Innlent

Síð­búnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Á­róður í Euro­vision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
hádegisfréttir

Þrátt fyrir viðræður framundan um fyrsta fasa friðaráætlunar Bandaríkjaforseta, héldu Ísraelar áfram árásum á Gasa í nótt. Formaður stjórnar Ríkisútvarpsins vill að Ísrael verði vikið úr Eurovision. Stjórnvöld þar hafi sagt sig úr samfélagi siðaðra manna. Ísraelar noti keppnina sem áróðurstól.

Nánar verður fjallað um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. 

Innleiðing á nýju landamærakerfi vegna komu- og brottfara á Schengen-svæðinu hefst á landamærum eftir viku. Innleiðing kerfisins mun hefjast á sama tíma í öllum Schengen-ríkjunum að Kýpur undanskildu, en gert er ráð fyrir að kerfið verði full innleitt á öllum ytri landamærum Schengen ríkjanna í mars á næsta ári. 

Barnamálaráðherra segir símabann í grunnskólum ekki á dagskrá, heldur símafrí. Börn hafi kallað eftir samræmdum reglum milli skóla og mikilvægt sé að símar trufli ekki kennslu, þótt skólar eigi að nýta sér nútímatækni.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar, sem verða aðeins seinna á ferðinni í dag en venjulega af tæknilegum ástæðum. Stefnt er að því að hádegisfréttir fari í loftið klukkan 12:40.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×