Rooney er ósammála Gerrard Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2025 09:00 Wayne Rooney og Steven Gerrard léku 71 landsleik saman á sínum tíma með enska landsliðinu. Getty/Stuart Franklin Wayne Rooney er alls ekki á því að núverandi enska landsliðið í fótbolta hafi betra hugarfar en „gullkynslóðin“ hans eins og fyrrum landsliðsfélagi hans Steven Gerrard hélt fram í vikunni. Steven Gerrard, fyrrverandi fyrirliði enska landsliðsins, olli miklu fjaðrafoki í vikunni þegar hann sagði að skort þeirra á titlum mætti rekja til þess að lykilleikmenn hafi verið „sjálfhverfir lúserar.“ Gerrard, sem sjálfur spilaði 114 landsleiki fyrir England á árunum 2000 til 2014, sagði: „Við vorum ekki lið.“ Rooney taldi ástæðu til að svara þessum ummælum í hlaðvarpi sínu The Wayne Rooney Show. Roy Keane and Wayne Rooney respond to Steven Gerrard's "egotistical losers" comment 🗣️ pic.twitter.com/9JdBI5INam— ESPN UK (@ESPNUK) October 10, 2025 Manchester United-goðsögnin er ekki sammála Gerrard, en þeir spiluðu saman í hæfileikaríkri kynslóð sem innihélt leikmenn á borð við Paul Scholes, David Beckham og Michael Owen. Rooney spilaði 120 landsleiki fyrir England á fimmtán árum og skoraði 53 mörk en aðeins Harry Kane hefur skorað fleiri mörk fyrir enska landsliðið. Hvorugur komst í undanúrslit Hvorki Gerrard né Rooney komust lengra en í undanúrslit á stórmóti með Englandi, á meðan þessi kynslóð sem er í liðinu í dag komst í úrslitaleiki EM 2020 og 2024 og undanúrslit HM 2022. „Við unnum auðvitað ekkert. Ég myndi ekki orða þetta alveg svona en ég skil hvað hann er að meina. Það voru margir stórir karakterar í búningsklefanum,“ sagði Rooney. „Ég myndi ekki segja að núverandi enska landsliðið hafi betra hugarfar. Það er vanvirðing við okkur sem leikmenn því við lögðum hart að okkur, við reyndum. Okkur tókst bara ekki að ná því,“ sagði Rooney. Við hefðum getað það „Jafnvel þegar maður lítur til baka með þá leikmenn sem við höfðum, hefðum við getað gert betur? Við hefðum getað það en það átti ekki að verða,“ sagði Rooney. Fyrrverandi framherji Manchester United útskýrði enn fremur að samband leikmanna frá keppinautaliðum í deildinni hafi batnað. „Það sem við sjáum núna eru [keppinautar] sem æfa saman áður en þeir fara saman aftur á undirbúningstímabilið, til dæmis Phil Foden og Marcus Rashford. Þetta er önnur kynslóð. Stóra málið er að fjölmiðlaumfjöllunin er miklu betri. Leikmennirnir ná betur til fjölmiðla. Utan frá gefur það betri tilfinningu,“ sagði Rooney. Erfitt samband við leikmenn Liverpool Gerrard sagði að sumir leikmenn Manchester United og Liverpool hefðu betra samband sem sparkspekingar en þeir höfðu þegar þeir spiluðu fyrir England. „Mér fannst ég ekki vera hluti af liði. Mér fannst ég ekki tengjast liðsfélögum mínum, með Englandi,“ sagði Gerrard í hlaðvarpinu Rio Ferdinand Presents. Rooney tók undir með Liverpool-goðsögninni og bætti við: „Það var erfitt að hafa þetta samband við leikmenn Liverpool og Man Utd. Það er auðveldara núna,“ sagði Rooney. Enski boltinn Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira
Steven Gerrard, fyrrverandi fyrirliði enska landsliðsins, olli miklu fjaðrafoki í vikunni þegar hann sagði að skort þeirra á titlum mætti rekja til þess að lykilleikmenn hafi verið „sjálfhverfir lúserar.“ Gerrard, sem sjálfur spilaði 114 landsleiki fyrir England á árunum 2000 til 2014, sagði: „Við vorum ekki lið.“ Rooney taldi ástæðu til að svara þessum ummælum í hlaðvarpi sínu The Wayne Rooney Show. Roy Keane and Wayne Rooney respond to Steven Gerrard's "egotistical losers" comment 🗣️ pic.twitter.com/9JdBI5INam— ESPN UK (@ESPNUK) October 10, 2025 Manchester United-goðsögnin er ekki sammála Gerrard, en þeir spiluðu saman í hæfileikaríkri kynslóð sem innihélt leikmenn á borð við Paul Scholes, David Beckham og Michael Owen. Rooney spilaði 120 landsleiki fyrir England á fimmtán árum og skoraði 53 mörk en aðeins Harry Kane hefur skorað fleiri mörk fyrir enska landsliðið. Hvorugur komst í undanúrslit Hvorki Gerrard né Rooney komust lengra en í undanúrslit á stórmóti með Englandi, á meðan þessi kynslóð sem er í liðinu í dag komst í úrslitaleiki EM 2020 og 2024 og undanúrslit HM 2022. „Við unnum auðvitað ekkert. Ég myndi ekki orða þetta alveg svona en ég skil hvað hann er að meina. Það voru margir stórir karakterar í búningsklefanum,“ sagði Rooney. „Ég myndi ekki segja að núverandi enska landsliðið hafi betra hugarfar. Það er vanvirðing við okkur sem leikmenn því við lögðum hart að okkur, við reyndum. Okkur tókst bara ekki að ná því,“ sagði Rooney. Við hefðum getað það „Jafnvel þegar maður lítur til baka með þá leikmenn sem við höfðum, hefðum við getað gert betur? Við hefðum getað það en það átti ekki að verða,“ sagði Rooney. Fyrrverandi framherji Manchester United útskýrði enn fremur að samband leikmanna frá keppinautaliðum í deildinni hafi batnað. „Það sem við sjáum núna eru [keppinautar] sem æfa saman áður en þeir fara saman aftur á undirbúningstímabilið, til dæmis Phil Foden og Marcus Rashford. Þetta er önnur kynslóð. Stóra málið er að fjölmiðlaumfjöllunin er miklu betri. Leikmennirnir ná betur til fjölmiðla. Utan frá gefur það betri tilfinningu,“ sagði Rooney. Erfitt samband við leikmenn Liverpool Gerrard sagði að sumir leikmenn Manchester United og Liverpool hefðu betra samband sem sparkspekingar en þeir höfðu þegar þeir spiluðu fyrir England. „Mér fannst ég ekki vera hluti af liði. Mér fannst ég ekki tengjast liðsfélögum mínum, með Englandi,“ sagði Gerrard í hlaðvarpinu Rio Ferdinand Presents. Rooney tók undir með Liverpool-goðsögninni og bætti við: „Það var erfitt að hafa þetta samband við leikmenn Liverpool og Man Utd. Það er auðveldara núna,“ sagði Rooney.
Enski boltinn Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti