Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2025 09:33 Fjarhægrileiðtoginn Geert Wilders greiðir atkvæði í Haag í þingkosningunum í Hollandi 29. október 2025. AP/Peter Dejong Aðeins örfáum þúsundum atkvæða munar á hægrijaðarflokki Geerts Wilders og miðflokknum D66 þegar 98 prósent atkvæða hafa verið talin eftir þingkosningarnar í Hollandi í gær. Þetta yrði í fyrsta skipti sem tveir stærstu flokkarnir á þingi yrðu jafnstórir og er það talið geta hægt á stjórnarmyndun eftir kosningar. Úrslitin eru vonbrigði fyrir Frelsisflokk Wilders sem tapar þriðjungi þingsæta sinna eftir að hafa verið talinn sigurstranglegastur í skoðanakönnunum fyrir kosningar. Hann vann óvæntan sigur í kosningum árið 2023. Þrátt fyrir það yrðu þetta næstbestu úrslit í sögu flokksins sem er helst þekktur fyrir andúð á íslam og innflytjendum. Á sama tíma bætir frjálslyndi miðflokkurinn D66 undir forystu Robs Jetten við sig ellefu þingsætum og virðist ætla að verða stóri sigurvegari kosninganna. Þetta yrðu bestu kosningaúrslit hans. Ef endanleg úrslit verða á þennan veg verða bæði D66 og Frelsisflokkurinn með 26 sæti hvor af 150 á hollenska þinginu. Aðeins munaði tvö þúsund atkvæðum á flokkunum á landsvísu samkvæmt síðustu tölum, að sögn AP-fréttastofunnar. Vill umboðið fyrir Frelsisflokkinn Wilders, sem varð valdur að því að boðað var til kosninga nú þegar hann sprengdi upp fjögurra flokka samsteypustjórn vegna innflytjendamála í sumar, segist ætla að gera allt sem í hans valdi stendur til þess að D66 fái umboð til að hefja stjórnarmyndun. Frelsisflokkurinn ætti að fá umboðið standi hann uppi sem stærsti flokkurinn. Jetten var aftur á móti kampakátur. Hann er 38 ára gamall og gæti nú orðið yngsti forsætisráðherra í sögu Hollands eftir seinna stríð. Hann yrði jafnframt fyrsti opinskátt samkynhneigði forsætisráðherra landsins. „Milljónir Hollendinga kusu í dag jákvæð öfl og stjórnmál þar sem við getum horft fram á veginn saman aftur,“ sagði hann við stuðningsmenn sína á kosninganótt. Drungalegra var yfir bandalagi miðvinstriflokka undir forystu Frans Timmermans, fyrrverandi varaforseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem tapaði þingsætum. Timmermans tilkynnti um afsögn sína eftir kosningarnar. Holland Kosningar í Hollandi Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Úrslitin eru vonbrigði fyrir Frelsisflokk Wilders sem tapar þriðjungi þingsæta sinna eftir að hafa verið talinn sigurstranglegastur í skoðanakönnunum fyrir kosningar. Hann vann óvæntan sigur í kosningum árið 2023. Þrátt fyrir það yrðu þetta næstbestu úrslit í sögu flokksins sem er helst þekktur fyrir andúð á íslam og innflytjendum. Á sama tíma bætir frjálslyndi miðflokkurinn D66 undir forystu Robs Jetten við sig ellefu þingsætum og virðist ætla að verða stóri sigurvegari kosninganna. Þetta yrðu bestu kosningaúrslit hans. Ef endanleg úrslit verða á þennan veg verða bæði D66 og Frelsisflokkurinn með 26 sæti hvor af 150 á hollenska þinginu. Aðeins munaði tvö þúsund atkvæðum á flokkunum á landsvísu samkvæmt síðustu tölum, að sögn AP-fréttastofunnar. Vill umboðið fyrir Frelsisflokkinn Wilders, sem varð valdur að því að boðað var til kosninga nú þegar hann sprengdi upp fjögurra flokka samsteypustjórn vegna innflytjendamála í sumar, segist ætla að gera allt sem í hans valdi stendur til þess að D66 fái umboð til að hefja stjórnarmyndun. Frelsisflokkurinn ætti að fá umboðið standi hann uppi sem stærsti flokkurinn. Jetten var aftur á móti kampakátur. Hann er 38 ára gamall og gæti nú orðið yngsti forsætisráðherra í sögu Hollands eftir seinna stríð. Hann yrði jafnframt fyrsti opinskátt samkynhneigði forsætisráðherra landsins. „Milljónir Hollendinga kusu í dag jákvæð öfl og stjórnmál þar sem við getum horft fram á veginn saman aftur,“ sagði hann við stuðningsmenn sína á kosninganótt. Drungalegra var yfir bandalagi miðvinstriflokka undir forystu Frans Timmermans, fyrrverandi varaforseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem tapaði þingsætum. Timmermans tilkynnti um afsögn sína eftir kosningarnar.
Holland Kosningar í Hollandi Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“