„Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. október 2025 17:32 Sævar Atli Magnússon mætir í landsliðsverkefnið í frábærum gír. Getty/Mike Egerton Sævar Atli Magnússon, eða „Evrópu Sævar“ eins og hann er kallaður af fjölmiðlum í Björgvin í Noregi, er mættur til móts við íslenska landsliðið í banastuði. „Já maður er alveg með sjálfstraust, ég lýg því ekki. Það er búið að ganga mjög vel hjá mér persónulega í Brann og ég er búinn að skora mikið af m örkum“ sagði landsliðsmaðurinn þegar fréttamaður hitti hann á hóteli landsliðsins í dag. Klippa: Sjóðheitur Evrópu Sævar mættur í landsliðsverkefni Sævar hefur verið sjóðheitur síðan hann gekk til liðs við Brann í sumar, skorað tíu mörk í sextán leikjum á tímabilinu og stimplað sig sérstaklega vel inn í Evrópudeildinni með tvö mörk í tveimur leikjum. Honum líður greinilega best undir stjórn Freys Alexanderssonar. „Já, klárlega. Í Lyngby spilaði ég best undir hans stjórn og núna er ég að spila mjög vel. Ég nýtti líka bara traustið frá degi eitt, skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan. Vann mig inn í liðið með mikla samkeppni í Brann, en þarf náttúrulega bara að halda áfram að standa mig.“ Sævar Atli fagnar einu af tíu mörkum sínum á tímabilinu. Brann Hörð samkeppni Með landsliðinu berst Sævar um eina til tvær framherjastöður við þá Andra Lucas Guðjohnsen, Daníel Tristan Guðjohnsen og Brynjólf Andersen Willumsson. Hann sat allan tímann á bekknum í leiknum gegn Aserbaísjan í síðasta mánuði en spilaði síðasta hálftímann í útileiknum gegn Frakklandi, og vonast til að spila sem mest í leikjunum gegn Úkraínu á föstudag og Frakklandi næsta þriðjudag. „Við erum með marga sóknarmenn í hópnum og viljum spila sókndjarfan fótbolta, það er bara geggjað [að hafa svona samkeppni], mér finnst bara gaman að æfa hérna fyrst og fremst en auðvitað geri ég tilkall. Vonast til að byrja inn á eða fá að spila, en ég skil vel að það er mikil barátta um sætin.“ Hagstæð úrslit í síðasta glugga Aðspurður um markmið liðsins í leikjunum tveimur sagði Sævar að stefnan væri sett á sigra, sérstaklega gegn Úkraínu. „Seinasti gluggi var mjög hagstæður fyrir okkur, því þeir gerðu jafntefli á móti Aserbaísjan, þannig að þessi leikur á föstudaginn er gífurlega mikilvægur og við ætlum klárlega bara að sækja til sigurs.“ Leikur Íslands og Úkraínu fer fram á uppseldum Laugardalsvelli næsta föstudag klukkan 18:45 og verður í opinni dagskrá á Sýn Sport. Landslið karla í fótbolta Norski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Sjá meira
„Já maður er alveg með sjálfstraust, ég lýg því ekki. Það er búið að ganga mjög vel hjá mér persónulega í Brann og ég er búinn að skora mikið af m örkum“ sagði landsliðsmaðurinn þegar fréttamaður hitti hann á hóteli landsliðsins í dag. Klippa: Sjóðheitur Evrópu Sævar mættur í landsliðsverkefni Sævar hefur verið sjóðheitur síðan hann gekk til liðs við Brann í sumar, skorað tíu mörk í sextán leikjum á tímabilinu og stimplað sig sérstaklega vel inn í Evrópudeildinni með tvö mörk í tveimur leikjum. Honum líður greinilega best undir stjórn Freys Alexanderssonar. „Já, klárlega. Í Lyngby spilaði ég best undir hans stjórn og núna er ég að spila mjög vel. Ég nýtti líka bara traustið frá degi eitt, skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan. Vann mig inn í liðið með mikla samkeppni í Brann, en þarf náttúrulega bara að halda áfram að standa mig.“ Sævar Atli fagnar einu af tíu mörkum sínum á tímabilinu. Brann Hörð samkeppni Með landsliðinu berst Sævar um eina til tvær framherjastöður við þá Andra Lucas Guðjohnsen, Daníel Tristan Guðjohnsen og Brynjólf Andersen Willumsson. Hann sat allan tímann á bekknum í leiknum gegn Aserbaísjan í síðasta mánuði en spilaði síðasta hálftímann í útileiknum gegn Frakklandi, og vonast til að spila sem mest í leikjunum gegn Úkraínu á föstudag og Frakklandi næsta þriðjudag. „Við erum með marga sóknarmenn í hópnum og viljum spila sókndjarfan fótbolta, það er bara geggjað [að hafa svona samkeppni], mér finnst bara gaman að æfa hérna fyrst og fremst en auðvitað geri ég tilkall. Vonast til að byrja inn á eða fá að spila, en ég skil vel að það er mikil barátta um sætin.“ Hagstæð úrslit í síðasta glugga Aðspurður um markmið liðsins í leikjunum tveimur sagði Sævar að stefnan væri sett á sigra, sérstaklega gegn Úkraínu. „Seinasti gluggi var mjög hagstæður fyrir okkur, því þeir gerðu jafntefli á móti Aserbaísjan, þannig að þessi leikur á föstudaginn er gífurlega mikilvægur og við ætlum klárlega bara að sækja til sigurs.“ Leikur Íslands og Úkraínu fer fram á uppseldum Laugardalsvelli næsta föstudag klukkan 18:45 og verður í opinni dagskrá á Sýn Sport.
Landslið karla í fótbolta Norski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Sjá meira