Innlent

Jörð skelfur í Krýsu­vík og Þjóðar­öryggis­ráð fundaði í morgun

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum heyrum við í jarðeðlisfræðingi varðandi aukna jarðskjálftavirkni í Krýsuvík. 

Hrina skjálfta hófst þar í morgun en Magnús Tumi Guðmundsson segir ekkert benda til þess að um kvikuhreyfingar sé að ræða.

Þá fjöllum við um fund Þjóðaröryggisráðs sem haldinn var í morgun en torkennilegir drónar sáust enn og aftur á flugi í Evrópu í gær, nú í Þýskalandi. 

Einnig verður rætt við formann BSRB um nýjar tillögur Reykjavíkurborgar í leiksskólamálum sem hann segir vonbrigði og fjöllum um valdabaráttu innan Miðflokksins þar sem þrír þingmenn hafa nú lýst yfir framboði til varaformanns.

Í sportpakka dagsins fjöllum við um þriðja tækifæri Blikastúlkna til að tryggja sér titilinn og förum yfir körfuboltaleiki gærkvöldsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×