„Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 7. október 2025 18:00 Matgæðingurinn Svava Gunnarsdóttir, sem heldur úti vefsíðunni Ljúfmeti og lekkerheit, útbjó nýverið ljúffengan og einfaldan forrétt úr ferskum burrata-osti, bökuðum kirsuberjatómötum og grænu pestói. Rétturinn er tilvalinn sem forréttur í matarboðið eða þegar manni langar í eitthvað létt og ferskt. „Forréttur sem ég býð öllum upp á þessa dagana,“ skrifaði Svava og deildi uppskriftinni á Instagram. Burrata með bökuðum tómötum og grænu pestói Hráefni: 1 box kirsuberjatómatar 3 stk. burrata-ostar Ólífuolía Salt og pipar Ein krukka grænt pestó stk. Baguette-brauð Aðferð: Skerið kirsuberjatómatana í tvennt og setjið í eldfast mót. Sáldrið góðri ólífuolíu yfir, kryddið með salti og pipar og bakið í ofni við 220°C í um 20 mínútur. Takið úr ofninum og látið kólna að stofuhita. Þerrið burrata-ostana (bestir við stofuhita) og skerið þá varlega þannig að þeir opnist. Setjið grænt pestó og smá ólífuolíu yfir ostana og toppið með bökuðu tómötunum. Kryddið með salti og pipar. Crostini-brauð Aðferð: Skerið baguette-brauðið í sneiðar og raðið á ofnplötu. Penslið með ólífuolíu og kryddið með salti og pipar. Bakið við 210°C í um 5 mínútur, snúið við og bakið áfram í 5 mínútur eða þar til þær eru gullinbrúnar og stökkar. View this post on Instagram A post shared by Svava Gunnarsdóttir (@ljufmeti) Matur Uppskriftir Brauð Mest lesið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Fékk veipeitrun Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira
Rétturinn er tilvalinn sem forréttur í matarboðið eða þegar manni langar í eitthvað létt og ferskt. „Forréttur sem ég býð öllum upp á þessa dagana,“ skrifaði Svava og deildi uppskriftinni á Instagram. Burrata með bökuðum tómötum og grænu pestói Hráefni: 1 box kirsuberjatómatar 3 stk. burrata-ostar Ólífuolía Salt og pipar Ein krukka grænt pestó stk. Baguette-brauð Aðferð: Skerið kirsuberjatómatana í tvennt og setjið í eldfast mót. Sáldrið góðri ólífuolíu yfir, kryddið með salti og pipar og bakið í ofni við 220°C í um 20 mínútur. Takið úr ofninum og látið kólna að stofuhita. Þerrið burrata-ostana (bestir við stofuhita) og skerið þá varlega þannig að þeir opnist. Setjið grænt pestó og smá ólífuolíu yfir ostana og toppið með bökuðu tómötunum. Kryddið með salti og pipar. Crostini-brauð Aðferð: Skerið baguette-brauðið í sneiðar og raðið á ofnplötu. Penslið með ólífuolíu og kryddið með salti og pipar. Bakið við 210°C í um 5 mínútur, snúið við og bakið áfram í 5 mínútur eða þar til þær eru gullinbrúnar og stökkar. View this post on Instagram A post shared by Svava Gunnarsdóttir (@ljufmeti)
Matur Uppskriftir Brauð Mest lesið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Fékk veipeitrun Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira