Fótbolti

Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Rodri er án efa einn mikilvægasti leikmaður Man City.
Rodri er án efa einn mikilvægasti leikmaður Man City. EPA/VINCE MIGNOTT

Pep Guardiola staðfesti eftir 1-0 sigur á Brentford í ensku úrvalsdeildinni að spænski miðjumaðurinn Rodri yrði frá næstu vikurnar.

„Frá og með Manchester United leiknum hefur þetta verið góður mánuður. Margir hlutir sem ég kann að meta. Ég veit líka að það eru hlutir sem við getum gert betur.“

„Í dag spiluðum við frábærlega í fyrri hálfleik, einn okkar besti í fleiri mánuði. Vandamálið með ensku úrvalsdeildina er að ef maður skorar ekki annað, og þriðja, þá geta liðin alltaf pressað.“

„Í síðari hálfleik pressuðu þeir okkur meir. Þeir eru lið sem hleypur á bak við vörnina, tekur löng innköst og fleira sem er ekki auðvelt að díla við. Við erum að verða betri og betri í okkar leik.“

Spænski miðjumaðurinn Rodri, sem var meiddur á síðustu leiktíð, verður frá næstu vikurnar. Pep sagði að planið hefði verði að halda honum 60-65 mínútur í hverjum leik en það gengur því miður ekki upp lengur.

„Þetta er vöðvatengt svo þetta eru 2-3 vikur. Við viljum auðvitað ekki missa hann því hann er virkilega mikilvægur leikmaður. Við reyndum að meðhöndla það en það er eins og það er.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×