Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2025 18:58 Leikmenn Twente fögnuðu vel eftir að hafa komist yfir í kvöld, gegn stórliði Chelsea. Getty/Teresa Kröger Það var vel fagnað í Hollandi í kvöld þegar Twente, liði Amöndu Andradóttur, tókst að landa stigi gegn Englandsmeisturum síðustu sex ára í röð, Chelsea, í fyrsta leik sínum í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Leikurinn fór 1-1 og er óhætt að segja að þetta séu stór úrslit fyrir Twente sem er aðeins í annað sinn í keppninni, og var í kvöld að mæta liði sem til að mynda komst í undanúrslitin á síðustu leiktíð. Hollenski fyrirliðinn Danique van Ginkel kom Twente yfir á 62. mínútu með frábæru skoti en Sandy Baltimore jafnaði metin úr vítaspyrnu þegar tuttugu mínútur voru eftir, eftir að brotið var á Guro Reiten innan teigs. Amanda var á bekknum lengst af en kom inn á sem varamaður á 88. mínútu. Í öðrum leik sem var að ljúka vann Real Madrid stórsigur á Roma, 6-2, á Spáni. Caroline Weir og Alba Redondo skoruðu tvö mörk hvor. Leikirnir voru í fyrstu umferð nýju útgáfunnar af Meistaradeildinni, þar sem öll átján liðin leika saman í deild líkt og karlamegin, í stað riðlakeppni áður. Jafnt í Íslendingaslag í Evrópubikarnum Í Evrópubikarnum, nýju og næstbestu Evrópukeppninni, náði Braga í gott jafntefli gegn Anderlecht í Íslendingaslag í Belgíu, 1-1. Liðin mætast svo aftur í Portúgal í næstu viku og sigurliðið í einvíginu kemst í aðalkeppni Evrópubikarsins. Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn í kvöld, í vörn Braga, og Ásdís Karen Halldórsdóttir kom inn á sem varamaður, á 68. mínútu. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir lék allan leikinn fyrir Anderlecht. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Það er alveg hægt að segja að Inter, lið Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, sé komið inn í Evrópubikarinn í fótbolta þó að liðið eigi eftir seinni leik sinn við albanska liðið Vllaznia. Fyrri leikurinn fór 7-0 á Ítalíu í kvöld. 8. október 2025 18:24 Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Leikurinn fór 1-1 og er óhætt að segja að þetta séu stór úrslit fyrir Twente sem er aðeins í annað sinn í keppninni, og var í kvöld að mæta liði sem til að mynda komst í undanúrslitin á síðustu leiktíð. Hollenski fyrirliðinn Danique van Ginkel kom Twente yfir á 62. mínútu með frábæru skoti en Sandy Baltimore jafnaði metin úr vítaspyrnu þegar tuttugu mínútur voru eftir, eftir að brotið var á Guro Reiten innan teigs. Amanda var á bekknum lengst af en kom inn á sem varamaður á 88. mínútu. Í öðrum leik sem var að ljúka vann Real Madrid stórsigur á Roma, 6-2, á Spáni. Caroline Weir og Alba Redondo skoruðu tvö mörk hvor. Leikirnir voru í fyrstu umferð nýju útgáfunnar af Meistaradeildinni, þar sem öll átján liðin leika saman í deild líkt og karlamegin, í stað riðlakeppni áður. Jafnt í Íslendingaslag í Evrópubikarnum Í Evrópubikarnum, nýju og næstbestu Evrópukeppninni, náði Braga í gott jafntefli gegn Anderlecht í Íslendingaslag í Belgíu, 1-1. Liðin mætast svo aftur í Portúgal í næstu viku og sigurliðið í einvíginu kemst í aðalkeppni Evrópubikarsins. Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn í kvöld, í vörn Braga, og Ásdís Karen Halldórsdóttir kom inn á sem varamaður, á 68. mínútu. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir lék allan leikinn fyrir Anderlecht.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Það er alveg hægt að segja að Inter, lið Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, sé komið inn í Evrópubikarinn í fótbolta þó að liðið eigi eftir seinni leik sinn við albanska liðið Vllaznia. Fyrri leikurinn fór 7-0 á Ítalíu í kvöld. 8. október 2025 18:24 Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Það er alveg hægt að segja að Inter, lið Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, sé komið inn í Evrópubikarinn í fótbolta þó að liðið eigi eftir seinni leik sinn við albanska liðið Vllaznia. Fyrri leikurinn fór 7-0 á Ítalíu í kvöld. 8. október 2025 18:24