Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2025 10:08 Verkefnið hófst árið 2022 þegar InfoCapital ehf. keypti Hótel Blönduós og fleiri eignir í gamla bænum á Blönduósi. Drangar hf. og félag í eigu InfoCapital ehf. hafa undirritað samning um uppbyggingu verslunar og þjónustu á Blönduósi. Fyrirhugað er að opna lágvöruverslun og veitingaþjónustu ásamt eldsneytissölu, hraðhleðslu og bílaþvottastöð í bænum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkunni en þar segir að að baki verkefninu liggi bæði skýrt ákall íbúa um aukna þjónustu við neytendur og vilji sveitarfélagsins til að skapa rými fyrir slíka þróun með skipulagi og samvinnu. „Samningurinn kemur í framhaldi af vinnu á vegum InfoCapital ehf., í samstarfi við sveitarstjórn Húnabyggðar, með það að markmiði að bæta verulega verslun og þjónustu á svæðinu. Yfir 700.000 bílar aka í gegnum Húnabyggð á ári hverju og mikill vilji er hjá þeim sem standa að verkefninu að bæta þjónustuupplifun þessara gesta sem og íbúa svæðisins,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Guðmundi Hauki Jakobssyni, forseta sveitarstjórnar Húnabyggðar, að það sé óhætt að segja að þetta sé stærsta byggðarfestuverkefni svæðisins í seinni tíð. Nú munu íbúar svæðisins loksins sitja við sama borð og aðrir íbúar landsins hvað þetta varðar. „Þetta verður leikbreytir fyrir svæðið eins og sagt er og verkefninu mun fylgja mikil uppbygging.” segir Guðmundur Haukur. Frá kynningarfundi á Blönduósi. Lágvöruverslun, Orkustöð, veitingaþjónusta og Löður Fram kemur að verkefnið hafi hafist árið 2022 þegar InfoCapital ehf. hafi keypt Hótel Blönduós og fleiri eignir í gamla bænum á Blönduósi. „Heimafólk sá tækifæri til að bæta þjónustu og verslun á svæðinu og ákveðið var að kanna leiðir til þess. Að þeirri vinnu komu m.a. sveitarstjórnarfólk, sveitarstjóri, skipulagsfulltrúi, hönnuðir, starfsmenn InfoCapital o.fl. InfoCapital stofnaði þá fyrirtækið GB þróunarfélag ehf. utan um verkefnið og viðræður hófust við sveitarfélagið og aðra hagsmunaaðila um staðsetningu og skipulag svæðisins. Drangar hf. hafa nú keypt allt hlutafé í GB þróunarfélagi ehf. og mun leiða verkefnið áfram. Vonir standa til að skipulagsvinnu ljúki á næstu mánuðum og að framkvæmdir hefjist um mitt ár 2026. Verkefnið er stórt og umfangsmikið en fyrst er stefnt að opnun þjónustustöðvar Orkunnar og nýrri lágvöruverslun, þá veitingaþjónustu og að síðustu opnun bílaþvottastöðvar Löðurs.“ Hlakkar til Haft er eftir Auði Daníelsdóttur, forstjóra Dranga að félagið hlakki til að opna nýja þjónustustöð á Blönduósi og styðja þannig við uppbyggingu í Húnabyggð. „Við leitum stöðugt leiða til efla þjónustuna og þjónustunetið og koma betur á móts við þarfir viðskiptavina. Á Blönduósi mun Orkan mæta þörfum bílaeigenda fyrir eldsneyti og hraðhleðslu á rafmagni og eitt af félögum Dranga á neytendamarkaði mun innan skamms opna lágvöruverslun með fjölbreyttu vöruúrvali,” segir Auður. Reynir Grétarsson, Auður Daníelsdóttir og Pétur Arason. Ánægjuleg tilfinning Loks er haft eftir Reyni Grétarssyni, stjórnarformanni InfoCapital ehf, að með þessu sé ánægjulegt skref stigið fyrir heimafólk og gesti sem staldri við í Húnabyggð. „Það hafa verið forréttindi að fá að leiða þessa hópa saman og eiga Pétur sveitarstjóri og fleiri heimamenn stóran þátt í þessu, við erum þeim þakklátir fyrir það. Að baki liggur umtalsverð vinna, með það að markmiði að nota okkar tengsl og stöðu til að ná fram úrbótum fyrir íbúa þessa svæðis. Það er ánægjuleg tilfinning að sjá að þetta hafi tekist." segir Reynir Grétarsson. Drangar hf. er móðurfélag fyrirtækja á neytendamarkaði sem saman reka um 160 þjónustustöðvar víðsvegar um land allt. Sameinuð eru fyrirtækin öflugur valkostur fyrir neyendur á Íslandi en þeirra á meðal eru Samkaup, Prís, Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin, Lyfjaval, Orkan, Löður og fleiri. Húnabyggð Bensín og olía Verslun Tengdar fréttir Gamli bærinn á Blönduósi hefur tekið lygilegum breytingum Þeir sem fara um og skoða sig í gamla bænum á Blönduósi þekkja varla gamla bæinn lengur því það er búið að gera upp og endurbyggja svo mikið af húsum á staðnum. Kirkjunni hefur til dæmis verið breytt í glæsilega hótesvítu. 