„Virkilega góður dagur fyrir KA“ Árni Gísli Magnússon skrifar 19. október 2025 19:10 Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA Vísir/Pawel Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var ánægður með stórsigur sinna manna gegn ÍA á Greifavellinum í dag. Lokatölur 5-1 fyrir KA. „Mér líður bara mjög vel. Góður leikur, skoruðum fimm mörk og hefðum getað skorað fleiri þannig bara virkilega sterkur sigur og mér fannst við spila vel. Vorum aðeins fyrstu mínúturnar að finna út úr því hvernig við ætluðum að spila framhjá Skaganum, hvernig þeir pressa, þeir fara mikið maður á mann aggressívir og hafa gert mjög vel og unnið fimm leiki í röð. Mér fannst við aðeins svona ekki alveg gera þetta rétt í byrjun en síðan svona þegar við áttuðum okkur á því þá litum við mjög vel út.“ Gekk ekki leikplanið ykkar fullkomnlega upp eftir að hafa lent undir og getað leyst vel pressu Skagamanna? „Þeir náttúrulega skora hérna draumark, og svo sem við líka hérna fyrir aftan miðju, þetta var mjög skemmtilegur leikur að horfa á og gaman fyrir áhorfendur en jú mér fannst við gera það vel eftir það. Þeir fara mikið maður á mann og þá verðurðu að spila í svæði og hlaupa inn í þau, ekki vera alltaf að spila í lappirnar á mönnum, þá éta þeir okkur, og svo líka þetta að vinna stöðuna einn á einn, þegar þú gerir það á móti svona vörn þá getur allt opnast því það er ekki jafn mikil hjálp á bak við þegar hinir eru líka maður á mann. Það er auðvelt að segja þetta en erfiðara að gera þetta. Skaginn er búinn að vinna fimm í röð þannig ég er bara virkilega ánægður með að hafa unnið sanngjarnan og stóran sigur.“ Mark Hallgríms Mar kom ekki á óvart Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði frábært mark með skoti frá eigin vallarhelmingi og segir Hallgrímur að það komið honum lítið á óvart lengur hjá nafna sínum. „Bara kemur lítið á óvart, hann er með góða yfirsýn og sér leikinn rosa vel og þegar hann snéri sér við og ég sá að boltinn lá vel fyrir hann að þá fannst mér þetta vera bara 80 prósent líkur á að hann færi inn og hann fór inn og bara frábært mark og líka bara gaman að sjá að þetta er síðasti leikurinn okkar heima og kannski ekkert mikið að spila upp á en fullt af fólki mætir og góð stemning og svo fannst mér þeir standa sig vel líka sem koma inn á.“ „Við setjum hérna Snorra (Kristinsson) inn á fæddan 2009 og hann leggur upp mark. Markús (Máni Pétursson) spilar seinni hálfleikinn í hægri bakverði og bara frábær þannig ótrúlega margt gott í dag og enn og aftur á móti góðu Skagaliði sem er búið að vinna fimm leiki í röð þannig að virkilega góður dagur fyrir KA í dag.“ Hallgrímur var sérstaklega sáttur með innkomu ungu leikmannanna í dag. „Við þurfum að taka skrefið, æðislegt að sjá Snorra en Snorri er náttúrulega mjög ungur. Að hann hafi lagt upp mark er æðislegt en þeir sem eru svona aðeins aldrei þá vill maður fara fá líka framlag frá þeim en maður verður að vera sanngjarn og mér fannst þeir bara standa sig vel í dag. Bara vel gert hjá þeim og vel gert hjá strákunum í kringum þá líka að koma þeim vel inn í leikinn og niðurstaðan góður sigur á móti öflugu liði Skagans.“ Segir Þorlák Árnason vera þjálfara ársins KA mætir ÍBV í lokaumferðinni úti í Eyjum og tryggir sér forsetabikarinn með sigri eða jafntefli en ÍBV er þremur stigum á eftir KA en með hagstæðara markahlutfall. „Já klárt mál, það er alltaf skemmtilega að enda á að vinna og þetta er eini leikurinn á næstu mánuðum sem skiptir einhverju máli í deild þannig þetta er skemmtilegasti leikurinn næstu marga mánuðina þannig við ætlum bara fara til Eyja og heilsa upp á þá og heilsa upp á mínu mati þjálfara ársins, þjálfari ÍBV er búinn að gera virkilega virkilega vel. Hann er með lið úti á landi, fær menn örugglega seint inn og ferðast mikið og lenda í meiðslum á lykilmönnum en mér finnst hann hafa höndlað það rosalega vel og já bara koma inn á það að mér finnst Láki (Þorlákur Árnason) búinn að gera rosalega vel og auðvitað getur verið að einhver annar verði valinn þjálfari ársins, Sölvi (Geir Ottesen) eða einhver fyrir að vinna en mér finnst Láki sá þjálfari sem er búinn að fá mest úr úr því sem hann hefur.“ Besta deild karla Fótbolti KA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira
„Mér líður bara mjög vel. Góður leikur, skoruðum fimm mörk og hefðum getað skorað fleiri þannig bara virkilega sterkur sigur og mér fannst við spila vel. Vorum aðeins fyrstu mínúturnar að finna út úr því hvernig við ætluðum að spila framhjá Skaganum, hvernig þeir pressa, þeir fara mikið maður á mann aggressívir og hafa gert mjög vel og unnið fimm leiki í röð. Mér fannst við aðeins svona ekki alveg gera þetta rétt í byrjun en síðan svona þegar við áttuðum okkur á því þá litum við mjög vel út.“ Gekk ekki leikplanið ykkar fullkomnlega upp eftir að hafa lent undir og getað leyst vel pressu Skagamanna? „Þeir náttúrulega skora hérna draumark, og svo sem við líka hérna fyrir aftan miðju, þetta var mjög skemmtilegur leikur að horfa á og gaman fyrir áhorfendur en jú mér fannst við gera það vel eftir það. Þeir fara mikið maður á mann og þá verðurðu að spila í svæði og hlaupa inn í þau, ekki vera alltaf að spila í lappirnar á mönnum, þá éta þeir okkur, og svo líka þetta að vinna stöðuna einn á einn, þegar þú gerir það á móti svona vörn þá getur allt opnast því það er ekki jafn mikil hjálp á bak við þegar hinir eru líka maður á mann. Það er auðvelt að segja þetta en erfiðara að gera þetta. Skaginn er búinn að vinna fimm í röð þannig ég er bara virkilega ánægður með að hafa unnið sanngjarnan og stóran sigur.“ Mark Hallgríms Mar kom ekki á óvart Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði frábært mark með skoti frá eigin vallarhelmingi og segir Hallgrímur að það komið honum lítið á óvart lengur hjá nafna sínum. „Bara kemur lítið á óvart, hann er með góða yfirsýn og sér leikinn rosa vel og þegar hann snéri sér við og ég sá að boltinn lá vel fyrir hann að þá fannst mér þetta vera bara 80 prósent líkur á að hann færi inn og hann fór inn og bara frábært mark og líka bara gaman að sjá að þetta er síðasti leikurinn okkar heima og kannski ekkert mikið að spila upp á en fullt af fólki mætir og góð stemning og svo fannst mér þeir standa sig vel líka sem koma inn á.“ „Við setjum hérna Snorra (Kristinsson) inn á fæddan 2009 og hann leggur upp mark. Markús (Máni Pétursson) spilar seinni hálfleikinn í hægri bakverði og bara frábær þannig ótrúlega margt gott í dag og enn og aftur á móti góðu Skagaliði sem er búið að vinna fimm leiki í röð þannig að virkilega góður dagur fyrir KA í dag.“ Hallgrímur var sérstaklega sáttur með innkomu ungu leikmannanna í dag. „Við þurfum að taka skrefið, æðislegt að sjá Snorra en Snorri er náttúrulega mjög ungur. Að hann hafi lagt upp mark er æðislegt en þeir sem eru svona aðeins aldrei þá vill maður fara fá líka framlag frá þeim en maður verður að vera sanngjarn og mér fannst þeir bara standa sig vel í dag. Bara vel gert hjá þeim og vel gert hjá strákunum í kringum þá líka að koma þeim vel inn í leikinn og niðurstaðan góður sigur á móti öflugu liði Skagans.“ Segir Þorlák Árnason vera þjálfara ársins KA mætir ÍBV í lokaumferðinni úti í Eyjum og tryggir sér forsetabikarinn með sigri eða jafntefli en ÍBV er þremur stigum á eftir KA en með hagstæðara markahlutfall. „Já klárt mál, það er alltaf skemmtilega að enda á að vinna og þetta er eini leikurinn á næstu mánuðum sem skiptir einhverju máli í deild þannig þetta er skemmtilegasti leikurinn næstu marga mánuðina þannig við ætlum bara fara til Eyja og heilsa upp á þá og heilsa upp á mínu mati þjálfara ársins, þjálfari ÍBV er búinn að gera virkilega virkilega vel. Hann er með lið úti á landi, fær menn örugglega seint inn og ferðast mikið og lenda í meiðslum á lykilmönnum en mér finnst hann hafa höndlað það rosalega vel og já bara koma inn á það að mér finnst Láki (Þorlákur Árnason) búinn að gera rosalega vel og auðvitað getur verið að einhver annar verði valinn þjálfari ársins, Sölvi (Geir Ottesen) eða einhver fyrir að vinna en mér finnst Láki sá þjálfari sem er búinn að fá mest úr úr því sem hann hefur.“
Besta deild karla Fótbolti KA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira