Fótbolti

Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Ís­landi

Sindri Sverrisson skrifar
Dailon Livramento (t.h.) skoraði eitt af mörkum Grænhöfðaeyja í dag.
Dailon Livramento (t.h.) skoraði eitt af mörkum Grænhöfðaeyja í dag. Getty/Mohammed Almana

Grænhöfðaeyjar tryggðu sér í dag sæti á HM karla í fótbolta í fyrsta sinn. Grænhöfðeyingar verða þar með næstminnsta þjóðin til að spila á HM, á eftir Íslendingum.

Grænhöfðaeyjar, sem eru tíu eyja klasi undan vesturströnd Afríku, telja um 525.000 íbúa og eins og bent er á í erlendum miðlum á borð við BBC hefur það aðeins einu sinni gerst að minni þjóð komist á HM. Það var þegar Ísland komst á HM í Rússlandi 2018. Hafa ber í huga að mótið hefur verið stækkað síðan þá og því greiðari leið inn á það.

Grænhöfðeyingar tryggðu sér endanlega HM-sæti með 3-0 sigri gegn Esvatíní. Liðið endaði því með 23 stig í efsta sæti D-riðils undankeppninnar í Afríku, úr 10 leikjum, eða fjórum stigum fyrir ofan Kamerún sem endaði í 2. sæti og komst í umspil.

Dailon Livramento, Willy Semedo og Stopira skoruðu mörk Grænhöfðaeyja í dag og tryggðu sjálfsagt þjóðhátíð næstu daga.

HM hefst í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó 11. júní og í fyrsta sinn verða 48 þjóðir með, í stað 32 áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×