Fótbolti

Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristall Máni Ingason var búin að bíða lengi eftir marki og Sönderjyske var búið að bíða lengi eftir sigri.
Kristall Máni Ingason var búin að bíða lengi eftir marki og Sönderjyske var búið að bíða lengi eftir sigri. EPA/Andreas Hillergren

Íslendingaliðið Sönderjyske vann langþráðan sigur í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Sönderjyske vann þá 3-0 heimasigur á Fredericia en leikmenn Sönderjyske höfðu leikið fjóra deildarleiki í röð án sigurs og ekki unnið síðan 31. ágúst.

Kristall Máni Ingason og landsliðsmiðvörðurinn Daníel Leó Grétarsson voru báðir í byrjunarliði Sönderjyske.

Kristall Máni skoraði fyrsta mark leiksins strax á níundu mínútu og Alexander Lyng bætti síðan við öðru marki á 43. mínútu.

Rasmus Vinderslev skoraði síðan þriðja markið eftir 68. mínútu og sigurinn var aldrei í hættu.

Þetta var þriðja deildarmark Kristals en um leið það fyrsta síðan hann skoraði í umræddum sigurleik á móti Silkeborg í lok ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×