Handbolti

Viggó marka­hæstur í góðum sigri Erlangen

Siggeir Ævarsson skrifar
Viggó í leik með Erlangen á síðasta tímabili.
Viggó í leik með Erlangen á síðasta tímabili. Erlangen

Íslendingarnir í liði Erlangen, þeir Viggó Kristjánsson og Andri Már Rúnarsson, fóru mikinn í dag þegar liðið lagði Wetzlar í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Þeir félagar skoruðu samanlagt tæpan helming marka liðsins eða 15 af 33 mörkum en lokatölur leiksins urðu 33-26, Erlangen í vil.

Viggó gerði sér lítið fyrir og skoraði tíu mörk úr þrettán skotum og Andri bætti fimm við úr aðeins sex skotum.

Þetta var kærkominn sigur fyrir Erlangen en liðið hafði tapað síðustu tveimur leikjum sínum í deildinni. Liðið situr nú í 10. sæti með þrjá sigra í níu fyrstu leikjum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×