Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Árni Jóhannsson skrifar 23. október 2025 22:10 Logi Tómasson fagnar með liðsfélögum sínum í Samsunspor í kvöld. Vísir / Getty Önnur umferð Sambandsdeildar Evrópu fór fram í dag. Logi Tómasson byrjaði í sigri Samsunspor á Dynamo Kiev á heimavelli en öðrum Íslendingaliðum gekk verr í sínum leikjum. Þá litu óvænt úrslit dagsins ljós í Lundúnum þegar Crystal Palace tapaði fyrir AEK Larnaca. Það tók Samsunspor ekki nema tæpar 2 mínútur að komast yfir gegn Dynamo Kiev í kvöld þegar Anthony Musaba skoraði eftir að gestirnir úr Kænugarði töpuðu boltanum á slæmum stað. Marius tvöfaldaði forskot heimamanna áður en Daninn Carlo Holse innsiglaði sigurinn um miðjan seinni hálfleik. Logi Tómasson spilaði allan leikinn og komst vel frá sínu en það mæddi lítið á vörn heimamanna. Eftir tvær umferðir er Samsunspor með fullt hús stiga og sitja í fimmta sæti. Liðið á eftir að fá á sig mark en búið að skora fjögur. Gísli Gottskálk Þórðarson byrjaði fyrir Lech Poznan sem tapaði fyrir Lincoln Red Imps frá Gíbraltar. Leikið var á Gíbraltar og fyrirfram var búist við sigri Pólverjanna. Gísla var skipt út af á 72. mínútu en heimamenn unnu 2-1 og skoruðu sigurmarkið á 88. mínútu. Crystal Palace náði ekki að fylgja eftir góðri byrjun í Sambandsdeildinni en þeir lutu í gras fyrir AEK Larnaca frá Kýpur á Selhurst Park. Gestirnir komust yfir á 51. mínútu þegar Riad Bajic skoraði. Guðmundur Þórarinsson kom inn á á 73. mínútu fyrir Noah sem gerði 1-1 jafntefli við Universitatea Craiova í Rúmeníu. Noah er í 10. sæti Sambandsdeildarinnar með fjögur stig. Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Það tók Samsunspor ekki nema tæpar 2 mínútur að komast yfir gegn Dynamo Kiev í kvöld þegar Anthony Musaba skoraði eftir að gestirnir úr Kænugarði töpuðu boltanum á slæmum stað. Marius tvöfaldaði forskot heimamanna áður en Daninn Carlo Holse innsiglaði sigurinn um miðjan seinni hálfleik. Logi Tómasson spilaði allan leikinn og komst vel frá sínu en það mæddi lítið á vörn heimamanna. Eftir tvær umferðir er Samsunspor með fullt hús stiga og sitja í fimmta sæti. Liðið á eftir að fá á sig mark en búið að skora fjögur. Gísli Gottskálk Þórðarson byrjaði fyrir Lech Poznan sem tapaði fyrir Lincoln Red Imps frá Gíbraltar. Leikið var á Gíbraltar og fyrirfram var búist við sigri Pólverjanna. Gísla var skipt út af á 72. mínútu en heimamenn unnu 2-1 og skoruðu sigurmarkið á 88. mínútu. Crystal Palace náði ekki að fylgja eftir góðri byrjun í Sambandsdeildinni en þeir lutu í gras fyrir AEK Larnaca frá Kýpur á Selhurst Park. Gestirnir komust yfir á 51. mínútu þegar Riad Bajic skoraði. Guðmundur Þórarinsson kom inn á á 73. mínútu fyrir Noah sem gerði 1-1 jafntefli við Universitatea Craiova í Rúmeníu. Noah er í 10. sæti Sambandsdeildarinnar með fjögur stig.
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira