Fótbolti

Hákon skoraði og lagði upp í stór­sigri

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hákon Arnar lagði upp fjórða mark Lille.
Hákon Arnar lagði upp fjórða mark Lille. Gerrit van Keulen/Soccrates/Getty Images

Hákon Arnar Haraldsson og félagar hans í Lille unnur afar öruggan 6-1 sigur er liðið tók á móti Metz í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Hákon var á sínum stað í byrjunarliði Lille og átti þátt í einu marka liðsins. Hann lagði upp fjórða markið fyrir Romain Perraud á 64. mínútu eftir að Hamza Igamane hafði skorað eitt og Felix Correia tvö fyrir heimamenn.

Það var svo Benjamin Andre sem bætti fimmta markinu við á 82. mínútu áður en Hákon skoraði sjötta mark liðsins í uppbótartíma.

Gestirnir klóruðu í bakkann stuttu síðar, en úrslitin voru þegar ráðin.

Niðurstaðan því 6-1 sigur Lille sem situr í fjórða sæti frönsku deildarinnar með 17 stig eftir níu leiki, þremur stigum á eftir toppliði PSG.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×