Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. október 2025 12:07 Á augnabliki skapaðist stórhætta í Reynisfjöru. Hybaj na Island Enn eitt myndskeiðið af ferðafólki koma sér í klandur í Reynisfjöru hefur vakið mikla athygli undanfarna daga á samfélagsmiðlum. Enginn virðist sem betur fer hafa slasast alvarlega. Slóvakar sem sækja Ísland reglulega heim og halda úti Facebook-síðu vöktu athygli á atvikinu á samfélagsmiðlum sínum í síðustu viku. Marek frá Slóvakíu tók myndskeiðið þriðjudaginn 7. október. Þar má sjá ferðamann í appelsínugulum regnjakka tylla sér við stuðlabergið í flæðamálinu í Reynisfjöru og stilla sér upp fyrir myndatöku. Á augabragði skellur alda á manninum og nærstöddu fólki með miklum tilþrifum. Marek segir ferðamennina hafa verið frá Kína og ekki orðið meint af. „Maðurinn var í nákvæmlega sömu stöðu eftir ölduna, nema rennandi blautur,“ segir Marek. Gul, appelsínugul og rauð viðvörunarljós eru notuð til að meta stöðuna í fjörunni hverju sinni. Marek segir að þennan dag hafi appelsínugulaljósið logað til marks um að töluverð hætta sé á ferðum og fólk beðið um að halda sig langt frá briminu. Marek segir að þennan dag hafi verið gott veður, sólríkur dagur en öldurnar alltaf jafnhættulegar. Hann bjó um tíma á Íslandi og reynir að koma hingað til lands einu sinni til tvisvar á ári. Hann hreinlega elski íslenska náttúru. Hann heldur heim til Slóvakíu á morgun og segir þessa heimsókn hafa verið í blautari kantinum enda töluvert rignt undanfarna daga. Atvikið er enn ein áminningin um hættuna í Reynisfjöru. Banaslys varð í Reynisfjöru í byrjun ágúst þegar að níu ára stúlka frá Þýskalandi varð öldunni að bráð. Faðir hennar og systir voru einnig hætt komin. Banaslysið var það fyrsta síðan auknar öryggisráðstafanir voru gerðar á svæðinu í framhaldi af banaslysum í fjörunni fyrir þremur og fjórum árum síðan. Þá var meðal annars aukið við upplýsingagjöf og merkingar, settar upp öryggismyndavélar og ljósaskilti sem gefur til kynna hverjar aðstæður eru hverju sinni með tilliti til ölduhæðar, og hversu langt niður í fjöruna er óhætt að fara. Borið hefur á því að ferðamenn í Reynisfjöru hunsi einfaldlega ljósin í fjörunni og setji sig í mjög meðvitaða hættu. Að neðan má sjá myndbönd frá Reynisfjöru í lok ágúst þar sem fólk virðir rautt viðvörunarljós að vettugi. Reynisfjara Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mýrdalshreppur Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Slóvakar sem sækja Ísland reglulega heim og halda úti Facebook-síðu vöktu athygli á atvikinu á samfélagsmiðlum sínum í síðustu viku. Marek frá Slóvakíu tók myndskeiðið þriðjudaginn 7. október. Þar má sjá ferðamann í appelsínugulum regnjakka tylla sér við stuðlabergið í flæðamálinu í Reynisfjöru og stilla sér upp fyrir myndatöku. Á augabragði skellur alda á manninum og nærstöddu fólki með miklum tilþrifum. Marek segir ferðamennina hafa verið frá Kína og ekki orðið meint af. „Maðurinn var í nákvæmlega sömu stöðu eftir ölduna, nema rennandi blautur,“ segir Marek. Gul, appelsínugul og rauð viðvörunarljós eru notuð til að meta stöðuna í fjörunni hverju sinni. Marek segir að þennan dag hafi appelsínugulaljósið logað til marks um að töluverð hætta sé á ferðum og fólk beðið um að halda sig langt frá briminu. Marek segir að þennan dag hafi verið gott veður, sólríkur dagur en öldurnar alltaf jafnhættulegar. Hann bjó um tíma á Íslandi og reynir að koma hingað til lands einu sinni til tvisvar á ári. Hann hreinlega elski íslenska náttúru. Hann heldur heim til Slóvakíu á morgun og segir þessa heimsókn hafa verið í blautari kantinum enda töluvert rignt undanfarna daga. Atvikið er enn ein áminningin um hættuna í Reynisfjöru. Banaslys varð í Reynisfjöru í byrjun ágúst þegar að níu ára stúlka frá Þýskalandi varð öldunni að bráð. Faðir hennar og systir voru einnig hætt komin. Banaslysið var það fyrsta síðan auknar öryggisráðstafanir voru gerðar á svæðinu í framhaldi af banaslysum í fjörunni fyrir þremur og fjórum árum síðan. Þá var meðal annars aukið við upplýsingagjöf og merkingar, settar upp öryggismyndavélar og ljósaskilti sem gefur til kynna hverjar aðstæður eru hverju sinni með tilliti til ölduhæðar, og hversu langt niður í fjöruna er óhætt að fara. Borið hefur á því að ferðamenn í Reynisfjöru hunsi einfaldlega ljósin í fjörunni og setji sig í mjög meðvitaða hættu. Að neðan má sjá myndbönd frá Reynisfjöru í lok ágúst þar sem fólk virðir rautt viðvörunarljós að vettugi.
Reynisfjara Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mýrdalshreppur Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira