„Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. október 2025 19:43 Mæðginin Axel og Katrín á góðri stundu. Móðir ungs manns sem drukknaði í Vopnafirði í sínum fyrsta túr á sjó segir erfitt að hugsa til þess að skjótari viðbrögð skipverja á bátnum hefðu getað bjargað lífi hans. Hún og barnsfaðir hennar hafa tapað máli gegn útgerðinni á tveimur dómstigum, en ætla sér alla leið með málið hvað sem það kostar. Mánudaginn 18. maí 2020 bárust fréttir af því að leitað væri að Axel Jósefssyni Zarioh, skipverja báts sem Brim hf. gerði út frá Vopnafirði. Hann var talinn hafa fallið fyrir borð skipsins á leið í land. Viku síðar var leitinni hætt. Tæpu ári síðar, í upphafi apríl, fundust líkamsleifar í fjörunni við Vopnafjörð. Skömmu síðar fékkst staðfest að um Axel var að ræða. Sárt að hugsa til þess að skjótari viðbrögð hefðu getað skipt öllu Foreldrar Axels hafa staðið í málaferlum gegn Brimi til þess að fá miska sinn bættan, og hafa ýmislegt að athuga við aðdraganda þess að hann lést, og telja Brim ábyrgt fyrir dauða hans. „Hann sést síðast korter í átta þegar þeir eru að koma í land. Það er ekki byrjað að leita að honum fyrr en klukkan tvö. Það er mjög einkennilegt að í svona lítilli áhöfn skuli enginn átta sig á því að nýr aðili sé ekki um borð,“ segir Katrín Sjöfn Sveinbjörnsdóttir, móðir Axels. Því leið fjöldi klukkustunda frá því komið var í land og þar til viðbragðsaðilar voru látnir vita að Axel væri horfinn. „Ef þeir hefðu séð þetta fyrr, þá hefði mögulega verið hægt að bjarga honum. Það er það sem er bara svolítið sárt.“ Engin fræðsla Þá eru foreldrar Axels ósáttir við að ekki liggi fyrir gögn um þjálfun hans áður en farið var af stað í túrinn, sem var hans fyrsta ferð á sjó. Fyrst var borið við að gögnin væru ekki til, en síðar að þau hafi brunnið með bátnum. „Það fór engin fræðsla fram. Bátsmaðurinn sem átti að sjá um fræðsluna sagði í vitnaleiðslunni að hann hefði ekki gert það. Það er voðalega einkennilegt hvernig þetta mál hefur farið.“ „Bý ég í réttarríki?“ Foreldrarnir hafa tapað málinu, bæði fyrir héraðsdómi og Landsrétti. Fyrir Landsrétti fékkst ekki gjafsókn, og foreldrarnir þurftu sjálfir að standa straum af kostnaði við rekstur málsins. „Maður situr bara svolítið eftir: Bíddu bý ég í réttarríki? Ég verð fyrir vonbrigðum því ég hef trú á dómskerfinu, ég hef trú á lögreglunni og ég hef trú á öllu þessu góða fólki. Ég vil bara að einhver taki einhverja ábyrgð. Það hlýtur einhver að taka ábyrgð,“ segir Katrín. Hún hafi ekki fengið eitt samúðarskeyti frá útgerðinni í kjölfar andláts sonar hennar. „Ég er ekki að segja að það skipti öllu, en það er bara eins og líf skipti engu máli.“ Ætlar alla leið með málið Katrín segist vilja leita til Hæstaréttar með málið, óháð því hvort gjafsókn fáist eða ekki. „Ég bara ætla að gera mitt allra besta til þess að halda þessu áfram. Ég vil bara að rétt sé rétt, alveg sama hvoru megin dómurinn fellur.“ Möguleg bótafjárhæð sé smámál í stóra samhenginu. „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka.“ Dómsmál Vopnafjörður Sjávarútvegur Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Sjá meira
Mánudaginn 18. maí 2020 bárust fréttir af því að leitað væri að Axel Jósefssyni Zarioh, skipverja báts sem Brim hf. gerði út frá Vopnafirði. Hann var talinn hafa fallið fyrir borð skipsins á leið í land. Viku síðar var leitinni hætt. Tæpu ári síðar, í upphafi apríl, fundust líkamsleifar í fjörunni við Vopnafjörð. Skömmu síðar fékkst staðfest að um Axel var að ræða. Sárt að hugsa til þess að skjótari viðbrögð hefðu getað skipt öllu Foreldrar Axels hafa staðið í málaferlum gegn Brimi til þess að fá miska sinn bættan, og hafa ýmislegt að athuga við aðdraganda þess að hann lést, og telja Brim ábyrgt fyrir dauða hans. „Hann sést síðast korter í átta þegar þeir eru að koma í land. Það er ekki byrjað að leita að honum fyrr en klukkan tvö. Það er mjög einkennilegt að í svona lítilli áhöfn skuli enginn átta sig á því að nýr aðili sé ekki um borð,“ segir Katrín Sjöfn Sveinbjörnsdóttir, móðir Axels. Því leið fjöldi klukkustunda frá því komið var í land og þar til viðbragðsaðilar voru látnir vita að Axel væri horfinn. „Ef þeir hefðu séð þetta fyrr, þá hefði mögulega verið hægt að bjarga honum. Það er það sem er bara svolítið sárt.“ Engin fræðsla Þá eru foreldrar Axels ósáttir við að ekki liggi fyrir gögn um þjálfun hans áður en farið var af stað í túrinn, sem var hans fyrsta ferð á sjó. Fyrst var borið við að gögnin væru ekki til, en síðar að þau hafi brunnið með bátnum. „Það fór engin fræðsla fram. Bátsmaðurinn sem átti að sjá um fræðsluna sagði í vitnaleiðslunni að hann hefði ekki gert það. Það er voðalega einkennilegt hvernig þetta mál hefur farið.“ „Bý ég í réttarríki?“ Foreldrarnir hafa tapað málinu, bæði fyrir héraðsdómi og Landsrétti. Fyrir Landsrétti fékkst ekki gjafsókn, og foreldrarnir þurftu sjálfir að standa straum af kostnaði við rekstur málsins. „Maður situr bara svolítið eftir: Bíddu bý ég í réttarríki? Ég verð fyrir vonbrigðum því ég hef trú á dómskerfinu, ég hef trú á lögreglunni og ég hef trú á öllu þessu góða fólki. Ég vil bara að einhver taki einhverja ábyrgð. Það hlýtur einhver að taka ábyrgð,“ segir Katrín. Hún hafi ekki fengið eitt samúðarskeyti frá útgerðinni í kjölfar andláts sonar hennar. „Ég er ekki að segja að það skipti öllu, en það er bara eins og líf skipti engu máli.“ Ætlar alla leið með málið Katrín segist vilja leita til Hæstaréttar með málið, óháð því hvort gjafsókn fáist eða ekki. „Ég bara ætla að gera mitt allra besta til þess að halda þessu áfram. Ég vil bara að rétt sé rétt, alveg sama hvoru megin dómurinn fellur.“ Möguleg bótafjárhæð sé smámál í stóra samhenginu. „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka.“
Dómsmál Vopnafjörður Sjávarútvegur Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“