Gamalt ráðuneyti verður hótel Árni Sæberg skrifar 7. október 2025 13:46 Kenneth Macpherson (IHG), Matthew Woollard (IHG), (Mrs) Willemijn Geels (IHG), Skorri Rafn Rafnsson (forstjóri, Alva Capital), Karin Sheppard (IHG), Farkhad Kamilov (IHG), Miguel Martins (IHG) Alva Capital Íslenska fjárfestinga- og þróunarfyrirtækið Alva Capital hefur undirritað samning við alþjóðlegu hótelkeðjuna IHG Hotels & Resorts um að opna fyrsta Candlewood Suites íbúðahótelið á Norðurlöndum í Reykjavík. Hótelið verður að Rauðarárstíg 27, þar sem utanríkisráðuneytið var áður til húsa. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að í samningnum felist jafnframt áform um að opna 500 gistirými á næstu þremur til fimm árum, undir vörumerkjum Holiday Inn Express og Garner hotels, sem séu í eigu IHG. IHG sé ein stærsta hótelkeðja í heimi með um 7.000 hótel og um eina milljón herbergja. Breytingar þegar hafnar Sem áður segir verður hótelið staðsett á Rauðarárstíg 27 þar sem utanríkisráðuneytið var áður til húsa í tilkynningunni segir að framkvæmdir við breytingar séu þegar hafnar. Hótelið muni státa af 53 íbúða- og stúdíóherbergjum með eldhúsaðstöðu en Candlewood Suites þjónusti sér í lagi gesti sem hyggja á lengri gistingu. „Við erum afar stolt af því að vinna með IHG Hotels & Resorts að því að koma Candlewood Suites til Íslands en vörumerkið býður gestum upp á einstök þægindi og heimilislega dvöl. Þetta er stór áfangi í markmiði okkar að bjóða bæði íslenskum og erlendum gestum upp á fjölbreyttari og sérsniðnari hótelþjónustu en áður hefur þekkst hérlendis. Samstarfið við IHG, eina virtustu hótelkeðju heims, styður við langtímasýn okkar í fasteigna- og ferðaþjónustu og mun hafa jákvæð áhrif á íslenskan markað,“ er haft eftir Skorra Rafni Rafnssyni, forstjóra Alva Capital. Í frétt Viðskiptablaðsins síðan í mars segir að Alva Capital hafi keypt fasteignina að Rauðarárstíg 27 af Eik á 744 milljónir króna. Þrettán hótel þegar á Norðurlöndunum Í tilkynningunni segir að Candlewood Suites Reykjavík undirstriki áframhaldandi vöxt IHG á Norðurlöndum en það bætist nú í hóp þrettán hótela sem þegar eru starfandi eða í byggingu á Norðurlöndum, þar á meðal voco Stockholm – Kista,Crowne Plaza Copenhagen Towers og Hotel Indigo Helsinki. „Við hlökkum til að kynna Candlewood Suites vörumerkið á Íslandi sem er spennandi og vaxandi markaður fyrir IHG. Við erum sérstaklega stolt af hinu skilvirka samstarfi milli IHG og Alva, en undirritun var vart lokið þegar framkvæmdir við breytingar á húsnæðinu voru hafnar og stefnt verður að opnun innan skamms tíma. Alva hefur þegar getið sér góðan orðstýr á Íslandi og samningurinn býður upp á góð tækifæri fyrir vöxt beggja fyrirtækja víða um land, ég er mjög spenntur að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér,“ er haft eftir Mario Maxeiner, framkvæmdastjóra IHG Hotels & Resorts fyrir Norður-Evrópu. Hótel á Íslandi Reykjavík Ferðaþjónusta Stjórnsýsla Mest lesið „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að í samningnum felist jafnframt áform um að opna 500 gistirými á næstu þremur til fimm árum, undir vörumerkjum Holiday Inn Express og Garner hotels, sem séu í eigu IHG. IHG sé ein stærsta hótelkeðja í heimi með um 7.000 hótel og um eina milljón herbergja. Breytingar þegar hafnar Sem áður segir verður hótelið staðsett á Rauðarárstíg 27 þar sem utanríkisráðuneytið var áður til húsa í tilkynningunni segir að framkvæmdir við breytingar séu þegar hafnar. Hótelið muni státa af 53 íbúða- og stúdíóherbergjum með eldhúsaðstöðu en Candlewood Suites þjónusti sér í lagi gesti sem hyggja á lengri gistingu. „Við erum afar stolt af því að vinna með IHG Hotels & Resorts að því að koma Candlewood Suites til Íslands en vörumerkið býður gestum upp á einstök þægindi og heimilislega dvöl. Þetta er stór áfangi í markmiði okkar að bjóða bæði íslenskum og erlendum gestum upp á fjölbreyttari og sérsniðnari hótelþjónustu en áður hefur þekkst hérlendis. Samstarfið við IHG, eina virtustu hótelkeðju heims, styður við langtímasýn okkar í fasteigna- og ferðaþjónustu og mun hafa jákvæð áhrif á íslenskan markað,“ er haft eftir Skorra Rafni Rafnssyni, forstjóra Alva Capital. Í frétt Viðskiptablaðsins síðan í mars segir að Alva Capital hafi keypt fasteignina að Rauðarárstíg 27 af Eik á 744 milljónir króna. Þrettán hótel þegar á Norðurlöndunum Í tilkynningunni segir að Candlewood Suites Reykjavík undirstriki áframhaldandi vöxt IHG á Norðurlöndum en það bætist nú í hóp þrettán hótela sem þegar eru starfandi eða í byggingu á Norðurlöndum, þar á meðal voco Stockholm – Kista,Crowne Plaza Copenhagen Towers og Hotel Indigo Helsinki. „Við hlökkum til að kynna Candlewood Suites vörumerkið á Íslandi sem er spennandi og vaxandi markaður fyrir IHG. Við erum sérstaklega stolt af hinu skilvirka samstarfi milli IHG og Alva, en undirritun var vart lokið þegar framkvæmdir við breytingar á húsnæðinu voru hafnar og stefnt verður að opnun innan skamms tíma. Alva hefur þegar getið sér góðan orðstýr á Íslandi og samningurinn býður upp á góð tækifæri fyrir vöxt beggja fyrirtækja víða um land, ég er mjög spenntur að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér,“ er haft eftir Mario Maxeiner, framkvæmdastjóra IHG Hotels & Resorts fyrir Norður-Evrópu.
Hótel á Íslandi Reykjavík Ferðaþjónusta Stjórnsýsla Mest lesið „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Sjá meira