Innlent

Átta­tíu starfs­menn í bið­stöðu og HM-hópur Ís­lands

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sunna Sæmundsdóttir les kvöldfréttir í kvöld.
Sunna Sæmundsdóttir les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Ríflega áttatíu starfsmenn Play á Möltu bíða eftir að starfsemin hefjist að nýju. Keppst er við að endurnýja samninga um leigu á flugvélum. Farið verður ítarlega yfir stöðu mála í kvöldfréttum.

Logi Einarsson háskólaráðherra kemur í myndver og ræðir ákvörðun háskólaráðs Háskólans á Akureyri um að slíta viðræðum við Háskólann á Bifröst um sameiningu skólanna.

Rauði krossinn ákvað í dag að hætta starfsemi í Gasa-borg tímabundið vegna aukins þunga í árásum Ísraela. Framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi fer yfir þessa erfiðu ákvörðun í beinni útsendingu.

Við þeim, sem áttu leið um Akureyrarflugvöll í dag, blasti furðuleg sjón þegar gat var sagað á flugskýlið. Það var gert til að troða inn framhluta flugvélar.

Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari í knattspyrnu lætur sig dreyma um sæta í lokakeppni HM í fótbolta. Landsliðshópurinn var kynntur í dag.

Í Íslandi í dag fáum við að skoða húsakynni Alþingis - hvern einasta krók og kima. Meðal annars er þar að finna brjóstagjafaherbergi.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Sýnar, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×