Sport

Settar í bann fyrir búðarþjófnað

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Benedetta Pilato var að koma hem með verðlaun frá heimsmeistaramótinu en kom sér í vandræði á flugvellinum.
Benedetta Pilato var að koma hem með verðlaun frá heimsmeistaramótinu en kom sér í vandræði á flugvellinum. Getty/ DBM/Insidefoto

Tveir ítalskir sundmenn sem voru handteknir fyrir búðarþjófnað í Singapúr þegar þeir voru á heimleið frá heimsmeistaramótinu í sundi.

Sundmennirnir voru á fimmtudaginn dæmdir í þriggja mánaða bann.

Benedetta Pilato, sem vann bronsverðlaun í 50 metra bringusundi, og Chiara Tarantino munu missa af Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug í Póllandi í desember.

Ítalska sundsambandið sagðist hafa tekið tillit til samstarfsvilja íþróttamannanna, sem tækju ábyrgð á gjörðum sínum.

Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum voru Pilato og Tarantino stöðvaðar á flugvelli í Singapúr og haldið í nokkra daga eftir að sú síðarnefnda sást setja stolnar snyrtivörur í tösku liðsfélaga síns.

Þeim var sleppt eftir að ítalska sendiráðið hafði milligöngu fyrir þeirra hönd.

Atvikið átti sér stað rúmri viku eftir að heimsmeistaramótinu lauk þann 3. ágúst, þegar sundmennirnir voru á heimleið úr fríi á Balí.

Hin tuttugu ára Pilato vann gull í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu 2022 og hefur einnig unnið þrenn önnur verðlaun á heimsmeistaramótum í 50 metra laug. Hún lenti í fjórða sæti í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í París í fyrra.

Hin 22 ára Tarantino vann brons í blandaðri 4x100 metra skriðsundsboðsundi á Evrópumeistaramótinu 2021.

Báðar hafa þær einnig unnið til verðlauna á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×