Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2025 08:02 Sir Jim Ratcliffe huggar Ruben Amorim eftir úrslitaleik Evrópudeildarinnar síðasa vor. Getty/James Gill Sir Jim Ratcliffe, meðeigandi Manchester United, virðist vera tilbúinn að gefa Portúgalanum Ruben Amorim nokkur ár til að snúa gengi liðsins við á Old Trafford. Portúgalski þjálfarinn er undir talsverðri pressu eftir tíu mánaða stjórnartíð sem hefur aðeins skilað tíu sigrum í ensku úrvalsdeildinni og aldrei náð að vinna tvo deildarleiki í röð. Eftir að gengi liðsins í haust breyttist lítið frá því í fyrra hafa margir stuðningsmenn kallað eftir því að hinn fertugi þjálfari verði rekinn. Þrátt fyrir erfiða byrjun á tímabilinu hefur Ratcliffe gefið í skyn að hann sé tilbúinn að bíða með dóma þar til samningur Amorim rennur út árið 2027 og nefndi þolinmæði Arsenal gagnvart Mikel Arteta sem dæmi til eftirbreytni. Fótboltalið verður ekki til á einni nóttu „Hann hefur ekki átt sitt besta tímabil,“ sagði Ratcliffe í hlaðvarpsþættinum „The Business“ hjá The Times. „Ruben þarf að sýna að hann sé frábær þjálfari á þremur árum. Það er staðan sem ég myndi taka, þrjú ár, því gott fótboltalið verður ekki til á einni nóttu. Líttu á Mikel Arteta hjá Arsenal, hann átti erfitt uppdráttar fyrstu árin,“ sagði Ratcliffe. Amorim stýrði sínum fimmtugasta leik á laugardaginn þegar United vann Sunderland 2-0 og bætti um leið andrúmsloftið á Old Trafford til mikilla muna. Sigurhlutfall hans, 40 prósent, er það lægsta hjá fastráðnum stjóra United síðan Frank O'Farrell var við stjórnvölinn á áttunda áratugnum. Mun ekki taka skyndiákvarðanir Ratcliffe fullyrðir þó að hann muni ekki taka „skyndiákvarðanir“ og ætlar að gefa Amorim meiri tíma. „Fjölmiðlarnir, stundum skil ég hana ekki. Þeir vilja árangur strax. Þeir halda að þetta sé eins og að ýta á takka. Þú veist, þú ýtir á takka og allt verður í blóma á morgun,“ sagði Ratcliffe. „Þú getur ekki rekið félag eins og Manchester United með skyndiákvörðunum byggðum á einhverjum blaðamanni sem missir sig í hverri viku,“ sagði Ratcliffe. Enski boltinn Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Sjá meira
Portúgalski þjálfarinn er undir talsverðri pressu eftir tíu mánaða stjórnartíð sem hefur aðeins skilað tíu sigrum í ensku úrvalsdeildinni og aldrei náð að vinna tvo deildarleiki í röð. Eftir að gengi liðsins í haust breyttist lítið frá því í fyrra hafa margir stuðningsmenn kallað eftir því að hinn fertugi þjálfari verði rekinn. Þrátt fyrir erfiða byrjun á tímabilinu hefur Ratcliffe gefið í skyn að hann sé tilbúinn að bíða með dóma þar til samningur Amorim rennur út árið 2027 og nefndi þolinmæði Arsenal gagnvart Mikel Arteta sem dæmi til eftirbreytni. Fótboltalið verður ekki til á einni nóttu „Hann hefur ekki átt sitt besta tímabil,“ sagði Ratcliffe í hlaðvarpsþættinum „The Business“ hjá The Times. „Ruben þarf að sýna að hann sé frábær þjálfari á þremur árum. Það er staðan sem ég myndi taka, þrjú ár, því gott fótboltalið verður ekki til á einni nóttu. Líttu á Mikel Arteta hjá Arsenal, hann átti erfitt uppdráttar fyrstu árin,“ sagði Ratcliffe. Amorim stýrði sínum fimmtugasta leik á laugardaginn þegar United vann Sunderland 2-0 og bætti um leið andrúmsloftið á Old Trafford til mikilla muna. Sigurhlutfall hans, 40 prósent, er það lægsta hjá fastráðnum stjóra United síðan Frank O'Farrell var við stjórnvölinn á áttunda áratugnum. Mun ekki taka skyndiákvarðanir Ratcliffe fullyrðir þó að hann muni ekki taka „skyndiákvarðanir“ og ætlar að gefa Amorim meiri tíma. „Fjölmiðlarnir, stundum skil ég hana ekki. Þeir vilja árangur strax. Þeir halda að þetta sé eins og að ýta á takka. Þú veist, þú ýtir á takka og allt verður í blóma á morgun,“ sagði Ratcliffe. „Þú getur ekki rekið félag eins og Manchester United með skyndiákvörðunum byggðum á einhverjum blaðamanni sem missir sig í hverri viku,“ sagði Ratcliffe.
Enski boltinn Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Sjá meira