Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2025 07:30 Steven Gerrard hefur sína skýringu af hverju hlutirnir gengu aldrei upp hjá ensku gullkynslóðinni. Getty/Richard Sellers Steven Gerrard segir að andrúmsloftið og slæm liðsheild innan enska landsliðsins hafi átt mikinn þátt í því að ekkert gekk hjá enska liðinu þrátt fyrir að það væri uppfullt af frábærum leikmönnum. Gerrard var einn af lykilmönnum þessa liðs en hann lék 114 landsleiki og spilaði á sex stórmótum sem hluti af svokallaðri „gullkynslóð“ Englands. Liðið komst hins vegar aldrei í undanúrslit á þessum tíma. Hefði átt að gana með Lampard og Scholes Fyrrverandi fyrirliði Liverpool er harður á því að landsliðsþjálfari Englands hefði átt að geta látið hann spila með Frank Lampard úr Chelsea og Paul Scholes úr Manchester United á miðjunni með góðum árangri. Gerrard segir að leikmenn á þessum tíma hafi verið óviljugir til að blanda geði við liðsfélaga sem spiluðu fyrir erkifjendur. „Við vorum allir sjálfhverfir lúserar,“ sagði Gerrard í hlaðvarpsþættinum Rio Ferdinand Presents. Breska ríkisútvarpið segir frá. Steven Gerrard varð knattspyrnustjóri eftir að hann hætti að spila.Getty/Robbie Jay Barratt „Ég horfi á sjónvarpið núna og sé Jamie Carragher sitja við hliðina á Paul Scholes og þeir líta út fyrir að hafa verið bestu vinir í 20 ár,“ sagði Gerrard. „Ég sé samband Carraghers við Gary Neville og þeir líta út fyrir að hafa verið vinir í tuttugu ár. Ég er líklega nánari og vinalegri við þig [Rio Ferdinand] núna en ég var nokkru sinni þegar ég spilaði með þér í 15 ár [fyrir England],“ sagði Gerrard. Var það egóið? „Af hverju náðum við ekki saman þegar við vorum 20, 21, 22 eða 23 ára? Var það egóið? Var það samkeppnin?“ spyr Gerrard en svarar strax sjálfur. „Þetta var vegna menningarinnar innan enska landsliðsins. Við vorum ekki vinalegir eða tengdir. Við vorum ekki lið. Við urðum aldrei á neinu stigi að alvöru góðu, sterku liði,“ sagði Gerrard sem lék fyrir England í fjórtán ár undir stjórn fimm fastráðinna þjálfara, frá Kevin Keegan til Roy Hodgson á HM 2014. Hann er á því að enginn landsliðsþjálfari hafi náð að skapa rétta menningu í kringum hópinn. Fannst ég ekki vera hluti af liði „Ég elskaði leikina. Ég elskaði að spila fyrir England. Ég var virkilega stoltur. Mér fannst æfingarnar skemmtilegar en þær voru 90 mínútur á dag. Og svo var ég bara einn. Mér fannst ég ekki vera hluti af liði. Mér fannst ég ekki tengjast liðsfélögum mínum í enska landsliðinu,“ sagði Gerrard. „Mér fannst það ekki með Liverpool. Það voru bestu dagar lífs míns. Mér fannst starfsfólkið hugsa um mig, eins og mér þætti ég sérstakur. Mér fannst ég ekki geta beðið eftir að komast þangað. Með Englandi vildi ég bara leikina og æfingarnar og svo komast í burtu,“ sagði Gerrard. Enski boltinn Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira
Gerrard var einn af lykilmönnum þessa liðs en hann lék 114 landsleiki og spilaði á sex stórmótum sem hluti af svokallaðri „gullkynslóð“ Englands. Liðið komst hins vegar aldrei í undanúrslit á þessum tíma. Hefði átt að gana með Lampard og Scholes Fyrrverandi fyrirliði Liverpool er harður á því að landsliðsþjálfari Englands hefði átt að geta látið hann spila með Frank Lampard úr Chelsea og Paul Scholes úr Manchester United á miðjunni með góðum árangri. Gerrard segir að leikmenn á þessum tíma hafi verið óviljugir til að blanda geði við liðsfélaga sem spiluðu fyrir erkifjendur. „Við vorum allir sjálfhverfir lúserar,“ sagði Gerrard í hlaðvarpsþættinum Rio Ferdinand Presents. Breska ríkisútvarpið segir frá. Steven Gerrard varð knattspyrnustjóri eftir að hann hætti að spila.Getty/Robbie Jay Barratt „Ég horfi á sjónvarpið núna og sé Jamie Carragher sitja við hliðina á Paul Scholes og þeir líta út fyrir að hafa verið bestu vinir í 20 ár,“ sagði Gerrard. „Ég sé samband Carraghers við Gary Neville og þeir líta út fyrir að hafa verið vinir í tuttugu ár. Ég er líklega nánari og vinalegri við þig [Rio Ferdinand] núna en ég var nokkru sinni þegar ég spilaði með þér í 15 ár [fyrir England],“ sagði Gerrard. Var það egóið? „Af hverju náðum við ekki saman þegar við vorum 20, 21, 22 eða 23 ára? Var það egóið? Var það samkeppnin?“ spyr Gerrard en svarar strax sjálfur. „Þetta var vegna menningarinnar innan enska landsliðsins. Við vorum ekki vinalegir eða tengdir. Við vorum ekki lið. Við urðum aldrei á neinu stigi að alvöru góðu, sterku liði,“ sagði Gerrard sem lék fyrir England í fjórtán ár undir stjórn fimm fastráðinna þjálfara, frá Kevin Keegan til Roy Hodgson á HM 2014. Hann er á því að enginn landsliðsþjálfari hafi náð að skapa rétta menningu í kringum hópinn. Fannst ég ekki vera hluti af liði „Ég elskaði leikina. Ég elskaði að spila fyrir England. Ég var virkilega stoltur. Mér fannst æfingarnar skemmtilegar en þær voru 90 mínútur á dag. Og svo var ég bara einn. Mér fannst ég ekki vera hluti af liði. Mér fannst ég ekki tengjast liðsfélögum mínum í enska landsliðinu,“ sagði Gerrard. „Mér fannst það ekki með Liverpool. Það voru bestu dagar lífs míns. Mér fannst starfsfólkið hugsa um mig, eins og mér þætti ég sérstakur. Mér fannst ég ekki geta beðið eftir að komast þangað. Með Englandi vildi ég bara leikina og æfingarnar og svo komast í burtu,“ sagði Gerrard.
Enski boltinn Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira