Enski boltinn

Mark úr horni, klippa Eze og pung­högg Haalands

Sindri Sverrisson skrifar
Eberechi Eze benti til himins eftir að hafa skorað gegn sínu gamla liði Crystal Palace í gær.
Eberechi Eze benti til himins eftir að hafa skorað gegn sínu gamla liði Crystal Palace í gær. Getty/John Walton

Það gekk mikið á í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær þegar Arsenal jók forskot sitt á toppnum. Mark var dæmt af Erling Haaland sem fékk um leið högg í punginn en Tottenham skoraði þrjú í fyrsta tapi Everton á nýja heimavellinum.

Hér að neðan má sjá mörkin og helstu atvik úr leikjunum fimm í gær. 

Eberechi Eze tryggði Arsenal 1-0 sigur á Crystal Palace og neitaði að fagna gegn sínu gamla liði.

Erling Haaland hafði skorað í tólf leikjum í röð fyrir Manchester City og Noreg en varð að sætta sig við 1-0 tap gegn Aston Villa þar sem Matty Cash skoraði sigurmarkið. Haaland kom þó boltanum í netið og fékk fleiri færi til að skora í leiknum en uppskar ekki löglegt mark.

Bournemouth er í 2. sæti eftir 2-0 sigur gegn Nottingham Forest þar sem fyrra markið kom á ótrúlegan hátt beint úr hornspyrnu Marcus Tavernier.

Nýliðar Burnley unnu afar sætan sigur gegn Wolves á útivelli, 3-2, með sigurmarki í uppbótartíma eftir að hafa misst niður tveggja marka forskot.

Hollenski miðvörðurinn Micky van de Ven skoraði svo tvö marka Tottenham í frábærum 3-0 útisigri gegn Everton.


Tengdar fréttir

Sjáðu mörkin sem komu United upp fyrir Liverpool

Fjórir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinn í knattspyrnu í gær þar sem meðal annars Manchester United vann sinn þriðja deildarleik í röð, en Liverpool tapaði sínum fjórða í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×