Fór upp Eiffelturninn á hjóli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2025 12:02 Aurelien Fontenoy hjólaði upp Eiffelturninn á mettíma en hann mátti ekki snerta jörðina allan tímann. @toureiffelofficielle Heimsmetin eru margs konar og eitt þeirra var slegið í Eiffelturninum í París á dögunum. Aurelien Fontenoy setti þá nýtt heimsmet í því að vera fljótastur til að komast upp á aðra hæð Eiffelturnsins á trial-fjallahjóli, eða hæsta pallinn sem hægt er að komast upp á með stiga. Fontenoy fór upp 686 tröppur á tólf mínútum og þrjátíu sekúndum. Hann mátti ekki láta fæturna snerta jörðina á meðan hann hjólaði upp Eiffelturninn. Fyrra heimsmetið var frá árinu 2002 þegar Hugues Richard náði því á 19 mínútum og 4 sekúndum. Það eru ekki mörg heimsmet í íþróttum sem standa í meira en 23 ár. Hoppa, hoppa, hoppa mikið! Málið með að hjóla upp 686 tröppur er þó að það er ekki hægt að stíga mikið á pedalana. View this post on Instagram A post shared by El Diario Vasco (@diariovasco) „Fyrir þessa áskorun nota ég bremsuna og þarf bara að þjappa dekkinu saman því ég er ekki með neina fjöðrun eða neitt, þetta er bara stíft hjól,“ segir Fontenoy í viðtali við CNN. „Þannig að við þurfum bara að pumpa með bremsunni og hoppa, hoppa, hoppa mikið!“ Það hefur kostað mikinn undirbúning að komast á þennan stað, sem hófst með óteljandi klukkustundum af æfingum í ræktinni. Krefjandi skipulagning Skipulagning heimsmetstilraunar í kringum eitt frægasta kennileiti Evrópu var mjög krefjandi. „Þetta er áskorun sem ég skipulagði fyrir kannski þremur eða fjórum árum,“ útskýrir hann. „Ég byrjaði fyrir fjórum árum í Tour Trinity og átti að fara í Eiffelturninn á eftir. En Covid-19, svo Ólympíuleikarnir, svo framkvæmdir og málun turnsins. Þannig að það var mikil vinna að skipuleggja þetta!“ Sú staðreynd að tilraunin var svo lengi í undirbúningi jók einnig álagið á Fontenoy. „Við fengum bara eitt tækifæri. Síðasta met var árið 2002 og við þurftum tuttugu ár til að gera nýja áskorun hér því það er svo mikil vinna að skipuleggja það. Svo ég sagði að ég vildi ekki klúðra því. Svo já, það er smá stress. Einnig, þegar þú segir við vin þinn „Ég ætla að reyna að slá metið,“ og þú segir það líka við styrktaraðilann þinn, þá eru allir að búast við einhverju frá þér,“ segir hann. Hundrað prósent áreynsla í tólf mínútur „Þegar ég kom í mark var ég gjörsamlega búinn á því því þetta eru 12 mínútur, en hundrað prósent áreynsla í tólf mínútur. Ég var ofboðslega ánægður því, ég sýndi ekkert, en það var smá stress fyrir mig að slá þetta met,“ sagði Fontenoy. View this post on Instagram A post shared by La tour Eiffel (@toureiffelofficielle) Hjólreiðar Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Sjá meira
Aurelien Fontenoy setti þá nýtt heimsmet í því að vera fljótastur til að komast upp á aðra hæð Eiffelturnsins á trial-fjallahjóli, eða hæsta pallinn sem hægt er að komast upp á með stiga. Fontenoy fór upp 686 tröppur á tólf mínútum og þrjátíu sekúndum. Hann mátti ekki láta fæturna snerta jörðina á meðan hann hjólaði upp Eiffelturninn. Fyrra heimsmetið var frá árinu 2002 þegar Hugues Richard náði því á 19 mínútum og 4 sekúndum. Það eru ekki mörg heimsmet í íþróttum sem standa í meira en 23 ár. Hoppa, hoppa, hoppa mikið! Málið með að hjóla upp 686 tröppur er þó að það er ekki hægt að stíga mikið á pedalana. View this post on Instagram A post shared by El Diario Vasco (@diariovasco) „Fyrir þessa áskorun nota ég bremsuna og þarf bara að þjappa dekkinu saman því ég er ekki með neina fjöðrun eða neitt, þetta er bara stíft hjól,“ segir Fontenoy í viðtali við CNN. „Þannig að við þurfum bara að pumpa með bremsunni og hoppa, hoppa, hoppa mikið!“ Það hefur kostað mikinn undirbúning að komast á þennan stað, sem hófst með óteljandi klukkustundum af æfingum í ræktinni. Krefjandi skipulagning Skipulagning heimsmetstilraunar í kringum eitt frægasta kennileiti Evrópu var mjög krefjandi. „Þetta er áskorun sem ég skipulagði fyrir kannski þremur eða fjórum árum,“ útskýrir hann. „Ég byrjaði fyrir fjórum árum í Tour Trinity og átti að fara í Eiffelturninn á eftir. En Covid-19, svo Ólympíuleikarnir, svo framkvæmdir og málun turnsins. Þannig að það var mikil vinna að skipuleggja þetta!“ Sú staðreynd að tilraunin var svo lengi í undirbúningi jók einnig álagið á Fontenoy. „Við fengum bara eitt tækifæri. Síðasta met var árið 2002 og við þurftum tuttugu ár til að gera nýja áskorun hér því það er svo mikil vinna að skipuleggja það. Svo ég sagði að ég vildi ekki klúðra því. Svo já, það er smá stress. Einnig, þegar þú segir við vin þinn „Ég ætla að reyna að slá metið,“ og þú segir það líka við styrktaraðilann þinn, þá eru allir að búast við einhverju frá þér,“ segir hann. Hundrað prósent áreynsla í tólf mínútur „Þegar ég kom í mark var ég gjörsamlega búinn á því því þetta eru 12 mínútur, en hundrað prósent áreynsla í tólf mínútur. Ég var ofboðslega ánægður því, ég sýndi ekkert, en það var smá stress fyrir mig að slá þetta met,“ sagði Fontenoy. View this post on Instagram A post shared by La tour Eiffel (@toureiffelofficielle)
Hjólreiðar Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Sjá meira