30, 2025 „Hvað er hægt að segja? Þessi vörn er bara eitthvað skrímsli. Maður sá þá í fyrra og hugsaði: Er hægt að vera meira solid en þetta? Og þeir svöruðu: Já, það er hægt,“ sagði Albert Þór Guðmundsson í nýjasta þætti Fantasýn, og hélt áfram: „Þeir hafa fengið á sig þrjú mörk, gegn Liverpool, City og Newcastle. Það var einhver ein marktilraun í leiknum gegn Palace sem er skráð á Nketiah en var eiginlega engin marktilraun. Fyrir það höfðu þeir ekki fengið á sig skot í 300 mínútur. Það er ótrúlegt hvernig þeir fara að þessu. Ef við horfum svo á hinn endann þá eru níu síðustu markaskorarar Arsenal í deildinni allir sitt hvor markaskorarinn. Það er enginn einn þarna, eins og Haaland hjá City. Hjá Arsenal er þetta dreift. Þetta kemur að stórum hluta í gegnum föstu leikatriðin en er samt svona dreift,“ sagði Albert. Þrjá Arsenal-menn í vörnina? „Þeir hafa undanfarin tímabil oft litið vel út en svo eitthvað gefið eftir þegar líður á tímabilið. En miðað við að Liverpool og City eru að misstíga sig þá er þetta farið að líta ansi vel út á Emirates og ég held að stuðningsmenn Arsenal geti farið að gera sér góðar vonir um titil í vor,“ bætti hann við. Sindri Kamban velti því upp hvort skynsamlegast væri að vera með þrjá Arsenal-varnarmenn og það gæti verið góður kostur. Albert kvaðst þó mæla frekar með tveimur varnarmönnum og miðjumanni á borð við Bukayo Saka eða Eze. Hægt er að heyra umræðuna alla í spilaranum hér að ofan. Þess má svo geta að í Sýn Sport einkadeildinni, sem allir Íslendingar fara sjálfkrafa í, varð Ingvi Birgisson stigahæstur í október og hlaut að launum gjafapoka frá Fantasy Premier League auk þriggja mánaða áskriftar að Besta pakkanum hjá Sýn. Stóri vinningurinn í lok tímabils er svo flug, gisting og miði á leik í enska boltanum. Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn með því að smella hér. Hægt er að skrá sig í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Sjá meira
Hér að neðan má hlusta á nýjasta þátt Fantasýn. Umræðan um Arsenal og hvaða kostir í liðinu eru bestir í fantasy-leiknum hefst eftir 39 mínútur og 20 sekúndur. Arsenal vann Crystal Palace 1-0 um síðustu helgi, þar sem Eberechi Eze skoraði markið og Declan Rice fékk skráða stoðsendingu. Með 2-0 sigrinum gegn Brighton í deildabikarnum í gærkvöld hefur Arsenal nú spilað fjórtán leiki og haldið ellefu sinnum hreinu á leiktíðinni. Liðið fékk ekki á sig eitt einasta mark í október og vann alla sex leiki sína, sem er einsdæmi. 🔴 @Arsenal are the first English team ever to win six matches in a month without conceding a goalThey're four points clear at the top of the Premier League, joint leaders of the Champions League group stage and into the EFL Cup quarter-finals... pic.twitter.com/IicQLZn0cO— Premier League (@premierleague) October 30, 2025 „Hvað er hægt að segja? Þessi vörn er bara eitthvað skrímsli. Maður sá þá í fyrra og hugsaði: Er hægt að vera meira solid en þetta? Og þeir svöruðu: Já, það er hægt,“ sagði Albert Þór Guðmundsson í nýjasta þætti Fantasýn, og hélt áfram: „Þeir hafa fengið á sig þrjú mörk, gegn Liverpool, City og Newcastle. Það var einhver ein marktilraun í leiknum gegn Palace sem er skráð á Nketiah en var eiginlega engin marktilraun. Fyrir það höfðu þeir ekki fengið á sig skot í 300 mínútur. Það er ótrúlegt hvernig þeir fara að þessu. Ef við horfum svo á hinn endann þá eru níu síðustu markaskorarar Arsenal í deildinni allir sitt hvor markaskorarinn. Það er enginn einn þarna, eins og Haaland hjá City. Hjá Arsenal er þetta dreift. Þetta kemur að stórum hluta í gegnum föstu leikatriðin en er samt svona dreift,“ sagði Albert. Þrjá Arsenal-menn í vörnina? „Þeir hafa undanfarin tímabil oft litið vel út en svo eitthvað gefið eftir þegar líður á tímabilið. En miðað við að Liverpool og City eru að misstíga sig þá er þetta farið að líta ansi vel út á Emirates og ég held að stuðningsmenn Arsenal geti farið að gera sér góðar vonir um titil í vor,“ bætti hann við. Sindri Kamban velti því upp hvort skynsamlegast væri að vera með þrjá Arsenal-varnarmenn og það gæti verið góður kostur. Albert kvaðst þó mæla frekar með tveimur varnarmönnum og miðjumanni á borð við Bukayo Saka eða Eze. Hægt er að heyra umræðuna alla í spilaranum hér að ofan. Þess má svo geta að í Sýn Sport einkadeildinni, sem allir Íslendingar fara sjálfkrafa í, varð Ingvi Birgisson stigahæstur í október og hlaut að launum gjafapoka frá Fantasy Premier League auk þriggja mánaða áskriftar að Besta pakkanum hjá Sýn. Stóri vinningurinn í lok tímabils er svo flug, gisting og miði á leik í enska boltanum. Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn með því að smella hér. Hægt er að skrá sig í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Sjá meira