Fótbolti

Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lennart Karl fagnar marki sínu fyrir Bayern München í kvöld.
Lennart Karl fagnar marki sínu fyrir Bayern München í kvöld. Getty/Stefan Matzke

Hinn sautján ára gamli Lennart Karl skoraði fyrsta mark Bayern München í Meistaradeildinni í kvöld og setti nýtt félagmet.

Karl fékk tækifæri í byrjunarliði Bayern og var búinn að skora eftir aðeins fimm mínútur.

Karl var aðeins 17 ára og 242 daga gamall í dag og hann sló þar með met Jamal Musiala yfir yngsta markaskorara Bæjara í sögu Meistaradeildarinnar.

Musiala var 121 degi eldri þegar hann skoraði á móti Lazio í sextán liða úrslitum keppninnar fyrir fjórum árum.

Karl var númer 42, treyju með sama númer og Musiala klæddist í metleiknum sínum.

Karl náði samt ekki íslenska framherjanum Viktori Bjarka Daðasyni sem var í gærkvöldi þriðji yngsti markaskorarinn í sögu Meistaradeildarinnar.

Viktor Bjarki var 17 ára og 113 daga gamall þegar hann skoraði fyrir FC Kaupmannahöfn á móti Dortmund eða 129 degi eldri.

Karl kom sér upp í ellefta sætið á heildarlistanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×