Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2025 09:00 Ruben Amorim í Manchester United-gallanum um síðustu helgi á móti Sunderland en þetta er kannski happagallinn sem snýr öllu við. Getty/Carl Recine Hæstráðendur hjá Manchester United eru sannfærðir um að leikmenn liðsins vilji halda aðalþjálfaranum Ruben Amorim en þetta kom í ljós á dögunum eftir jákvæð samtöl milli leikmanna og stjórnarmanna félagsins. United létti á mikilli pressun á Amorim með 2-0 sigri á Sunderland í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford á laugardaginn var. Eftir leikinn sagði Mason Mount að búningsklefinn stæði „hundrað prósent á bak við stjórann“ þrátt fyrir erfiða byrjun á tímabilinu. Varnarmaðurinn Matthijs de Ligt hafði einnig lýst yfir stuðningi við Amorim eftir 3-1 tapið gegn Brentford. Heimildir ESPN herma að framkvæmdastjórinn Omar Berrada og yfirmaður knattspyrnumála Jason Wilcox hafi einnig rætt við leikmenn úr hópnum, þar á meðal fyrirliðann Bruno Fernandes og leiðtogahópinn. Þeir eru eftir það sannfærðir um að portúgalski þjálfarinn njóti áframhaldandi stuðnings. Samtölin voru ekki sögð formleg eða ætluð til að „kanna hug“ leikmanna varðandi framtíð Amorim. Hins vegar kom í ljós að menn eru sáttir með Amorim og andrúmsloftið í búningsklefanum er gott. Ákvörðun um að reka Amorim, sem er með samning til 2027, yrði tekin í samráði við Sir Jim Ratcliffe og Joel Glazer, þótt Berrada og Wilcox yrðu beðnir um sitt álit. Berrada og Wilcox, sem voru ráðnir af Ratcliffe eftir að hann varð minnihlutaeigandi í febrúar 2024, hafa tekið virkan þátt í að reyna að skilja stemninguna innan félagsins. Báðir hafa skrifstofur á Carrington, sem hefur fengið fimmtíu milljóna punda andlitslyftingu á síðasta ári, sem hefur gert þeim kleift að hafa meiri samskipti við Amorim og leikmennina. Samræður milli stjórnenda, leikmanna og starfsfólks hafa aukist síðan flutt var aftur inn í aðalbygginguna á Carrington í ágúst og samskipti eru orðin algeng á og í kringum nýhönnuð sameiginleg svæði. Fyrrverandi framkvæmdastjóri, Richard Arnold, sem hætti í nóvember 2023, varði mestum hluta vinnuviku sinnar á Old Trafford frekar en á æfingasvæðinu. Forveri hans, Ed Woodward, var sýnilegri á Carrington þrátt fyrir að hafa skrifstofur sínar á leikvanginum. Enski boltinn Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Sjá meira
United létti á mikilli pressun á Amorim með 2-0 sigri á Sunderland í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford á laugardaginn var. Eftir leikinn sagði Mason Mount að búningsklefinn stæði „hundrað prósent á bak við stjórann“ þrátt fyrir erfiða byrjun á tímabilinu. Varnarmaðurinn Matthijs de Ligt hafði einnig lýst yfir stuðningi við Amorim eftir 3-1 tapið gegn Brentford. Heimildir ESPN herma að framkvæmdastjórinn Omar Berrada og yfirmaður knattspyrnumála Jason Wilcox hafi einnig rætt við leikmenn úr hópnum, þar á meðal fyrirliðann Bruno Fernandes og leiðtogahópinn. Þeir eru eftir það sannfærðir um að portúgalski þjálfarinn njóti áframhaldandi stuðnings. Samtölin voru ekki sögð formleg eða ætluð til að „kanna hug“ leikmanna varðandi framtíð Amorim. Hins vegar kom í ljós að menn eru sáttir með Amorim og andrúmsloftið í búningsklefanum er gott. Ákvörðun um að reka Amorim, sem er með samning til 2027, yrði tekin í samráði við Sir Jim Ratcliffe og Joel Glazer, þótt Berrada og Wilcox yrðu beðnir um sitt álit. Berrada og Wilcox, sem voru ráðnir af Ratcliffe eftir að hann varð minnihlutaeigandi í febrúar 2024, hafa tekið virkan þátt í að reyna að skilja stemninguna innan félagsins. Báðir hafa skrifstofur á Carrington, sem hefur fengið fimmtíu milljóna punda andlitslyftingu á síðasta ári, sem hefur gert þeim kleift að hafa meiri samskipti við Amorim og leikmennina. Samræður milli stjórnenda, leikmanna og starfsfólks hafa aukist síðan flutt var aftur inn í aðalbygginguna á Carrington í ágúst og samskipti eru orðin algeng á og í kringum nýhönnuð sameiginleg svæði. Fyrrverandi framkvæmdastjóri, Richard Arnold, sem hætti í nóvember 2023, varði mestum hluta vinnuviku sinnar á Old Trafford frekar en á æfingasvæðinu. Forveri hans, Ed Woodward, var sýnilegri á Carrington þrátt fyrir að hafa skrifstofur sínar á leikvanginum.
Enski boltinn Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Sjá meira