Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2025 23:31 Jonjo Shelvey með eiginkonu sinni og tveimur af börnum þeirra þegar hann var leikmaður Liverpool. Getty/John Powell Fyrrum leikmaður Liverpool er nú að spila í C-deildinni í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og fullvissar alla um það í nýju viðtali að hann sé ekki kominn til Dúbaí vegna peninganna. Jonjo Shelvey spilaði 278 leiki í ensku úrvalsdeildinni með Newcastle United, Liverpool, Swansea City og Nottingham Forest. Breska ríkisútvarpið elti Shelvey upp til Sameinuðu arabísku furstadæmanna þar sem hann var að spila sinn síðasta leik fyrir kannski 75 áhorfendur. Nýverið fór myndband á flug á netinu þar sem Shelvey sést klikka á vítaspyrnu. Jonjo Shelvey says he doesn’t want his children growing up in England, and would “never wear a watch” in LondonThe former Newcastle midfielder has started a new life in Dubai after leaving English football behind, find out more about it ⤵️https://t.co/gZRXsA8EUd pic.twitter.com/u5J0BbbFcq— Telegraph Football (@TeleFootball) October 16, 2025 Miðjumaðurinn fullyrti þó að honum væri „alveg sama“ eftir að myndskeið af spyrnunni sem hann klúðraði á Jebel Ali Shooting Club fékk milljón áhorf á samfélagsmiðlum. Truflar mig ekki „Það truflar mig ekki,“ sagði hann. „Ég hef síðan séð nokkur ummæli eins og „hann fór þangað fyrir peninga“. Ég hugsa með mér: „Hvaða peninga? Það eru engir peningar í annarri deild SAF,“ sagði Shelvey. „Hérna eru meðallaun fótboltamanns um tvö þúsund pund á mánuði. Miðað við það sem ég hef þénað á ferlinum er það ekki neitt. Bróðir minn þénar meira við að vinna á hóteli í London, svo það var aldrei út af peningunum sem ég kom hingað,“ sagði Shelvey. Hvernig gerðist þetta? Tvö þúsund pund eru um 327 þúsund íslenskar krónur. En hvers vegna endaði Shelvey á því að spila í þriðju efstu deild í SAF? Eftir misheppnaða reynslu hjá Hull City meiddist samningslausi leikmaðurinn aftan í læri sem flækti möguleika hans á að tryggja sér samning yfir sumarið. Harry Agombar, stjóri Arabian Falcons, hafði samband og bað æskuvin sinn um að flytja til Dúbaí til að hjálpa við að „byggja upp félagið“. Byrjaði upp á nýtt Þrátt fyrir að fjölskylda Shelveys hefði lengi verið búsett í Tyneside, jafnvel eftir að hann yfirgaf Newcastle árið 2023, sá þriggja barna faðirinn þetta sem tækifæri til að „byrja upp á nýtt“. Jonjo Shelvey has responded to claims around his move to UAE 🗣💬 pic.twitter.com/IJQt89xMmW— Match of the Day (@BBCMOTD) October 16, 2025 „Ég er búinn að eiga minn tíma. Ég er ánægður og sáttur. Ég er bara kominn á þann stað núna að ég vil njóta fótboltans. Þetta snýst um að vakna, njóta þess sem ég geri og eyða tíma með fjölskyldunni,“ sagði Shelvey. „Ef ég á að vera hreinskilinn vil ég ekki að börnin mín alist upp í Englandi lengur. Við erum mjög heppin að hafa búið í góðum hluta Bretlands en þar sem ég er upphaflega frá getur maður ekki átt flotta hluti að mínu mati. Ég myndi aldrei ganga með úr í London lengur. Maður getur ekki verið með símann sinn á lofti í London, að mínu mati,“ sagði Shelvey. Það má lesa allt viðtalið við hann hér. Enski boltinn Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Fleiri fréttir „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Sjá meira
Jonjo Shelvey spilaði 278 leiki í ensku úrvalsdeildinni með Newcastle United, Liverpool, Swansea City og Nottingham Forest. Breska ríkisútvarpið elti Shelvey upp til Sameinuðu arabísku furstadæmanna þar sem hann var að spila sinn síðasta leik fyrir kannski 75 áhorfendur. Nýverið fór myndband á flug á netinu þar sem Shelvey sést klikka á vítaspyrnu. Jonjo Shelvey says he doesn’t want his children growing up in England, and would “never wear a watch” in LondonThe former Newcastle midfielder has started a new life in Dubai after leaving English football behind, find out more about it ⤵️https://t.co/gZRXsA8EUd pic.twitter.com/u5J0BbbFcq— Telegraph Football (@TeleFootball) October 16, 2025 Miðjumaðurinn fullyrti þó að honum væri „alveg sama“ eftir að myndskeið af spyrnunni sem hann klúðraði á Jebel Ali Shooting Club fékk milljón áhorf á samfélagsmiðlum. Truflar mig ekki „Það truflar mig ekki,“ sagði hann. „Ég hef síðan séð nokkur ummæli eins og „hann fór þangað fyrir peninga“. Ég hugsa með mér: „Hvaða peninga? Það eru engir peningar í annarri deild SAF,“ sagði Shelvey. „Hérna eru meðallaun fótboltamanns um tvö þúsund pund á mánuði. Miðað við það sem ég hef þénað á ferlinum er það ekki neitt. Bróðir minn þénar meira við að vinna á hóteli í London, svo það var aldrei út af peningunum sem ég kom hingað,“ sagði Shelvey. Hvernig gerðist þetta? Tvö þúsund pund eru um 327 þúsund íslenskar krónur. En hvers vegna endaði Shelvey á því að spila í þriðju efstu deild í SAF? Eftir misheppnaða reynslu hjá Hull City meiddist samningslausi leikmaðurinn aftan í læri sem flækti möguleika hans á að tryggja sér samning yfir sumarið. Harry Agombar, stjóri Arabian Falcons, hafði samband og bað æskuvin sinn um að flytja til Dúbaí til að hjálpa við að „byggja upp félagið“. Byrjaði upp á nýtt Þrátt fyrir að fjölskylda Shelveys hefði lengi verið búsett í Tyneside, jafnvel eftir að hann yfirgaf Newcastle árið 2023, sá þriggja barna faðirinn þetta sem tækifæri til að „byrja upp á nýtt“. Jonjo Shelvey has responded to claims around his move to UAE 🗣💬 pic.twitter.com/IJQt89xMmW— Match of the Day (@BBCMOTD) October 16, 2025 „Ég er búinn að eiga minn tíma. Ég er ánægður og sáttur. Ég er bara kominn á þann stað núna að ég vil njóta fótboltans. Þetta snýst um að vakna, njóta þess sem ég geri og eyða tíma með fjölskyldunni,“ sagði Shelvey. „Ef ég á að vera hreinskilinn vil ég ekki að börnin mín alist upp í Englandi lengur. Við erum mjög heppin að hafa búið í góðum hluta Bretlands en þar sem ég er upphaflega frá getur maður ekki átt flotta hluti að mínu mati. Ég myndi aldrei ganga með úr í London lengur. Maður getur ekki verið með símann sinn á lofti í London, að mínu mati,“ sagði Shelvey. Það má lesa allt viðtalið við hann hér.
Enski boltinn Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Fleiri fréttir „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Sjá meira