Fótbolti

Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Scott McTominay skoraði annað mark Napoli í kvöld.
Scott McTominay skoraði annað mark Napoli í kvöld. Francesco Pecoraro/Getty Images

Napoli tyllti sér á topp ítölsku deildarinnar í knattspyrnu er liðið vann 3-1 sigur gegn Inter í toppslag deildarinnar í dag.

Það voru fyrrverandi leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar sem sáu um markaskorun Napoli í dag, en Kevin De Bruyne, fyrrum leikmaður Manchester City, kom liðinu yfir með marki úr vítaspyrnu á 33. mínútu. De Bruyne þurfti þó að fara af velli vegna meiðsla fjórum mínútum síðar.

Það var svo fyrru leikmaður Manchester United, Scott McTominay, sem skoraði annað mark Napoli snemma í síðari hálfleik, áður en Hakan Calhanoglu minnkaði muninn fyrir Inter með marki úr vítaspyrnu.

Zambo Anguissa, sem áður lék með Fulham, kom heimamönnum þó aftur í tveggja marka forystu með marki á 66. mínútu og þar við sat.

Niðurstaðan því 3-1 sigur Napoli sem nú trónir á toppi ítölsku deildarinnar með 18 stig eftir átta leiki, þremur stigum meira en Inter sem situr í fjórða sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×