Ísland land númer 197 Bjarki Sigurðsson skrifar 30. september 2025 21:31 Nicolai hefur ferðast til allra landa í heiminum. Vísir/Sigurjón Maður sem lauk ferðalagi sínu til allra landa heimsins á Íslandi, segist feginn að vera búinn með þennan kafla í sínu lífi. Ævintýrið fjármagnaði hann allt með dagvinnu í heimalandinu og nýtti helgar og aðra frídaga til að ferðast um heiminn. Hinn svissneski Nicolai Petek hefur síðastliðin tíu ár unnið að því að ferðast til allra landa heimsins sem viðurkennd eru af Sameinuðu þjóðunum, auk fjögurra landa sem oft eru talin með sem sjálfstæð ríki. 197 stykki. Land númer 194 var Kíríbatí, 195 Marshalleyjar og 196 var Míkrónesía. Af því má ætla að síðasta landið væri annað eyríki Eyjaálfu. En nei. Nicolai hafði öll þessi ár sparað heimsókn til eins lands. Íslands. Nicolai við Gullfoss, þar sem hann fagnar því að hafa heimsótt öll lönd heimsins.Aðsend „Mér fannst að það yrði að vera sérstakt land, land sem hefði upp á að bjóða eitthvað einstakt sem ég hefði ekki séð áður. Á þeim tíma held ég að ég hafi átt eftir fimm lönd í Evrópu. Ég taldi að Ísland væri það sérstakasta af þeim og þess vegna varð Ísland fyrir valinu,“ segir Nicolai. Ísland hafi ekki valdið vonbrigðum, þrátt fyrir háar væntingar. Hann sé feginn að þessum kafla sé lokið. „Síðustu þrjú eða fjögur ár hafa verið nokkuð stressandi. Ég þurfti mikinn aga. Eins og þú getur ímyndað þér eru ekki öll lönd auðveld. Sum krefjast vegabréfsáritunar og í sumum upplifir maður mikið vesen þegar maður er þar.“ Ævintýrið kostaði Nicolai rúmar fjörutíu milljónir króna, en hann hefur allan tímann verið í dagvinnu hjá banka í Sviss. Það var ekki í boði að vera í fjarvinnu og hann því þurft að fljúga heim milli ferða. „Ég notaði fríin og stundum launalaus leyfi til að gera þetta. Ég notaði launin mín. Ég er svissneskur ríkisborgari svo fyrir mig, eins og þig sennilega, eru flest löndin ódýr ef maður fer þangað. Það er auðvitað mikill kostur. Það var samt mjög dýrt að ferðast til allra landa en ég gerði þetta allt fyrir launin mín,“ segir hann. Það eru ekki margir sem hafa heimsótt 197 lönd.Aðsend Nicolai flýgur heim í kvöld og stefnir ekki á að yfirgefa Sviss aftur á þessu ári. „Ég er ekki orðinn leiður á ferðalögum en ég verð að viðurkenna að ég er orðinn mjög þreyttur eftir mjög erilsamt ferðaár. Það sem eftir er af árinu verður rólegt og svo held ég áfram 2026,“ segir Nicolai. Ferðalög Sviss Samfélagsmiðlar Íslandsvinir Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Hinn svissneski Nicolai Petek hefur síðastliðin tíu ár unnið að því að ferðast til allra landa heimsins sem viðurkennd eru af Sameinuðu þjóðunum, auk fjögurra landa sem oft eru talin með sem sjálfstæð ríki. 197 stykki. Land númer 194 var Kíríbatí, 195 Marshalleyjar og 196 var Míkrónesía. Af því má ætla að síðasta landið væri annað eyríki Eyjaálfu. En nei. Nicolai hafði öll þessi ár sparað heimsókn til eins lands. Íslands. Nicolai við Gullfoss, þar sem hann fagnar því að hafa heimsótt öll lönd heimsins.Aðsend „Mér fannst að það yrði að vera sérstakt land, land sem hefði upp á að bjóða eitthvað einstakt sem ég hefði ekki séð áður. Á þeim tíma held ég að ég hafi átt eftir fimm lönd í Evrópu. Ég taldi að Ísland væri það sérstakasta af þeim og þess vegna varð Ísland fyrir valinu,“ segir Nicolai. Ísland hafi ekki valdið vonbrigðum, þrátt fyrir háar væntingar. Hann sé feginn að þessum kafla sé lokið. „Síðustu þrjú eða fjögur ár hafa verið nokkuð stressandi. Ég þurfti mikinn aga. Eins og þú getur ímyndað þér eru ekki öll lönd auðveld. Sum krefjast vegabréfsáritunar og í sumum upplifir maður mikið vesen þegar maður er þar.“ Ævintýrið kostaði Nicolai rúmar fjörutíu milljónir króna, en hann hefur allan tímann verið í dagvinnu hjá banka í Sviss. Það var ekki í boði að vera í fjarvinnu og hann því þurft að fljúga heim milli ferða. „Ég notaði fríin og stundum launalaus leyfi til að gera þetta. Ég notaði launin mín. Ég er svissneskur ríkisborgari svo fyrir mig, eins og þig sennilega, eru flest löndin ódýr ef maður fer þangað. Það er auðvitað mikill kostur. Það var samt mjög dýrt að ferðast til allra landa en ég gerði þetta allt fyrir launin mín,“ segir hann. Það eru ekki margir sem hafa heimsótt 197 lönd.Aðsend Nicolai flýgur heim í kvöld og stefnir ekki á að yfirgefa Sviss aftur á þessu ári. „Ég er ekki orðinn leiður á ferðalögum en ég verð að viðurkenna að ég er orðinn mjög þreyttur eftir mjög erilsamt ferðaár. Það sem eftir er af árinu verður rólegt og svo held ég áfram 2026,“ segir Nicolai.
Ferðalög Sviss Samfélagsmiðlar Íslandsvinir Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira