Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Agnar Már Másson skrifar 5. október 2025 21:46 Júlíus Viggó var kjörinn formaður SUS. Hann boðar ,,sjálfstæði fyrir nýja tíma.” Aðsend Júlíus Viggó Ólafsson var í dag kjörinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Engin mótframboð bárust í embætti formanns eða til stjórnar. Sambandið fékk þó ekki aðeins nýjan formann, heldur einnig nýtt merki. Tinna Eyvindardóttir og Anton Berg Sævarsson voru kjörin fyrsti og annar varaformaður. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem nýkjörinn formaður sendi út í kvöld en 48. þing Sambands ungra sjálfstæðismanna, eða SUS, var haldið í húsakynnum gamla Landsbankans við Austurstræti um helgina. Anton Berg, annar varaformaður SUS, Júlíus Viggó, formaður SUS, og Tinna Eyvindardóttir, fyrsti varaformaður SUS. Júlíus Viggó, 24 ára hagfræðinemi við Háskóla Íslands, er uppalinn í Sandgerði en varð formaður Heimdallar árið 2023 og gegndi því embætti til 2025. Hann hefur setið í stjórn SUS frá árinu 2021. Auk þess var hann oddviti Vöku og stúdentaráðsliði, lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands, kosningastjóri D-listans í Suðurnesjabæ 2022 og forseti sambands íslenskra framhaldsskólanema. Tinna, fyrsti varaformaður, er einnig 24 ára en hún er úr Grafarvogi. Hún er með BS-gráðu í sálfræði frá HÚ og í stjórn Heimdallar og Vöku árin 2023 til 2025. Hún sat auk þess í stúdentaráði fyrir Vöku. Anton, annar varaformaður, er 21 árs. Hann er lærður húsasmiður og viðskiptafræðinemi við Háskólann í Reykjavík, uppalinn á Eskifirði. Hann er formaður Hávarrs, félags ungra sjálfstæðismanna í Fjarðabyggð. Svona féllu atkvæðin.Aðsend Stríðir Viðreisn Í tilkynningu formannsins segir að um 330 manns hafi verið skráðir á þingið, sem sé með fjölmennari þingum sambandsins. Tekið er sérstaklega fram í tilkynningu formannsins að sambandsþing ungliðahreyfingarinnar hafi verið fjölmennara en nýafstaðið landsþing Viðreisnar. „Þegar við sem ungliðahreyfing skákum heilum flokki í ríkisstjórn, þá hljótum við að vera að gera eitthvað rétt,“ er haft upp úr framboðsræðu Júlíusar þar sem hann mun hafa kynnt stefnu sína undir yfirskriftinni „Sjálfstæði fyrir nýja tíma“ og sagði að tími væri kominn til að sjálfstæðisstefnan fengi nýtt líf og skýrari stefnu. „Það er tímabært að sækja til hægri, endurvekja grunngildin okkar og standa með þeim,“ mun hann hafa sagt samkvæmt tilkynningunni. Júlíus boðaði nýja tíma í starfi hreyfingarinnar og sagði SUS eiga að vera leiðandi afl innan flokksins. SUS fær nýjar umbúðir Þing SUS eru haldin á tveggja ára fresti en þar er kjörin ný stjórn og mótuð stefna sambandsins. Þetta er í fyrsta sinn í 42 ár sem þing SUS er haldið í höfuðborginni en síðast var það haldið í Reykjavík árið 1983 þegar Geir H. Haarde var endurkjörinn formaður sambandsins, en þá var Geir 32 ára. Fráfarandi formaður, Viktor Pétur Finnsson, kynnti jafnframt nýtt merki sambandsins sem unnið hefur verið að í sumar. Var það samþykkt einróma af þinginu. Viktor Pétur Finnsson, fráfarandi formaður SUS, kynnti nýtt merki sambandsins.Aðsend Nýtt merki SUS.Aðsend Auk formanns og varaformanna hlutu eftirtaldir kjör til stjórnar: Aðalbjörg Emma Hafsteinsdóttir Alda María Þórðardóttir Atli Dagur Guðmundsson Berglind Haraldsdóttir Birkir Ólafsson Birkir Óli Gunnarsson Birkir Örn Þorsteinsson Björn Gunnar Jónsson Bríet Magnúsdóttir Daníel Hjörvar Guðmundsson Dóra Tómasdóttir Einar Arnalds Kristjánsson Einar Freyr Guðmundsson Embla Kristín Blöndal Ásgeirsdóttir Franklín Ernir Kristjánsson Geir Zoega Guðni Kjartansson Halla Margrét Hilmarsdóttir Halldór Lárusson Helgi Rafn Bergþórsson Hermann Borgar Jakobsson Hermann Nökkvi Gunnarsson Ísak Svavarsson Jóhann Daði Gíslason Kjartan Leifur Sigurðsson Kristín Alda Jörgensdóttir Logi Stefánsson Logi Þór Ágústsson Magnús Benediktsson Oddur Stefánsson Oliver Einar Nordquist Pétur Orri Pétursson Ragnheiður Arnarsdóttir Signý Pála Pálsdóttir Sóley Halldórsdóttir Sölvi Guðmundsson Sonja Dís Johnson Guðlaugsdóttir Stephanie Sara Drífudóttir Telma Ósk Þórhallsdóttir Unnur Elín Sigursteinsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira
Tinna Eyvindardóttir og Anton Berg Sævarsson voru kjörin fyrsti og annar varaformaður. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem nýkjörinn formaður sendi út í kvöld en 48. þing Sambands ungra sjálfstæðismanna, eða SUS, var haldið í húsakynnum gamla Landsbankans við Austurstræti um helgina. Anton Berg, annar varaformaður SUS, Júlíus Viggó, formaður SUS, og Tinna Eyvindardóttir, fyrsti varaformaður SUS. Júlíus Viggó, 24 ára hagfræðinemi við Háskóla Íslands, er uppalinn í Sandgerði en varð formaður Heimdallar árið 2023 og gegndi því embætti til 2025. Hann hefur setið í stjórn SUS frá árinu 2021. Auk þess var hann oddviti Vöku og stúdentaráðsliði, lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands, kosningastjóri D-listans í Suðurnesjabæ 2022 og forseti sambands íslenskra framhaldsskólanema. Tinna, fyrsti varaformaður, er einnig 24 ára en hún er úr Grafarvogi. Hún er með BS-gráðu í sálfræði frá HÚ og í stjórn Heimdallar og Vöku árin 2023 til 2025. Hún sat auk þess í stúdentaráði fyrir Vöku. Anton, annar varaformaður, er 21 árs. Hann er lærður húsasmiður og viðskiptafræðinemi við Háskólann í Reykjavík, uppalinn á Eskifirði. Hann er formaður Hávarrs, félags ungra sjálfstæðismanna í Fjarðabyggð. Svona féllu atkvæðin.Aðsend Stríðir Viðreisn Í tilkynningu formannsins segir að um 330 manns hafi verið skráðir á þingið, sem sé með fjölmennari þingum sambandsins. Tekið er sérstaklega fram í tilkynningu formannsins að sambandsþing ungliðahreyfingarinnar hafi verið fjölmennara en nýafstaðið landsþing Viðreisnar. „Þegar við sem ungliðahreyfing skákum heilum flokki í ríkisstjórn, þá hljótum við að vera að gera eitthvað rétt,“ er haft upp úr framboðsræðu Júlíusar þar sem hann mun hafa kynnt stefnu sína undir yfirskriftinni „Sjálfstæði fyrir nýja tíma“ og sagði að tími væri kominn til að sjálfstæðisstefnan fengi nýtt líf og skýrari stefnu. „Það er tímabært að sækja til hægri, endurvekja grunngildin okkar og standa með þeim,“ mun hann hafa sagt samkvæmt tilkynningunni. Júlíus boðaði nýja tíma í starfi hreyfingarinnar og sagði SUS eiga að vera leiðandi afl innan flokksins. SUS fær nýjar umbúðir Þing SUS eru haldin á tveggja ára fresti en þar er kjörin ný stjórn og mótuð stefna sambandsins. Þetta er í fyrsta sinn í 42 ár sem þing SUS er haldið í höfuðborginni en síðast var það haldið í Reykjavík árið 1983 þegar Geir H. Haarde var endurkjörinn formaður sambandsins, en þá var Geir 32 ára. Fráfarandi formaður, Viktor Pétur Finnsson, kynnti jafnframt nýtt merki sambandsins sem unnið hefur verið að í sumar. Var það samþykkt einróma af þinginu. Viktor Pétur Finnsson, fráfarandi formaður SUS, kynnti nýtt merki sambandsins.Aðsend Nýtt merki SUS.Aðsend Auk formanns og varaformanna hlutu eftirtaldir kjör til stjórnar: Aðalbjörg Emma Hafsteinsdóttir Alda María Þórðardóttir Atli Dagur Guðmundsson Berglind Haraldsdóttir Birkir Ólafsson Birkir Óli Gunnarsson Birkir Örn Þorsteinsson Björn Gunnar Jónsson Bríet Magnúsdóttir Daníel Hjörvar Guðmundsson Dóra Tómasdóttir Einar Arnalds Kristjánsson Einar Freyr Guðmundsson Embla Kristín Blöndal Ásgeirsdóttir Franklín Ernir Kristjánsson Geir Zoega Guðni Kjartansson Halla Margrét Hilmarsdóttir Halldór Lárusson Helgi Rafn Bergþórsson Hermann Borgar Jakobsson Hermann Nökkvi Gunnarsson Ísak Svavarsson Jóhann Daði Gíslason Kjartan Leifur Sigurðsson Kristín Alda Jörgensdóttir Logi Stefánsson Logi Þór Ágústsson Magnús Benediktsson Oddur Stefánsson Oliver Einar Nordquist Pétur Orri Pétursson Ragnheiður Arnarsdóttir Signý Pála Pálsdóttir Sóley Halldórsdóttir Sölvi Guðmundsson Sonja Dís Johnson Guðlaugsdóttir Stephanie Sara Drífudóttir Telma Ósk Þórhallsdóttir Unnur Elín Sigursteinsdóttir
Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira