Fótbolti

Sjáðu kinn­hestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Victor Osimhen tryggði Galatasaray sigur á Liverpool í Meistaradeildinni í gær.
Victor Osimhen tryggði Galatasaray sigur á Liverpool í Meistaradeildinni í gær. EPA/ERDEM SAHIN

Það var fullt af leikjum í Meistaradeildinni í fótbolta í gærkvöldi og nú er hægt að sjá mörk úr leikjunum hér inn á Vísi.

Liverpool tapaði 1-0 á móti Galatasaray í Istanbul í gærkvöldi. Tyrkirnir börðust vel og héldu út á móti pressu Liverpool í lokin.

Eina markið kom úr vítaspyrnu en það skoraði Victor Osimhen á sextándu mínútu leiksins. Vítið var dæmt á Dominik Szoboszlai fyrir að slá Yilmaz slysalega í andlitið. Afdrifaríkur kinnhestur þar á ferðinni.

Kylian Mbappé skoraði þrennu í 5-0 sigri Real Madrid á útivelli á móti Kairat Almaty í Kasakstan. Eduardo Camavinga og Brahim Diaz skoruðu hin mörkin.

Sjálfsmark tryggði Chelsea 1-0 sigur á Benfica í endurkomu Jose Mourinho á Stamford Bridge. Richard Rios setti boltann í eigið mark á 18. mínútu.

Tottenham lenti 2-0 undir á útivelli á móti norska félaginu Bodö/Glimt en náði að jafna metin. Jens Petter Hauge skoraði bæði mörk norska liðsins en mark Micky van de Ven og sjálfsmark Jostein Gundersen tryggði Tottenham jafntefli.

Harry Kane skoraði tvö mörk í 5-1 útisigri Bayern München á Pafos en hin mörkin skoruðu Raphaël Guerreiro, Nicolas Jackson og Michael Olise.

Lautaro Martinez skoraði tvö mörk og Denzel Dumfries eitt þegar Internazionale vann 3-0 sigur á Slavia Prag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×