„Við skulum ekki tala mikið um það“ Valur Páll Eiríksson skrifar 15. október 2025 13:32 Elín Rósa Magnúsdóttir. Vísir/Lýður „Það er rosa gott að koma heim og gista hjá mömmu,“ segir Elín Rósa Magnúsdóttir, landsliðskona í handbolta og einn nýjasti atvinnumaður Íslands. Hún verður í íslenska liðinu sem mætir Færeyjum í undankeppni EM 2026 í Lambhagahöllinni í kvöld. Elín Rósa tók skrefið út í atvinnumennsku í sumar er hún skipti frá Val til Blomberg-Lippe í Þýskalandi. Þó það sé gott að koma heim í landsliðsverkefni kann hún vel við sig þar ytra. Klippa: Frábær byrjun í Þýskalandi en tungumálið gengur hægt „Þetta er ótrúlega góður hópur sem maður er mættur í. Það er mikill metnaður og gengið mjög vel líka, sem er stór plús. Við erum búnar að vinna alla leiki í deildinni, vonandi heldur það áfram,“ segir Elín Rósa sem er liðsfélagi tveggja landsliðskvenna; Díönu Daggar Magnúsdóttur og Andreu Jacobsen. „Það er búið að vera ótrúlega gott að hafa Andreu og Díönu til að fá hjálp við allskonar sem manni datt ekki í hug fyrir fram. Allt þetta íbúðastúss, þetta er ekki stór bær. Maður þarf aðstoð við ýmislegt,“ segir Elín en hvernig gengur þýskan? „Tja… við skulum ekki tala mikið um það,“ segir Elín Rósa og hlær. Hefur eitthvað komið á óvart? „Hvað þetta er ótrúlega góður klúbbur og haldið vel utan um mann. Þetta er mjög professional en á sama tíma mjög þægilegt,“ segir Elín sem kann vel við lífið sem atvinnumaður. „Það er bara skemmtilegt og eitthvað sem maður stefndi alltaf að. Það er ótrúlega gaman að upplifa það, drauminn sem maður vildi alltaf lifa þegar maður var lítill.“ Fram undan eru leikir við Færeyjar hér heima í kvöld og Portúgal ytra um helgina. Það eru fyrstu tveir leikir íslenska liðsins í undankeppni EM 2026 en eru líka mikilvægir leikir fyrir breyttan landsliðshóp að stilla saman strengi fyrir HM sem fer fram í nóvember. „Klárlega. Alltaf þegar verða miklar breytingar þá riðlast aðeins skipulag. Við verðum fljótar að slípa okkur saman, við þurfum að gera það. Það er gott að fá alvöru leiki fyrir mótið. Við einblínum á að slípa okkur saman og byggja upp sjálfstraustið saman,“ segir Elín Rósa. Viðtalið má sjá í spilaranum. Ísland og Færeyjar mætast klukkan 19:30 í kvöld. Leiknum verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. EM kvenna í handbolta 2026 Landslið kvenna í handbolta Þýski handboltinn Handbolti Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sport Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sjá meira
Elín Rósa tók skrefið út í atvinnumennsku í sumar er hún skipti frá Val til Blomberg-Lippe í Þýskalandi. Þó það sé gott að koma heim í landsliðsverkefni kann hún vel við sig þar ytra. Klippa: Frábær byrjun í Þýskalandi en tungumálið gengur hægt „Þetta er ótrúlega góður hópur sem maður er mættur í. Það er mikill metnaður og gengið mjög vel líka, sem er stór plús. Við erum búnar að vinna alla leiki í deildinni, vonandi heldur það áfram,“ segir Elín Rósa sem er liðsfélagi tveggja landsliðskvenna; Díönu Daggar Magnúsdóttur og Andreu Jacobsen. „Það er búið að vera ótrúlega gott að hafa Andreu og Díönu til að fá hjálp við allskonar sem manni datt ekki í hug fyrir fram. Allt þetta íbúðastúss, þetta er ekki stór bær. Maður þarf aðstoð við ýmislegt,“ segir Elín en hvernig gengur þýskan? „Tja… við skulum ekki tala mikið um það,“ segir Elín Rósa og hlær. Hefur eitthvað komið á óvart? „Hvað þetta er ótrúlega góður klúbbur og haldið vel utan um mann. Þetta er mjög professional en á sama tíma mjög þægilegt,“ segir Elín sem kann vel við lífið sem atvinnumaður. „Það er bara skemmtilegt og eitthvað sem maður stefndi alltaf að. Það er ótrúlega gaman að upplifa það, drauminn sem maður vildi alltaf lifa þegar maður var lítill.“ Fram undan eru leikir við Færeyjar hér heima í kvöld og Portúgal ytra um helgina. Það eru fyrstu tveir leikir íslenska liðsins í undankeppni EM 2026 en eru líka mikilvægir leikir fyrir breyttan landsliðshóp að stilla saman strengi fyrir HM sem fer fram í nóvember. „Klárlega. Alltaf þegar verða miklar breytingar þá riðlast aðeins skipulag. Við verðum fljótar að slípa okkur saman, við þurfum að gera það. Það er gott að fá alvöru leiki fyrir mótið. Við einblínum á að slípa okkur saman og byggja upp sjálfstraustið saman,“ segir Elín Rósa. Viðtalið má sjá í spilaranum. Ísland og Færeyjar mætast klukkan 19:30 í kvöld. Leiknum verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi.
EM kvenna í handbolta 2026 Landslið kvenna í handbolta Þýski handboltinn Handbolti Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sport Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sjá meira