Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. október 2025 13:36 Tíu starfsmenn Porcelain Fortress og skjáskot úr Walk of Life. Íslenska leikjafyrirtækið Porcelain Fortress gefur í dag út annan leik sinn, Walk of Life, á tölvuleikjaveitunni Steam. Spilarar leiksins þurfa að taka þátt í farsakenndu lífsgæðakapphlaupi hver við annan. Walk of Life er óbeint framhald af fyrri leik fyrirtækisins, No Time to Relax (ísl. Þetta reddast), sem gefinn var út árið 2019 og hefur selst í yfir 400 þúsund eintökum. Leikmenn þurfa að takast á við amstur dagsins, sækja um vinnu, feta menntaveginn og takast á við þær óvæntu uppákomur sem lífið hefur upp á að bjóða. Í lok leiksins eru stigin tekin saman þar sem greint er frá því hvaða leikmaður stóð sig best í lífinu. „Stemningin í hópnum er auðvitað rafmögnuð yfir þessum stóra degi,“ segir Ingólfur Vignir Ævarsson, forstjóri Porcelain Fortress. „Við sönnuðum það með No Time to Relax að við getum gefið út skemmtilega leiki, og við ætlum okkur enn stærri hluti með Walk of Life,“ segir hann. Síðasta haust var greint frá því að Porcelain Fortress hefði tryggt sér fjárfestingu upp á þrjár milljónir Bandaríkjadala, eða um 410 milljóna króna, fyrir þróun á leiknum. Á bakvið fjárfestinguna voru Behold Ventures, Brunnur og Crowberry Capital. Í dag starfa tíu manns hjá Porcelain Fortress. Leikjavísir Mest lesið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Désirée prinsessa látin Lífið Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Fleiri fréttir Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikirnir sem beðið er eftir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira
Walk of Life er óbeint framhald af fyrri leik fyrirtækisins, No Time to Relax (ísl. Þetta reddast), sem gefinn var út árið 2019 og hefur selst í yfir 400 þúsund eintökum. Leikmenn þurfa að takast á við amstur dagsins, sækja um vinnu, feta menntaveginn og takast á við þær óvæntu uppákomur sem lífið hefur upp á að bjóða. Í lok leiksins eru stigin tekin saman þar sem greint er frá því hvaða leikmaður stóð sig best í lífinu. „Stemningin í hópnum er auðvitað rafmögnuð yfir þessum stóra degi,“ segir Ingólfur Vignir Ævarsson, forstjóri Porcelain Fortress. „Við sönnuðum það með No Time to Relax að við getum gefið út skemmtilega leiki, og við ætlum okkur enn stærri hluti með Walk of Life,“ segir hann. Síðasta haust var greint frá því að Porcelain Fortress hefði tryggt sér fjárfestingu upp á þrjár milljónir Bandaríkjadala, eða um 410 milljóna króna, fyrir þróun á leiknum. Á bakvið fjárfestinguna voru Behold Ventures, Brunnur og Crowberry Capital. Í dag starfa tíu manns hjá Porcelain Fortress.
Leikjavísir Mest lesið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Désirée prinsessa látin Lífið Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Fleiri fréttir Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikirnir sem beðið er eftir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira