Fótbolti

Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mikael Egill Ellertsson og félagar í Genoa bíða enn eftir sínum fyrsta sigri í ítölsku úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Mikael Egill Ellertsson og félagar í Genoa bíða enn eftir sínum fyrsta sigri í ítölsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. getty/Simone Arveda

Mikael Egill Ellertsson lék allan leikinn fyrir Genoa sem gerði markalaust jafntefli við Parma í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Genoa fékk gullið tækifæri til að tryggja sér sigurinn í uppbótartíma.

Mikael Egill Ellertsson lék allan leikinn fyrir Genoa sem gerði markalaust jafntefli við Parma í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Genoa fékk gullið tækifæri til að tryggja sér sigurinn í uppbótartíma.

Genoa var mun hættulegri aðilinn í leiknum og átti 23 skot gegn aðeins einu hjá Parma. 

Gestirnir voru manni færri frá 42. mínútu þegar Abdoulaye Ndiaye fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Genoa sótti stíft og í uppbótartíma fékk liðið vítaspyrnu. Maxwel Cornet tók hana en Zion Suzuki, markvörður Parma, varði og kórónaði stórleik sinn. Lokatölur á Stadio Luigi Ferraris, 0-0.

Genoa er enn án sigurs, með þrjú stig, í nítjánda og næstneðsta sæti deildarinnar. Parma er í 15. sætinu með sex stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×