23. ágúst 2023 13:42 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkunni en þar segir að að baki verkefninu liggi bæði skýrt ákall íbúa um aukna þjónustu við neytendur og vilji sveitarfélagsins til að skapa rými fyrir slíka þróun með skipulagi og samvinnu. „Samningurinn kemur í framhaldi af vinnu á vegum InfoCapital ehf., í samstarfi við sveitarstjórn Húnabyggðar, með það að markmiði að bæta verulega verslun og þjónustu á svæðinu. Yfir 700.000 bílar aka í gegnum Húnabyggð á ári hverju og mikill vilji er hjá þeim sem standa að verkefninu að bæta þjónustuupplifun þessara gesta sem og íbúa svæðisins,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Guðmundi Hauki Jakobssyni, forseta sveitarstjórnar Húnabyggðar, að það sé óhætt að segja að þetta sé stærsta byggðarfestuverkefni svæðisins í seinni tíð. Nú munu íbúar svæðisins loksins sitja við sama borð og aðrir íbúar landsins hvað þetta varðar. „Þetta verður leikbreytir fyrir svæðið eins og sagt er og verkefninu mun fylgja mikil uppbygging.” segir Guðmundur Haukur. Frá kynningarfundi á Blönduósi. Lágvöruverslun, Orkustöð, veitingaþjónusta og Löður Fram kemur að verkefnið hafi hafist árið 2022 þegar InfoCapital ehf. hafi keypt Hótel Blönduós og fleiri eignir í gamla bænum á Blönduósi. „Heimafólk sá tækifæri til að bæta þjónustu og verslun á svæðinu og ákveðið var að kanna leiðir til þess. Að þeirri vinnu komu m.a. sveitarstjórnarfólk, sveitarstjóri, skipulagsfulltrúi, hönnuðir, starfsmenn InfoCapital o.fl. InfoCapital stofnaði þá fyrirtækið GB þróunarfélag ehf. utan um verkefnið og viðræður hófust við sveitarfélagið og aðra hagsmunaaðila um staðsetningu og skipulag svæðisins. Drangar hf. hafa nú keypt allt hlutafé í GB þróunarfélagi ehf. og mun leiða verkefnið áfram. Vonir standa til að skipulagsvinnu ljúki á næstu mánuðum og að framkvæmdir hefjist um mitt ár 2026. Verkefnið er stórt og umfangsmikið en fyrst er stefnt að opnun þjónustustöðvar Orkunnar og nýrri lágvöruverslun, þá veitingaþjónustu og að síðustu opnun bílaþvottastöðvar Löðurs.“ Hlakkar til Haft er eftir Auði Daníelsdóttur, forstjóra Dranga að félagið hlakki til að opna nýja þjónustustöð á Blönduósi og styðja þannig við uppbyggingu í Húnabyggð. „Við leitum stöðugt leiða til efla þjónustuna og þjónustunetið og koma betur á móts við þarfir viðskiptavina. Á Blönduósi mun Orkan mæta þörfum bílaeigenda fyrir eldsneyti og hraðhleðslu á rafmagni og eitt af félögum Dranga á neytendamarkaði mun innan skamms opna lágvöruverslun með fjölbreyttu vöruúrvali,” segir Auður. Reynir Grétarsson, Auður Daníelsdóttir og Pétur Arason. Ánægjuleg tilfinning Loks er haft eftir Reyni Grétarssyni, stjórnarformanni InfoCapital ehf, að með þessu sé ánægjulegt skref stigið fyrir heimafólk og gesti sem staldri við í Húnabyggð. „Það hafa verið forréttindi að fá að leiða þessa hópa saman og eiga Pétur sveitarstjóri og fleiri heimamenn stóran þátt í þessu, við erum þeim þakklátir fyrir það. Að baki liggur umtalsverð vinna, með það að markmiði að nota okkar tengsl og stöðu til að ná fram úrbótum fyrir íbúa þessa svæðis. Það er ánægjuleg tilfinning að sjá að þetta hafi tekist." segir Reynir Grétarsson. Drangar hf. er móðurfélag fyrirtækja á neytendamarkaði sem saman reka um 160 þjónustustöðvar víðsvegar um land allt. Sameinuð eru fyrirtækin öflugur valkostur fyrir neyendur á Íslandi en þeirra á meðal eru Samkaup, Prís, Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin, Lyfjaval, Orkan, Löður og fleiri.
Húnabyggð Bensín og olía Verslun Tengdar fréttir Gamli bærinn á Blönduósi hefur tekið lygilegum breytingum Þeir sem fara um og skoða sig í gamla bænum á Blönduósi þekkja varla gamla bæinn lengur því það er búið að gera upp og endurbyggja svo mikið af húsum á staðnum. Kirkjunni hefur til dæmis verið breytt í glæsilega hótesvítu. 23. ágúst 2023 13:42 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira
Gamli bærinn á Blönduósi hefur tekið lygilegum breytingum Þeir sem fara um og skoða sig í gamla bænum á Blönduósi þekkja varla gamla bæinn lengur því það er búið að gera upp og endurbyggja svo mikið af húsum á staðnum. Kirkjunni hefur til dæmis verið breytt í glæsilega hótesvítu. 23. ágúst 2023 13:42