Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Árni Jóhannsson skrifar 4. október 2025 09:32 Ruben Amorim þjálfari Manchester United er ekki að hugsa um að hætta með liðið þrátt fyrir slæmt gengi. Vince Mignott/Getty Images Þjálfari Manchester United, Ruben Amorim, sat fyrir svörum blaðamanna á hinum hefðbundna fundi fyrir leik sinna manna gegn Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þar sagði hann meðal annars að hann myndi ekki hætta með liðið. Manchester United situr í 14. sæti Ensku úrvalsdeildarinnar eins og staðan er í dag en liðið hefur skipst á því að tapa og vinna í undanförnum fjórum leikjum en laut í gras gegn Brentford í síðustu umferð. Liðið og Amorim sjálfur hafa legið undir mikilli gagnrýni það sem af er tímabili en þjálfarinn er ekki hræddur um að missa starfið. „Það versta við þetta starf er að tapa leikjum. Alveg sama hvort sem ég er hér eða með Casa Pina í þriðju deildinni í Portúgal. Þetta er hluti af starfinu og það er draumur að vera hér. Ég vil halda áfram hér og berjast fyrir þessu. Vandamálið núna og það sem veldur mér hugarangri er að við erum að tapa leikjum en ekki það að ég missi starfið.“, sagði Amorim þegar hann var spurður út í þau ummæli að hann óttaðist ekki að missa starfið eftir tap Manchester United gegn Brentford um síðustu helgi. Amorim var þá spurður að því hvort það væri einhver möguleiki á því að hann myndi hætta starfinu en Portúgalinn var ekki á því. „Það er ákvörðun sem stjórnin þarf að taka, ég get ekki tekið þá ákvörðun. Stundum fæ ég þessa tilfinningu en það er erfitt að tapa og er pirrandi að við erum að reyna að búa til takt en svo gerist eitthvað í næsta leik. Sú tilfinning er slæm fyrir mig, starfsfólkið hérna og leikmennina. Þetta er samt ekki mín ákvörðun að taka og það væri mjög erfitt að hætta ef ég er ekki búinn að reyna allt sem ég get til að framhalda ferli mínum hérna.“ Amorim sagði að hann gæti ekki verið barnalegur og hugsað að hann fengi endalausa þolinmæði og talaði um að líklega þyrfti bara einn sigurleik til að breyta andrúmsloftinu. Þannig virkaði fótboltinn. Hann var einnig spurður út í kerfið sem hann spilar og hvort Englendingar treystu kannski ekki því að hafa þrjá í öftustu línu eins og Amorim kýs að spila. „Það eru úrslitin sem eru að angra fólk. Ímyndið ykkur ef við hefðum unnið fyrsta leikinn gegn Arsenal, hefðum ekki klikkað á víti og unnið Fulham án þess að hafa spilað vel. Ímyndið ykkur það. Traustið sem væri borið til klúbbsins og kerfisins væri allt annað. Þannig að ef við vinnum þá er allt í góðu en ef þú tapar þá efast maður um allt og það er eðlilegt.“ Amorim virkaði pirraður á spurningum blaðamanna og sagði að hann væri stjórinn og hann réði því hvernig hann stillti upp og fór yfir það að það væri ekki alltaf verið að spila með þrjá hafsenta í öftustu línu, t.a.m. hafi Luke Shaw spilað gegn Brentford, tveir hafsentar og hægri bakvörður. „Það er ekki kerfinu að kenna hvernig gengur. Það eru smá atriðin, hvernig við spilum leikinn. Ég skil hvernig fólk hugsar um það hvernig gengi hjá okkur í öðru kerfi. Ég veit það ekki. Kannski myndum við vinna fleiri leiki.“ Manchester United mætir Sunderland á Old Trafford í dag og verður leikurinn í beinni útsendingu á Sýn Sport 3. Útsending hefst kl. 13:40. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Sjá meira
Manchester United situr í 14. sæti Ensku úrvalsdeildarinnar eins og staðan er í dag en liðið hefur skipst á því að tapa og vinna í undanförnum fjórum leikjum en laut í gras gegn Brentford í síðustu umferð. Liðið og Amorim sjálfur hafa legið undir mikilli gagnrýni það sem af er tímabili en þjálfarinn er ekki hræddur um að missa starfið. „Það versta við þetta starf er að tapa leikjum. Alveg sama hvort sem ég er hér eða með Casa Pina í þriðju deildinni í Portúgal. Þetta er hluti af starfinu og það er draumur að vera hér. Ég vil halda áfram hér og berjast fyrir þessu. Vandamálið núna og það sem veldur mér hugarangri er að við erum að tapa leikjum en ekki það að ég missi starfið.“, sagði Amorim þegar hann var spurður út í þau ummæli að hann óttaðist ekki að missa starfið eftir tap Manchester United gegn Brentford um síðustu helgi. Amorim var þá spurður að því hvort það væri einhver möguleiki á því að hann myndi hætta starfinu en Portúgalinn var ekki á því. „Það er ákvörðun sem stjórnin þarf að taka, ég get ekki tekið þá ákvörðun. Stundum fæ ég þessa tilfinningu en það er erfitt að tapa og er pirrandi að við erum að reyna að búa til takt en svo gerist eitthvað í næsta leik. Sú tilfinning er slæm fyrir mig, starfsfólkið hérna og leikmennina. Þetta er samt ekki mín ákvörðun að taka og það væri mjög erfitt að hætta ef ég er ekki búinn að reyna allt sem ég get til að framhalda ferli mínum hérna.“ Amorim sagði að hann gæti ekki verið barnalegur og hugsað að hann fengi endalausa þolinmæði og talaði um að líklega þyrfti bara einn sigurleik til að breyta andrúmsloftinu. Þannig virkaði fótboltinn. Hann var einnig spurður út í kerfið sem hann spilar og hvort Englendingar treystu kannski ekki því að hafa þrjá í öftustu línu eins og Amorim kýs að spila. „Það eru úrslitin sem eru að angra fólk. Ímyndið ykkur ef við hefðum unnið fyrsta leikinn gegn Arsenal, hefðum ekki klikkað á víti og unnið Fulham án þess að hafa spilað vel. Ímyndið ykkur það. Traustið sem væri borið til klúbbsins og kerfisins væri allt annað. Þannig að ef við vinnum þá er allt í góðu en ef þú tapar þá efast maður um allt og það er eðlilegt.“ Amorim virkaði pirraður á spurningum blaðamanna og sagði að hann væri stjórinn og hann réði því hvernig hann stillti upp og fór yfir það að það væri ekki alltaf verið að spila með þrjá hafsenta í öftustu línu, t.a.m. hafi Luke Shaw spilað gegn Brentford, tveir hafsentar og hægri bakvörður. „Það er ekki kerfinu að kenna hvernig gengur. Það eru smá atriðin, hvernig við spilum leikinn. Ég skil hvernig fólk hugsar um það hvernig gengi hjá okkur í öðru kerfi. Ég veit það ekki. Kannski myndum við vinna fleiri leiki.“ Manchester United mætir Sunderland á Old Trafford í dag og verður leikurinn í beinni útsendingu á Sýn Sport 3. Útsending hefst kl. 13:40.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Sjá meira