Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Íþróttadeild Sýnar skrifar 29. október 2025 19:30 Systurnar Hlín og Arna Eiríksdætur féllust í faðma eftir að sú fyrrnefnda skoraði í kvöld. vísir/Anton Leikmönnum íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta gekk afar vel að fóta sig í frostinu á upphituðu gervigrasinu á Þróttarvelli í kvöld, í sigrinum á Norður-Írum í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildar kvenna í fótbolta. Ísland vann leikinn í kvöld 3-0 og þar með einvígi þjóðanna 5-0. Íslenska liðið verður því í skálinni þegar dregið verður í riðla A-deildar á þriðjudaginn. Sóknarmenn Íslands voru meira áberandi í kvöld því nánast ekkert reyndi á leikmenn liðsins aftar á vellinum. Ef þess þurfti þá gripu þeir þó inn í. Hér að neðan má sjá einkunnir leikmanna Íslands í kvöld. Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður [7] Greip inn í eina fyrirgjöf í fyrri hálfleik og fórnaði svo andlitinu í fót framherja Norður-Írlands til að ná til boltans eftir mistök í vörn Íslands snemma í seinni hálfleik. Gerði sem sagt sitt þegar þess þurfti en hafði bara of lítið að gera til að fá hærri einkunn. Guðrún Arnardóttir, hægri bakvörður [6] Lét ekki mikið fyrir sér fara en átti aldrei í vandræðum með varnarleikinn og spilaði einfalt. Tók stundum lengri hlaup fram en oftast áður og var afar nálægt því að skora í seinni hálfleiknum. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður [6] Fór að vanda vel með boltann og hver sending hafði tilgang. Þurfti eiginlega aldrei að grípa inn í en gat látið framherja Norður-Írlands líta út eins og börn gegn fullorðnum. Tekin af velli í hálfleik enda Bayern búið að vera að passa upp á hana í haust vegna meiðsla. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður [7] Föst fyrir í hvert skipti sem á hana reyndi. Kastaði sér fyrir skot Norður-Íra seint í leiknum og sá til þess að Ísland héldi hreinu í þessu einvígi Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður [6] Hefði mátt sýna meira fram á við og nýta þennan frábæra vinstri fót. Var komin með gult spjald eftir tuttugu mínútna leik fyrir brot á miðjum vellinum en annars ekki í teljandi vandræðum. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður [6] Leikur þar sem maður hefði viljað sjá Alexöndru taka virkari þátt í spilinu fram á við, því álagið var ekki mikið varnarlega, en hún veitti fullkomið öryggi með staðsetningu sinni aftast á miðjunni. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður [8] Afar áræðin og dugleg við að sækja í hættuleg svæði, og var einmitt á slíku svæði til að skalla boltann áfram á Hlín í öðru markinu. Lykilmaður í dag. Brotið var á Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur í leiknum þegar Ísland fékk vítaspyrnu og úr henni kom þriðja markið.vísir/Anton Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður [9] Líklegust til að hafa sent unga aðdáendur heim með stjörnur í augunum. Virkaði mjög fersk og lék oft skemmtilega á gestina. Tengdi vel saman við Sveindísi og var nálægt því að skora með góðu skoti snemma leiks. Hélt áfram að skapa fyrir samherja sína út leikinn og fiskaði víti með frábærum hætti. Hlín Eiríksdóttir, hægri vængmaður [8] Nálægt því að leggja upp mark með frábærri fyrirgjöf á Söndru snemma leiks og gerði svo afar vel þegar hún hristi af sér varnarmann og lagði upp mark Sveindísar. Skoraði svo með fallegum skalla í seinni hálfleiknum og átti því risastóran þátt í sigrinum. Sveindís Jane Jónsdóttir, vinstri vængmaður [7] Á hárréttum stað til að koma Íslandi yfir í leiknum af stuttu færi og átti svo langa innkastið í marki tvö. Sveindís var oft í viðbót við það að skapa stórhættu en vantaði upp á lokasnertingu eða ákvörðun. Kannski samt græðgi að biðja um meira. Sandra María Jessen, sóknarmaður [5] Óstöðvandi markaskorari fyrir Köln í einni bestu deild heims en hefur ekki skorað í mótsleik fyrir Ísland í áratug, af ýmsum ástæðum. Það hefði alveg mátt breytast í kvöld og Sandra átti meðal annars skalla rétt framhjá. Varamenn:Arna Eiríksdóttir, kom inn á fyrir Glódísi á 46. mínútu [6] Virtist með smá sviðsskrekk því hún gaf Norður-Írum sitt langbesta færi með slæmri sendingu úr vörninni, ætlaða Alexöndru, en var öruggari eftir þetta og sýndi að hún getur skilað boltanum langt og vel frá sér. Arna Eiríksdóttir og Thelma Karen Pálmadóttir voru samherjar hjá FH í sumar en eru núna samherjar í íslenska landsliðinu.vísir/Anton Emilía Kiær Ásgeirsdóttir, kom inn á fyrir Söndru Maríu á 65. mínútu [6] Tók að sér vítaspyrnuna og skoraði af afar miklu öryggi, sitt fyrsta mark fyrir landsliðið, í tíunda leiknum. Synd að hún hafi misst af EM vegna meiðsla. Diljá Ýr Zomers, kom inn á fyrir Hlín á 65. mínútu [5] Fljót að komast í hættulegt skallafæri en annars ekki mjög áberandi. Katla Tryggvadóttir, kom inn á fyrir Hildi á 75. mínútu [5] Beinskeytt en úrslitasendingarnar gengu ekki alveg upp að þessu sinni Thelma Karen Pálmadóttir, kom inn á fyrir Sveindísi á 83. mínútu [] Sautján ára nýliði sem á eftir að láta ljós sitt skína fyrir landsliðið en spilaði ekki alveg nóg í kvöld til að fá einkunn. Landslið kvenna í fótbolta HM 2027 í Brasilíu Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Ísland vann leikinn í kvöld 3-0 og þar með einvígi þjóðanna 5-0. Íslenska liðið verður því í skálinni þegar dregið verður í riðla A-deildar á þriðjudaginn. Sóknarmenn Íslands voru meira áberandi í kvöld því nánast ekkert reyndi á leikmenn liðsins aftar á vellinum. Ef þess þurfti þá gripu þeir þó inn í. Hér að neðan má sjá einkunnir leikmanna Íslands í kvöld. Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður [7] Greip inn í eina fyrirgjöf í fyrri hálfleik og fórnaði svo andlitinu í fót framherja Norður-Írlands til að ná til boltans eftir mistök í vörn Íslands snemma í seinni hálfleik. Gerði sem sagt sitt þegar þess þurfti en hafði bara of lítið að gera til að fá hærri einkunn. Guðrún Arnardóttir, hægri bakvörður [6] Lét ekki mikið fyrir sér fara en átti aldrei í vandræðum með varnarleikinn og spilaði einfalt. Tók stundum lengri hlaup fram en oftast áður og var afar nálægt því að skora í seinni hálfleiknum. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður [6] Fór að vanda vel með boltann og hver sending hafði tilgang. Þurfti eiginlega aldrei að grípa inn í en gat látið framherja Norður-Írlands líta út eins og börn gegn fullorðnum. Tekin af velli í hálfleik enda Bayern búið að vera að passa upp á hana í haust vegna meiðsla. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður [7] Föst fyrir í hvert skipti sem á hana reyndi. Kastaði sér fyrir skot Norður-Íra seint í leiknum og sá til þess að Ísland héldi hreinu í þessu einvígi Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður [6] Hefði mátt sýna meira fram á við og nýta þennan frábæra vinstri fót. Var komin með gult spjald eftir tuttugu mínútna leik fyrir brot á miðjum vellinum en annars ekki í teljandi vandræðum. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður [6] Leikur þar sem maður hefði viljað sjá Alexöndru taka virkari þátt í spilinu fram á við, því álagið var ekki mikið varnarlega, en hún veitti fullkomið öryggi með staðsetningu sinni aftast á miðjunni. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður [8] Afar áræðin og dugleg við að sækja í hættuleg svæði, og var einmitt á slíku svæði til að skalla boltann áfram á Hlín í öðru markinu. Lykilmaður í dag. Brotið var á Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur í leiknum þegar Ísland fékk vítaspyrnu og úr henni kom þriðja markið.vísir/Anton Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður [9] Líklegust til að hafa sent unga aðdáendur heim með stjörnur í augunum. Virkaði mjög fersk og lék oft skemmtilega á gestina. Tengdi vel saman við Sveindísi og var nálægt því að skora með góðu skoti snemma leiks. Hélt áfram að skapa fyrir samherja sína út leikinn og fiskaði víti með frábærum hætti. Hlín Eiríksdóttir, hægri vængmaður [8] Nálægt því að leggja upp mark með frábærri fyrirgjöf á Söndru snemma leiks og gerði svo afar vel þegar hún hristi af sér varnarmann og lagði upp mark Sveindísar. Skoraði svo með fallegum skalla í seinni hálfleiknum og átti því risastóran þátt í sigrinum. Sveindís Jane Jónsdóttir, vinstri vængmaður [7] Á hárréttum stað til að koma Íslandi yfir í leiknum af stuttu færi og átti svo langa innkastið í marki tvö. Sveindís var oft í viðbót við það að skapa stórhættu en vantaði upp á lokasnertingu eða ákvörðun. Kannski samt græðgi að biðja um meira. Sandra María Jessen, sóknarmaður [5] Óstöðvandi markaskorari fyrir Köln í einni bestu deild heims en hefur ekki skorað í mótsleik fyrir Ísland í áratug, af ýmsum ástæðum. Það hefði alveg mátt breytast í kvöld og Sandra átti meðal annars skalla rétt framhjá. Varamenn:Arna Eiríksdóttir, kom inn á fyrir Glódísi á 46. mínútu [6] Virtist með smá sviðsskrekk því hún gaf Norður-Írum sitt langbesta færi með slæmri sendingu úr vörninni, ætlaða Alexöndru, en var öruggari eftir þetta og sýndi að hún getur skilað boltanum langt og vel frá sér. Arna Eiríksdóttir og Thelma Karen Pálmadóttir voru samherjar hjá FH í sumar en eru núna samherjar í íslenska landsliðinu.vísir/Anton Emilía Kiær Ásgeirsdóttir, kom inn á fyrir Söndru Maríu á 65. mínútu [6] Tók að sér vítaspyrnuna og skoraði af afar miklu öryggi, sitt fyrsta mark fyrir landsliðið, í tíunda leiknum. Synd að hún hafi misst af EM vegna meiðsla. Diljá Ýr Zomers, kom inn á fyrir Hlín á 65. mínútu [5] Fljót að komast í hættulegt skallafæri en annars ekki mjög áberandi. Katla Tryggvadóttir, kom inn á fyrir Hildi á 75. mínútu [5] Beinskeytt en úrslitasendingarnar gengu ekki alveg upp að þessu sinni Thelma Karen Pálmadóttir, kom inn á fyrir Sveindísi á 83. mínútu [] Sautján ára nýliði sem á eftir að láta ljós sitt skína fyrir landsliðið en spilaði ekki alveg nóg í kvöld til að fá einkunn.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2027 í Brasilíu Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira